Vikan


Vikan - 01.10.1992, Side 58

Vikan - 01.10.1992, Side 58
AKADEMIA CAFE OPERU LYKILLAD NÝSKÖPUN ÞJÓÐFÉIAGS Mensa Academica hét merk stofnun sem setti svip á bæjarlífið af miklum þrótti á árunum 1921-1929. Hún var í gömlu timburhúsi við Lækjar- torg, því sama húsi þar sem Café Ópera starfar nú. Eins og Café Ópera var Mensa Academica matsölustaður - fyrir þá heppnu sem áttu þess kost að nema við Menntaskól- ann í Reykjavík. ▼ Dóm- Mensa Academica varð þó nefnd snemma annað og meira en árs^ásamt mötuneyti fyrir stúdenta. Árið veróiauna- 1918 tók Reykjavík við hefð- höfum. bundnu hlutverki Kaupmanna- jafnvel einhverju sterkara. í Reykjavík varð Mensa Academica helsti vettvangur þessarar umræðu og þegar matartímar hrukku ekki lengur til var umræðunum haldið á- fram á sérstökum þjóðmála- fundum á kvöldin þar sem tekist var á um stefnur og strauma. Enda þótt þau tímamót sem íslendingar standa frammi fyr- ir nú séu annars eðlis en þau sem blöstu við stúdentunum á þessum málfundum fyrir meira en hálfri öld eru þau af sama toga spunnin. Enn á ný logar landið í umræðum og 99 hafnar og varð í senn höfuð- ,£5 borg landsins og miðdepill stúdentalífsins. Landið bók- staflega logaði í umræðum og S deilum um framtíð þessa litla lands í heimi þar sem hver 'aá höndin var uppi á móti annarri o2 þrátt fyrir endalok fyrri heims- ^ styrjaldarinnar. MENSA ACADEMICA Mensa Academica - mötu- neyti og málfundastaður stúd- enta við Lækjartorg - setti mikinn svip á bæjarlífið á ár- unum eftir fyrra stríð fram að heimskreppunni miklu. ís- lenskir stúdentar - sem voru leiðandi afl í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar - þjörkuðu þar um þjóðmálin yfir matar- diski og kaffikrús, kannski deilum um hvernig íslendingar geti best látið drauma sína rætast. Að þessu sinni er tek- ist á um leiðir til að ná þjóð- inni upp úr kreppunni sem steðjar aö atvinnulífinu og stefnir efnahagslegu sjálf- stæði okkar í stóra hættu. Þegar Akademía Café Óp- eru var stofnuð 1. maí 1991 var það til þess að virkja eitt af merkustu húsum þjóöarinn- ar á nýjan leik í þessa baráttu. Enn á ný er sjálfstæðið í húfi. Enn á ný mun taka langan tíma aö finna leiðirnar sem duga - ef þær finnast á annað borð. Enn á ný þarf útboð allra krafta þar sem allir leggj- ast á eitt við aö leysa vand- ann. Enn á ný leitum við meö logandi Ijósi að einstaklingum sem eru líklegastir til að finna nýjar leiöir, uppgötva þær lausnir sem duga. Akademíu Café Óperu er ætlað að verða eins konar hvati eða aflvaki þessarar um- ræðu og þessarar leitar. Á ári hverju sitja í henni frammá- menn og -konur úr íslensku atvinnulífi, fólk sem er þekkt fyrir ferskar hugmyndir, áræði og útsjónarsemi. Áuk þess að skapa umræöu er hlutverk Akademíunnr að örva til dáða hugmyndaríka og djarfa ein- staklinga sem hún telur að hvorki samfélagið né stjórn- völd hafi gefið nægan gaum til þessa. VERÐLAUNA- GRIPURINN Verðlaunagripur Akademíunn- ar er afar voldugur silfurlykill sem Sigurður Steinþórsson smíðar árlega eftir fornum lykli sem er varðveittur á Þjóðminjasafni íslands. Þann- ig á lykillinn einnig að minna á að „að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja“. Þar sem lyklarnir eru handsmíð- aðir eru engir tveir nákvæm- lega eins. Enda þótt nokkur svartsýni hafi náð að grípa um sig má ekki gleymast að ísland býður upp á marga góða og arð- vænlega kosti. Oft vantar að- eins herslumuninn. Til að brúa bilið boða hagræðingar- meistarar útsjónarsemi og samruna, fækkun starfsfólks og betri nýtni. Enda þótt þeirra ráð séu orð í tíma töluð duga þau skammt ef ekki er annað og torráðnara fyrirbæri fyrir hendi. Þetta fyrirbrigði - lykilorðið - er að sjálfsögðu nýjar hug- myndir og nýjar lausnir. Stað- reyndin er sú að aðstæður hér úti á norðurhjara eru ein- hæfari og fábrotnari en margir gera sér grein fyrir og því er lífsnauðsyn að þær auðlindir sem þjóðin á séu rétt notaðar. Einu auðæfin sem við eigum hins vegar gnótt af eru hug- myndirnar pg orkan sem í fólkinu býr. íslendingar - eins og aðrar þjóðir - verða að muna að hlunnindin, sem náttúran gefur, verða seint annað og meira en stökkpall- ur. Þrátt fyrir fisk, orku og ferskt vatn verðum við - eins og aðrir - að seilast miklu dýpra í hugskot þjóðarinnar sjálfrar eftir þeim hugmyndum og afuröum sem velferð landsins verður að byggjast á. Þótt lykillinn að velgengni okkar - sem annarra - séu nýjar hugmyndir vaxa þær ekki á trjánum hér fremur en á öðrum stöðum. Reynslan alls staðar sýnir að eingöngu ef tekst að skapa aðstæöur sem eru svo hvetjandi og örvandi að þær bókstaflega vekja heilu byggðarlögin eða þjóð- irnar til umhugsunar - ein- göngu þá er líklegt að bylting- in komist á flug. Akademía Café Óperu get- ur auðvitað ekki - ein og sér - skapað slíkar aðstæður. Hún getur hins vegar og mun leit- ast við að verða öðrum hvatn- ing til dáða. Ef nógu margir einstaklingar og fyrirtæki leggjast á eitt getur hún kannski orðið kveikjan að þeirri vakningu sem ein getur gert okkur kleift aö endur- heimta og efla velferð þjóðar- innar. Til að minna á að lykillinn að nýsköpun íslensks þjóðfé- lags eru nýjar hugmyndir valdi Akademían silfurlykil að tákni sínu. Þessi „lykill framtíðar" er afhentur árlega manni eða konu sem Akademían telur að hafi með framúrskarandi hug- viti, dirfsku og þrautseigju unniö atvinnulífinu gagn. Hug- myndin að lyklinum er frá Sig- urði Steinþórssyni gullsmiði en hann smíðar verðlauna- gripina eftir lykli sem fannst í jörðu aö Stórólfshvoli um síð- ustu aldamót. AKADEMÍA CAFÉ ÓPERU 1992-1993 í Akademíunni sitja valinkunn- ir forstjórar í eitt ár í senn, Verólaunahafar síóasta árs sestir aó glæsilegu kvöld- veróarboröi ásamt mökum sínum. valdir eftir ábendingum fólks úr öllum stéttum atvinnulífs- ins. Akademíu Café Óperu tímabilið 1992-1993 skipa eft- irtaldir einstaklingar: Jón Ás- bergsson, Hagkaup; Magnús Oddsson, Ferðamálaráöi; Svava Johansen, Sautján; Kristinn Björnsson, Skeljungi; Þórarinn J. Magnússon, Sam- útgáfunni Korpus; Elsa Har- alds, Salon Veh; Hörður 58 VIKAN 20. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.