Vikan


Vikan - 09.02.1993, Side 61

Vikan - 09.02.1993, Side 61
frh. af bls.9 BLÆS MEÐ MILES Nóg um leikara og leiklist. Eggert er farið að finnast nóg um ræðuhöld í bili, hann vill fara að komast á æfingu en það verður ekki skilið við manninn án þess að grennslast aðeins fyrir um tónsmekk hljómlistarmannsins. „í meira en ár hafa staðið yfir heima hjá mér minningartónleikar um Miles Davis. Ég dái hann mikið og á flest hans verk en fór reynd- ar ekki að hlusta á hann fyrr en fyrir svona þremur til fjórum árum. Fram að þvi hafði ég ekki hlustað mikið á djassmúsík. Mér finnst Davis vera mesti tónlistarmaður tuttugustu aldarinnar.11 Hvað um klassík eða blús? „Ekki blús, ekki lengur. En klassík, já. Ég hef líka verið að flytja minningartónleika um Maríu Callas upp á síðkastið en er eiginlega alveg hættur að hlusta á dægurtónlist og fylgist lítið með íslenskri tónlist." Grípurðu sjálfur í hljóðfær- ið? „Já, einstöku sinnum. Þá er ég meira bara að blása með annaðhvort Miles Davis eða Billy Holliday. Hún var nú ein gersemin. En ég er orðinn svo ryðgaður að ég er ekkert að spila með öðrum. Hver veit þó nema til þess komi einhvern tímann, hver veit?" segir Eggert og setur spurningarsvipinn upp. FER I FRÍIÐ Nú er hann á leið niður í Tjarnarbíó og næstu mánuði mun hann staldra þar við á kvöldin og um helgar. Að því loknu hyggur hann á frí. „Ég hef alltaf verið í þessum myndum á sumrin, aldrei stundlegur friður og ég hef í rauninni aldrei tekið mér frí. Sumir myndu kannski segja um það þegar maður lendir í því að verða atvinnulaus í þessari atvinnu- grein, sem oft gerist, að maður sé í fríi. En maginn í mér segir að það sé ekki frí heldur atvinnu- og öryggisleysi. Maður veit aldrei hvað eða hvort nokkuð verður næst. Leikar- ar á íslandi eru hræðilega illa launaðir þó það sé vissulega betra launalega að leika í myndum. Þetta er sultarlíf og maður þarf að vinna sig á kaf til að hafa í sig og á." Eru menn þá á atvinnuleysisbótum milli verka? „Bótuml?" spyr Eggert og horfir á spyrilinn eins og hann noti falskar tennur og þær hafi orðið eftir í kaffibollanum. „Ég held að leikarar hafi bara nú nýverið reyndar á- unnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Hingað til hefur það ekki verið svo, leikarar hafa bara mátt éta það sem úti frýs. Nema þeir fast- ráðnu en þeir ráða náttúrlega engu um það hvað þeir leika. Og mér finnst ekkert fjarri lagi að gerast fastráðinn, þó ekki væri nema til að geta tekið launað sumarfrí," segir Egg- ert brosandi, er staðinn upp, er að klæða sig í frakkann og þiggur far niður í Tjarnarbíó. □ Okkur er mikil ágægja að kynna nýjan bíl; MAZDA121, sem skarar fram úr öðrum smábílum á flestum sviðum: j Aflmikil 1300 cc vél með 16 ventlum, beinni innspýtingu og mengunarvörn. ® Meira rými fyrir höfuð og hné en í sambærilegum bílum - hentar vel nýrri kynslóð hávaxinna íslendinga ! jSlaglöng og þýð gormafjöðrun á öllum hjólum. j Léttur og lipur í umferðinni - hægt að leggja honum næstum hvar sem er. Því ekki að kynnast MAZDA121 af eigin raun? Við bjóðum ykkur að koma, skoða og reynsluaka þessum frábæra bíl, ásamt öðrum gerðum af MAZDA. SKÚLAGÖTU 59. REYKJAVÍK S.61 95 50

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.