Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 7
ALVARA ER
grunntonn
I GRINI - segir Eggert Þorleifsson í opnu spjalli
Kannski er hægt að segja að Eggert
Þorleifsson hafi þrjú líf á samvisk-
unni; nýtt, dala- og löggulíf. Og hann
hefur afrekað ýmislegt fleira sem kætt hefur
landa hans ásamt því sem hann getur engu
að síður kreist fram tárin í fólki með andstæðu
hláturs. Nú leikur hann eitt sitt stærsta alvar-
lega hlutverk á leiksviði og fer þar á kostum.
Honum hafa verið gefnir þessir hæfileikar og
hann hefur lært margt af reynslunni þó hann
vilji sjálfur meina að hann kunni næstum því
minna en ekki neitt í leiklist.
En hver er bakgrunnur Eggerts og hvaða
leiðir hefur hann farið um krókaleiðir frægðar
og frama? Hver er hann, þessi Eggert? Við
spjöllum um Lffin, Með allt á hreinu, Skamm-
degi, Brúðuheimilið og auðvitað Eggert sjálfan
og viðhorf hans til lífsins, kosta þess og galla.
BLÉS I PÍPUR
Við sitjum inni á Mokka, úti við glugga og
Eggert virkar dálítið óöruggur, finnst greini-
lega ekkert alltof þægilegt að láta taka við sig
viðtal og er alltaf að gjóa augunum á mannlíf-
ið fyrir utan. Það er næstum því eins og hann
sé feiminn, sé að gá hvort nokkur er á gægj-
um. „Jú, jú, það er rétt. Ég hef aidrei lært neitt
í leiklist nema bara af því að vinna við hana,“
segir hann, lágmæltur þó rómurinn liggi sem
alkunna er nokkuð hátt í tónstiganum.
Hvernig kom það til að þú fórst f leiklistina?
„Það kom eiginlega til af því að ég vann við
að semja tónlist fyrir leikrit. Þá vill oft verkast
þannig að þeir sem eru nálægir eru settir í
statistahlutverk og slíkt,“ svarar hann og af
því hann er strax kominn í tónlistarsöguna er
ekki úr vegi að kynnast þeirri hlið Eggerts dá-
lítið nánar áður en lengra er haldið. Hann blés
í pípur eins og hann kallar hljóðfærin.
„Þetta voru klarinett, þverflautur og blokk-
flautur alls konar. Ég lærði lengst af á klar-
inett, ein átta ár held ég í Tónlistarskóla
Reykjavíkur hjá Gunnari Egilssyni. Það var
yndislegur tími. Síðan fór ég til London og
þegar ég kom til baka var eiginlega uppselt í
öll störf. Kannski hefði ég getað fengið að
kenna einhverjum tveimur eða þremur i Vog-
unum eða eitthvað slíkt. Þannig að það var
eiginlega sjálfhætt í þessu.“
Hvað tók þá við? „Ætli ég hafi ekki bara lent í
Stuðmannamyndinni, ég hugsa það. Það var
fyrsta hlutverkið sem einhver sá,“ segir Eggert
allkyndugur í framan en hann hafði þá tekið
þátt í leiksýningu hjá Alþýðuleikhúsinu á leik-
ritinu Þríhjólinu. „Ég fór á kostum í þessari
leiksýningu, svaf allan tímann á bekk og þótti
gera það bara djöfull vel.
Þessi sýning er eftirminnilegust í mínum
ífi ,
huga vegna þess að við þurftum að aflýsa
sýningu vegna eldgoss. Það hefur ekki verið
mikið gert af slíku hér á landi en við þurftum
að hætta í miðju kafi, rafmagnið fór því það
settist víst svo mikil aska á línurnar," segir
Eggert hlæjandi og þetta var í eina skiptið
sem hann hrökk upp með andfælum af
bekknum í sýningu. Raunar kom leikur hans í
verkinu þannig til að hann átti að leika
flautuleikara sem hann er ekki viss um að hafi
nokkuð blásið í flautu í leikritinu. Þegar til
kastanna kom var honum ekki treyst fyrir svo
stóru hlutverki og Eggert bara settur á þekk-
inn og honum sagt að sofa þar.
Þegar hann er spurður að því hvort Alþýðu-
leikhúsið hafi þá verið atvinnuleikhús segir
hann svo hafa verið, að nafninu til. í framhaldi
af því; hvaðan komu þá launin?
„Ætli ég hafi ekki bara verið á framfæri kon-
unnar minnar,“ svarar hann að bragði, hlæj-
andi en bætir svo við að þá hafi hann verið að
semja tónlist, ekki einleiksverk heldur fyrir
leikrit. Meðal annars samdi hann í leikrit eins
og Elskaðu mig, Don Kíkóta, Hart í bak og
Skassið tamið... „Svo læt ég eins og þetta hafi
verið ótal margt fleira en það getur vel verið
að allt sé upp talið,“ heldur hann áfram,
sposkur og kennir skorti á langtímaminni um
æðruleysi sitt. Hvort hann man betur eða
hreinlega vill ekki vera að hampa sjálfum sér
of mikið skiptir ekki máli en Eggert er greini-
lega ekkert of vel við að bera sjálfan sig á ein-
hvers konar gullstóli.
„Trúlega varð fjandinn laus eftir myndina Með
allt á hreinu, með Stuðmönnum. Síðan þá
hefur ekki verið stundarfriður," segir Eggert
siðan upp úr eins manns hljóði eftir dálitla
umhugsun. Þar fór hann með eitt besta gam-
anatriði sem birst hefur úr smíðastofum ís-
lenskra kvikmyndagerðarmanna að áliti þess
sem situr gegnt Eggert þarna á Mokka.
Skyggnilýsingaratriðið (hér er líka blátt reið-
hjóll). Var það til í handriti eða hvernig kom
þaðtil?
„Ég held að það hafi ekki verið til neitt
handrit að þeirri mynd yfirleitt. Þetta var mikið
til spilað af fingrum fram eftir eins konar at-
riðalýsingum. Skyggnilýsingaratriðið varð
þannig til að ég hripaði það niður á servíettu
meðan verið var að stilla upp fyrir tökur. Og
þótti svona voðalega fyndið, framhaldslíf reið-
hjóla! Svona var myndin öll enda fólkið troð-
fullt af lífsgleði. Sem gerir myndina sennilega
svo skemmtilega sem raun ber vitni.
He, he, he. skemmtileg tilvik? Jú, jú. það
var alltaf eitthvað, aðallega fyndið eftir á. Til
dæmis þegar við vorum í rútu á leið frá Ósló
til Kaupmannahafnar. Það var þröngt og ég
var þreyttur þannig að ég fékk helvíti fína og
góða. nýja úlpu sem Tómas var nýbúinn að fá
sér og lagðist með hana yfir mér í gangveg-
inn. Reyndi að sofna. Þá ældi helvítið hann
Egill yfir úlpuna hans Tomma! Gaman að
þessu núna en Tómasi fannst þetta ekkert
skemmtilegt. Og mér raunarekki heldur.
Hann hlýtur að hafa verið hálfbílveikur, karl-
inn, hann Egill," skríkir í Eggert og svona sög-
ur er alltaf gaman að heyra. Þær gefa líka til-
efni til þess að maður álíti að allt sem þetta
fólk tekur sér fyrir hendur sé ein endalaus
skemmtun. Svo er ekki. „Þetta er bara vinna,
maður. Slítandi og þreytandi vinna. Það er
ekkert skemmtilegra á þessum vinnustað
heldur en gengur og gerist bara, held ég, og
fer aðallega eftir fólkinu sem maður er að
vinna með.“
Kröfurnar, sem gerðar eru til manna sem
skjótast upp á stjörnuhimininn með hlátra-
sköllum og gríni, eru oft á tíðum þær að þeir
eiga sffellt að vera skemmtilegir. Eggert rak
slíkt af höndum sér þegar í upphafi. „Maður
ræður alveg hvort maður svarar þeim kröfum
og gerir það sem mann langar sjálfan til. Að-
allega var þetta fyrr á árum: Segðu brandara
- og svona. Ég var ægilega harður á þessu,
vildi ekki sjá svona vitleysu. Ég skil ekki af
hverju fólk ruglar svona mikið saman hlutverk-
um sem maður leikur og persónu manns.
Þetta er eins og að gera þær kröfur til fólks-
ins sem vinnur til dæmis hérna á Mokka að
það fari að hella upp á kaffi fyrir mann hvar
sem maður hittir það utan staðarins! Sjálfur
notaði ég bara almenna fúlmennsku, he, he,
og síðan lempni. Það er ekkert voðalegt mál
að koma sér undan þessu ef maður vill fá að
vera í friði. Mér hefur tekist þetta bærilega."
3. TBL. 1993 VIKAN 7