Vikan


Vikan - 01.10.1992, Page 68

Vikan - 01.10.1992, Page 68
ÞARF EKKI AÐ VERA ÞJÁNING! ÞÚ GETUR BORÐAÐ OG GRENNST! ÞAÐ góöa, sem ég vil, þaö 1 gjöri ég ekki, en hiö vonda, sem ég vil ekki, þaö gjöri ég.“ Þetta sagði Páll postuli en þessi orð gætu allt eins verið viðkvæði þeirra þúsunda íslendinga sem stríða við aukakílóin og hafa reynt að léttast án árangurs. Hvers vegna tekst okkur sjaldnast að grennast? Svarið er einfalt: Ótal aðferðir við megrun byggjast á því að við borðum ekki það sem okkur þykir gott, t.d sælgæti, kökur, sósur, vín, rjóma út í kaffið og margt fleira. Við gefumst hreinlega upp. Nupo kúrinn er ekki þannig. Þegar þú notar NUPO-létt geturðu borðað góðan mat en grennist samt. Nupo kúrinn er framhald af hinum þekkta Hvidovre kúr sem margir íslendingar kannast eflaust við. Hvidovre kúrinn byggðist á aðferðum próf. dr. med Flemming Quaade sem er þekktur danskur læknir og vísindamaður á sviði fiturannsókna. Nupo kúrinn byggist á tveim grundvallaratriðum: 1. Þú borðar NUPO-létt nær- ingarduft daglega. 2. Öll neysla þín er byggð á einingakerfi. Hver er tilgangurinn með því að borða durt? Skýringin er afar einföld. Til að léttast þarftu að minnka orku- neysluna og margir, sem eru mikið umfram kjörþyngd, þurfa að minnka hana mikið. Þaö er því nauðsynlegt heilsunnar vegna að sú fæða, sem nærst er á, sé bæði holl og næringarrík. Annars fær líkaminn til dæmis ekki nóg af vítamínum og málmsöltum. Slíkan matseðil, með aðeins 400- 600 hitaeiningum, er ókleift að setja saman úr venjulegri fæðu. Þess vegna er næringarduftið NUPO-létt mjög mikilvægt því að í því eru öll vítamín, steinefni, prótein, fitusýrur og snefilefni sem líkaminn þarfnast, auk trefjaefna og omega-fjölómettaðra fitusýra. Konur þurfa 5 skammta á dag en karlmenn 6 skammta því próteinþörf þeirra er meiri. Líkaminn fær því öll næringarefni en konur aðeins 444 hitaeiningar og karlmenn 534. Líkaminn veikist ekki á nokkurn hátt; samsetning fæðunnar bitnar aðeins á fitufrumunum enda ætlum við í stríð við þær. Hvernig virkar einingakerfið? Eins og áður er sagt fáum við öll nauðsynleg næringarefni úr dag- skammti af NUPO-létt en það fæst í öllum apótekum á landinu. Við viljum þó ekki að fólk neyti færri en 1000-1100 hitaeininga á dag til þess að ekki gangi á magra vöðva líkamans, enda er illt að þurfa aö neyta sér um allt sem gefur lífinu lit. Þetta er einmitt meginkostur Nupo kúrsins: Einingakerfið gerir þér fært að fylgjast með þeim hitaeiningum, um 600 talsins, sem þú mátt neyta umfram skammtanna 5 eða 6. Aftar í blaðinu er listi þar sem mat og drykk er raðað í þrjá meginflokka. Blátt ■ táknar prótein, grænt ■ trefjar og rautt ■ merkir fæðu- tegundir með miklum sykri, fitu eða áfengi. Hver eining eða kubbur samsvarar um 62 hitaeiningum. 10 einingar á dag Þú mátt neyta 10 eininga á dag og valið er algjörlega þitt. Ef þú neytir 1000-1100 hitaeininga daglega losnarðu við um 1,5 kg af fitu á dag eftir því hvað þú hreyfir þig mikið. Hér á eftir sést hvernig matseðil þú getur sett saman. Möguleikarnir eru margir og þú getur notað einingarnar nákvæm- lega eins og þú vilt. Þær rauðu mega þó ekki vera fleiri en 10 á dag. í þessu er sérstaða Nupo kúrsins meðal annars fólgin því margir geta hreinlega ekki neitað sér um köku, súkkulaði, vín eða sælgæti. Nupo kúrinn útilokar ekki „þungvægar" hitaeiningar; þær eru hluti af kerfinu þannig að þú léttist þrátt fyrir allt. Teldu einingarnar og kílóin hverfa - hitaeiningasnautt lostæti Kosturinn við Nupo kúrinn er að þú ákveður hvað þú vilt borða - hæfilega auðvitað. Á hverjum degi hefur þú til umráða 10 einingar í mat og drykk, auk skammtana þinna af Nupo. Þú getur ráðstafað þeim að vild. Notaðu þær í súrt, sætt. grænt eða gróft. NupoMétt

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.