Vikan


Vikan - 01.10.1992, Qupperneq 43

Vikan - 01.10.1992, Qupperneq 43
hótelinu í Los Angeles. Það eina sem kom upp úr mér var „hæ“ og síðan mældi ég hann út. Hann minnir mig alltaf að einhverju leyti á Ómar skóla- bróður minn út barnaskóla sem var eilífur skotspónn stríðni okkar krakkanna. „Svo það var allt og sumt,“ segir Ray og býr sig undir að standa upp og fara. Við horf- um hvor á annan og förum svo að hlæja. Ég sé að okkur er ekki til setunnar boðið og dembi mér því í spurningarn- ar. - Hvenær tókst þú ákvörð- un um að gerast leikari og hvernig stóð á því? Ray Liotta og Madeleine Stowe í hlutverkum sínum i kvikmyndinni Unlawful Entry, sem SAM-bíóin eru aö hefja sýningar á. RAY LIOTTA I VIÐTALI Ray Liotta er einn af bestu ungu leikurun- um í Hollywood um þessar mundir og kæmi mér ekki á óvart þótt hann ætti eft- ir að afla sér ýmissa verð- launa því til staðfestingar áður en langt um líður. Frægastur er hann fyrir aðalhlutverkið í maffumynd Martins Scorsese, GoodFellas. Þar lék hann írsk-ítalskan strák að nafni Henry Hill sem var ættleiddur af mafíósum og alinn upp eins og hann væri einn úr „fjöl- skyldunni“. Áður lék hann í myndinni Something Wild sem var gerð af Jonathan Demme, leikstjóra Lömbin þagna, og annarri mynd sem allt of fáir sáu, Dominick and Eugene. Tom Hulce (Ama- deus) lék á móti honum þar. Af nýlegri afrekum Ray Liotta má nefna Field of Dreams og Article 99 og svo tryllinn Un- lawful Entry sem verður tek- inn til sýninga fljótlega í SAM- bíóunum. Unlawful Entry fjallar um ung hjón í blóma lífsins, Michael og Karen Carr (Kurt Russell og Madeleine Stowe). Þau verða fyrir því að brotist er inn hjá þeim á síð- kvöldi og þau eru heppin að sleppa heil frá þeirri viður- eign. Þau tilkynna innbrotið og tveir þjónustuglaðir lög- regluþjónar koma á vettvang. Síðla næsta dag, þegar tæknilið lögreglunnar hefur ekki látið sjá sig, hafa þau aftur samband við lögreglu- þjónana frá kvöldinu áður og annar þeirra, Pete Davis, sem leikinn er af Ray Liotta, mætir á vettvang þó hann sé ekki á vakt. Pete Davis lætur sér annt um velferð hjónanna ungu, kemur rannsókn málsins af stað og gefur þeim ráð varð- andi þjófavarnarkerfi og fleira. Þau eru að vonum þakklát og vilja allt fyrir hann gera en á bak við glaðlegt andlit lög- reglumannsins er einmana sál og fljótlega verður Ijóst að hann gengur ekki heill til skógar. Hann er á höttunum eftir konunni og lætur ekkert stoppa sig. Skemmst er frá því að segja að þessi mynd er þrusu þriller og mjög vel leikin. Kurt Russell er í toppformi en það er fyrst og fremst Ray Liotta sem gerir myndina það sem hún er með ótrúlega sannfær- andi útfærslu á hlutverki lög- reglumannsins. Ray Liotta er fyrsti frægi leikarinn sem ég tala við en daginn áður en við spjölluð- um saman hafði ég séð Un- lawful Entry svo það var eins og hann hefði stigið niður af hvíta tjaldinu þegar hann sett- ist mér að óvörum við hliðina á mér og sagði „hæ“ eins og við værum gamlir vinir en við- talið fór fram á Century Plaza Ég var kominn á aldur til að fara í menntaskóla og vildi ekki fara en foreldrar mínir lögðu hart að mér að gera það og taka bara eitthvað, sama hvað það væri. Ég ákvað að fara í skóla í Miami í Flórída og fá mér almenna menntun en það þýddi meiri stærðfræði sem ég var búinn að fá nóg af svo það varð f Unlawful Entry leik- ur Ray Liotta vafasaman lögreglu- mann. Húsráö- andann leikur Kurt Russell. 20.TBL. 1992 VIKAN 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.