Vikan


Vikan - 01.10.1992, Síða 82

Vikan - 01.10.1992, Síða 82
FRAMHALD AF BLS. 80 Keppnin í ár einkennist af þeim vindum sem blásið hafa víða um lönd að undanförnu og hafa innleitt hollara fæði og snauðara af hitaeiningum. Þess vegna verður nú lögð mikil áhersla á hreint og gott hráefni, engin aukaefni, fá- breytta framreiðslu og umfram allt verður lögð rík áhersla á næringargildi og hollustu. Því verða miklar sósur og óþarft meðlæti óæskilegt. Sunnudaginn 20. septem- ber síðastliðinn var boðið til þriggja rétta hádegisverðar í veitingahúsinu Perlunni. Landsliðið annaðist matseld- ina en Perlan sá um þjónust- Aöalbláberja-jógúrtfrauö, boriö fram meö íslenskum berjum - hollur og gómsætur eftirréttur. una. Á annað hundrað gestir komu í hádegismat þennan dag og bragðaðist þeim mat- urinn vel og voru viðbrögðin mjög jákvæð. í forrétt voru bornar fram gufusoðnar gellur á hvítu káli, með korianderfræjum og kart- öflu-mysusósu. Aðalrétturinn var klukku- tímasaltað lambafile með sítrónu- og blóðbergskrydd- uðu soði. Það má segja að hér sé á ferðinni nútímaleg framreiðsla á íslenskri kjöt- súpu - nema hvað fituna er hvergi að finna. í eftirrétt var boðið upp á aðalbláberja-jógúrtfrauð með íslenskum berjum. íslenska landsliðið mun þurfa að sýna snilli sína í heit- um réttum þann 12. október og verður þá eldað sam- kvæmt ofangreindum mat- seðli handa 130 manns sem gefa síðan matseldinni ein- kunn. í Perlunni gæddu sér einmitt álíka margir gestir á réttunum og því fengu mat- reiðslumeistararnir þar góða æfingu fyrir keppnina. Þann 14. október verður keppt í köldum réttum og þá matreiða okkar menn 58 að- greindir rétti, í raun bæði heita og kalda, sem verða sýndir kaldir því að þeir standa á borðum til sýnis í heilan dag.n H s O T E L L I N D VINIÐ SERLEGA MERKT STAÐNUM Vínáhugamönnum þótti ákaflega girnilegt hlaðborðið á veitinga- staðnum á Hótel Lind hér eitt kvöldið. Það var alsett vín- flöskum, rauðvín, hvítvín og rósavín, vínber og ávextir. Þarna gat að líta úrval þeirra vína sem flutt eru inn á veg- um Lindarinnar og flöskurnar eru einmitt merktar veitinga- staðnum; Lindin Restaurant, sérstaklega af framleiðanda vínsins í Bandaríkjunum. Vínin koma frá Washington- fylki en framleiðandinn, Arbor Crest, er sagður einn besti vínframleiðandinn í fylkinu. Aðeins Kaliforníu-fylki státar af meiri vínframleiðslu en Was- hington-fylki hefur um langt skeið verið talið ákaflega hent- ugt til vínberjaræktunar og á sér langa sögu á því sviði. Kólombíuáin er gjöful og veitir vínviðnum ríkulega af vatni, ast hvar annars staðar, til dæmis vegna einstaks lofts- lags og annarra skilyrða sem hér hafa verið nefnd. Aftur til íslands, inn í veit- ingasal Hótel Lindar. Þar hafa tappar verið teknir úr vínflösk- um og meðan viðstaddir draga að sér ilminn af sér- staklega tæru og fallegu Sauvignon Blanc frá árinu 1989 er gott að glugga í Ijósrit úr vínatlasinum þar sem stendur að framleiðandi víns- ins sé meðal þeirra sem mælt er með. Það er ágætt vega- nesti í fyrsta sopann. Vínið er framleitt sem þurrt vín en ágæt samstaða næst um það við borðið að nokkuð mikið á- vaxtabragð gefi því svolítið sætt yfirbragð í fyrstu. Eftir- keimurinn er á þurru nótun- um. Vínið er létt, sennilega gott með mat og gott kælt en vissulega fer um sli'kt eftir ▲ Guó- ríóur Hall- dórsdóttir tók á móti gestum viö þetta veglega hlaóborö. Og fleiri góóar fréttir: Vínió er á mjög viö- ráóanlegu veröi. skapar þannig kjörnar aðstæð- ur fyrir berjaþroskunina. Einnig er fullyrt að norðlæg lega fylk- isins með heitum sumardög- um og svölum nóttum gefi mjög hentug veðurskilyrði til vínframleiðslu þar sem sykur- sýruinnihald berjanna sé í góðu jafnvægi við slfkar rækt- unaraðstæður. Þetta er sagt gefa berjunum ákaflega sér- stök einkenni. Einnig segir um Washington sem vínræktar- fylki að þar séu ýmsar að- stæður um margt betri en víð- smekk eins og allt annað á þessum vettvangi. Rósavínið var næst á dag- skrá. Það hefur þau sammerki með hvítvíninu að vera tært og fallegt, nokkuð Ijósrautt og sterkilmandi. Þarna er á ferð- inni N.V. Jardin Des Fleurs. „Þetta er eitthvað fyrir konur," sagði ein daman við borðið og var hrifin en ýmsar getgátur og hugleiðingar komu upp við smökkun vínsins og þar kom greinilega fram ofangreindur einstaklingsmunur. „Þetta vín gæfi villibráðinni aukinn kraft," sagði einn veislugesta þegar rauðvínið, Merlot af árgangi 1990 - þurrt, var borið fram. „Og ef menn væru safnarar má gera ráð fyrir að eftir tvö til þrjú ár væri tilvalið að opna flöskurn- ar,“ sagði annar. Einmitt kom á daginn í máli Guðmundar Magnússonar þjóns að fram- leiðandinn gæfi upp geymslu- tíma um tvö til þrjú ár í viðbót. Vinið er gott og bragðmikið, hefur sterkan eikarkeim enda hefur það verið geymt í 225 lítra franskri eikartunnu. Og það er blandað með Cabernat Sauvignon, víni sem framleitt er úr annarri berjategund. Öll eiga þessi vín það sam- eiginlegt að hafa hlotið fjöl- mörg verðlaun innan Banda- ríkjanna í ýmiss konar sam- keppni sem þar fer fram á ári hverju. Sérstaklega má nefna hvítvínin frá Arbor Crest sem hafa sankað að sér miklum fjölda verðlauna en hvítvínið sem Lindin flytur inn, Sauvignon Blanc af ýmsum árgöngum, hefur verið mjög sigursælt og ber þar helst að nefna árganginn 1986. Ef við að lokum eigum að skipa vínunum upp í röð eftir því hve þeim tókst að grípa hug okkar og hjarta þá varð rósavínið í þriðja sæti, rauð- vínið í öðru og ókrýndur sigur- vegari kvöldsins, að okkar mati, var hvítvínið. Það er vel þess virði að hljóta nánari at- hygli innan tíðar og þá með öllu tilheyrandi. Vitaskuld verð- ur það á Lindinni, eina staðn- um þar sem vínið má fá. □ 82 VIKAN 20. TBL. 1992 TEXTIOG UÓSM.: JÓHANN GUÐNIREYNISSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.