Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 11

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 11
* - , með afbrigðum. Og hann veitir gestum sínum afburða vel þegar þeir valsa með honum um Norðurland. Hann er líka stundum kallaður „primus-motor“ eða driffjöður fyrir norðan en vill sjálfur ekki láta of mikið með þann titil. Hins vegar á sú lýsing ágætlega við því þeir feðgar, Gísli og Jón faðir, hans brutust áfram af eigin rammleik, fyrst Jón náttúrlega og síð- an Gísli. Og víst er að það getur verið jafn- auðvelt að glutra niður góðum hlutum eins og það er auðvelt að koma þeim á laggirnar. Því var mikilvægt fyrir Gísla að halda rétt á spöð- unum. En hvað hefur Gísli á bak við sig, menntun til dæmis? „Ég hef ekkert háskólapróf eða slíkt en ég var hér í gagnfræðaskólanum og fór síðan að vinna í banka. Þar var ég í fjögur ár en þá fór ég suður til Reykjavíkur til að vinna í Alþýðubankanum þar sem ég var í níu ár. Ég hef síðan sótt ýmis námskeið, til dæm- is í Bretlandi og Danmörku," segir Gísli og jánkar því að framan af hafi alltaf stefnt í að framtakssemin yrði leiðarvísir hans f lífinu. „Mig dreymdi nú ekkert sérstaklega um að taka við Ferðaskrifstofu Akureyrar því ég sá að erillinn í kringum þetta var ógurlegur. Ég sá föður minn vinna mikið en hann var líka umboðsmaður fyrir breska togara og hafði mikið að gera við þau slörf. Sérstaklega bar á þessu um jól þegar alltaf virtist eitthvað þurfa að bila hjá Bretunum eða þeir þurftu skyndi- lega að ná í kost eða olíu. Ég áttaði mig ekki á því þá, smápolli, en auðvitað vildu þeir bara vera í landi á jólunum eins og við hin. Pabbi stofnaði líka Strætisvagna Akureyrar og ég tók þátt í því en sá rekstur var raunar á minni könnu eftir að ég flutti aftur norður. Á meðan ég var í Landsbankanum keyrði ég á kvöldin meðal annars ákveðna leið hér í bæn- um. Síðan veiktist pabbi í augum og það ýtti undir að ég kæmi aftur norður,“ segir Gfsli en á þessum árum var hann skrifstofustjóri í Al- þýðubankanum. HEY ÚT - RÚM INN Framhjá því verður ekki litið að hann sækir allmikið til föður síns í ferðaþjónustu enda verður vart á nokkurn hallað þótt Jón sé kall- aður brautryðjandi í slíku starfi á Akureyri, nema ef vera skyldi Kristján nokkurn, kennd- an við Ford, Kristjánsson sem keyrði austur að Mývatni á sumrin til að byrja með. Jón tók þá við því og ól son sinn upp svo að segja í _ aftursætinu á rútunni til framtíðar. Gísli hefur upplifað gífurlegar breytingar frá þvf hann var ^ kornungur að skoða ferðalanga. Þá var heimagisting um allan bæ, Hótel Akureyri var ö í gömlu og úrsérgengnu húsnæði, Hótel Varð- 1X5 borg með 32 herbergi og Hótel KEA með 28. o- „Eiginlega voru þetta engin hótel og ég held ^ að hér í bænum hafi verið fimm herbergi með baði þegar ég kom hingað að sunnan. En nú g- sitjum við til dæmis á Hótel KEA, glæsilegu g hóteli, sautján árum síðar,“ segir Gísli og lítur = (kringum sig í borðsal hótelsins, samkeppnis- aðila síns, og það er kannski andans tákn |§ meðal akureyrskra kaupahéðna í ferða- mannaþjónustu að þeir hafa tekið höndum ^ saman um að gera bæinn að því sem hann CR er. Komum að því síðar en finnst Gísla ekki o fullmikið um glæsileika í hótelgistingu á Akur- z eyri? Þar eru hótelin Óðal, KEA og Harpa á- samt nýuppgerðu Hótel Norðurlandi sem er að hluta í eigu Gísla og hann hafði forgöngu um að gera upp. REPECHAGEN HÚÐSNYRTIVÖRURNAR sem farið hafa sigurför um Bandaríkin. Frábærar stofumeðferðir ásamt vörum fyrir allar húðgerðir til heimanotkunar. ATH! Þessar frábæru húðsnyrtivörur eru aðeins seldar hjá snyrtifræðingum. Hringið og fáið nánari upplýsingar Borgarkringlunni Sími 685535 3.TBL. 1993 VIKAN 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.