Vikan


Vikan - 01.10.1992, Side 43

Vikan - 01.10.1992, Side 43
hótelinu í Los Angeles. Það eina sem kom upp úr mér var „hæ“ og síðan mældi ég hann út. Hann minnir mig alltaf að einhverju leyti á Ómar skóla- bróður minn út barnaskóla sem var eilífur skotspónn stríðni okkar krakkanna. „Svo það var allt og sumt,“ segir Ray og býr sig undir að standa upp og fara. Við horf- um hvor á annan og förum svo að hlæja. Ég sé að okkur er ekki til setunnar boðið og dembi mér því í spurningarn- ar. - Hvenær tókst þú ákvörð- un um að gerast leikari og hvernig stóð á því? Ray Liotta og Madeleine Stowe í hlutverkum sínum i kvikmyndinni Unlawful Entry, sem SAM-bíóin eru aö hefja sýningar á. RAY LIOTTA I VIÐTALI Ray Liotta er einn af bestu ungu leikurun- um í Hollywood um þessar mundir og kæmi mér ekki á óvart þótt hann ætti eft- ir að afla sér ýmissa verð- launa því til staðfestingar áður en langt um líður. Frægastur er hann fyrir aðalhlutverkið í maffumynd Martins Scorsese, GoodFellas. Þar lék hann írsk-ítalskan strák að nafni Henry Hill sem var ættleiddur af mafíósum og alinn upp eins og hann væri einn úr „fjöl- skyldunni“. Áður lék hann í myndinni Something Wild sem var gerð af Jonathan Demme, leikstjóra Lömbin þagna, og annarri mynd sem allt of fáir sáu, Dominick and Eugene. Tom Hulce (Ama- deus) lék á móti honum þar. Af nýlegri afrekum Ray Liotta má nefna Field of Dreams og Article 99 og svo tryllinn Un- lawful Entry sem verður tek- inn til sýninga fljótlega í SAM- bíóunum. Unlawful Entry fjallar um ung hjón í blóma lífsins, Michael og Karen Carr (Kurt Russell og Madeleine Stowe). Þau verða fyrir því að brotist er inn hjá þeim á síð- kvöldi og þau eru heppin að sleppa heil frá þeirri viður- eign. Þau tilkynna innbrotið og tveir þjónustuglaðir lög- regluþjónar koma á vettvang. Síðla næsta dag, þegar tæknilið lögreglunnar hefur ekki látið sjá sig, hafa þau aftur samband við lögreglu- þjónana frá kvöldinu áður og annar þeirra, Pete Davis, sem leikinn er af Ray Liotta, mætir á vettvang þó hann sé ekki á vakt. Pete Davis lætur sér annt um velferð hjónanna ungu, kemur rannsókn málsins af stað og gefur þeim ráð varð- andi þjófavarnarkerfi og fleira. Þau eru að vonum þakklát og vilja allt fyrir hann gera en á bak við glaðlegt andlit lög- reglumannsins er einmana sál og fljótlega verður Ijóst að hann gengur ekki heill til skógar. Hann er á höttunum eftir konunni og lætur ekkert stoppa sig. Skemmst er frá því að segja að þessi mynd er þrusu þriller og mjög vel leikin. Kurt Russell er í toppformi en það er fyrst og fremst Ray Liotta sem gerir myndina það sem hún er með ótrúlega sannfær- andi útfærslu á hlutverki lög- reglumannsins. Ray Liotta er fyrsti frægi leikarinn sem ég tala við en daginn áður en við spjölluð- um saman hafði ég séð Un- lawful Entry svo það var eins og hann hefði stigið niður af hvíta tjaldinu þegar hann sett- ist mér að óvörum við hliðina á mér og sagði „hæ“ eins og við værum gamlir vinir en við- talið fór fram á Century Plaza Ég var kominn á aldur til að fara í menntaskóla og vildi ekki fara en foreldrar mínir lögðu hart að mér að gera það og taka bara eitthvað, sama hvað það væri. Ég ákvað að fara í skóla í Miami í Flórída og fá mér almenna menntun en það þýddi meiri stærðfræði sem ég var búinn að fá nóg af svo það varð f Unlawful Entry leik- ur Ray Liotta vafasaman lögreglu- mann. Húsráö- andann leikur Kurt Russell. 20.TBL. 1992 VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.