Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 24

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 24
„Um leió og maöur nær að hrffa áhorf- andann er hann farinn aö einbeita sér og þaö kostar orku og þrek hjá honum. Þetta heitir aö veröa hug- fanginn og auövitað reynir maöur aö ná fram slfkum áhrifum." sækja í sig veðrið. Þá virkar það líka hvetjandi á hina ýmsu leikhópa sem hafa verið með nýjungar og tilraunir til þess að gera ennþá betur. Þetta styður allt hvað annað. Leikhúsin eru orðin opnari því að straumar þeir og hrær- ingar, sem komið hafa frá leikhópunum á undanförnum árum, hafa skilað sér smám saman inn í leikhúsin. Það er mjög algengt að leikarar séu einn dag að vinna með ein- hverjum hópi úti í bæ og næsta dag í einhverju stóru leihúsanna, þess vegna ber- ast áhrifin á milli. Aðstöðu- munurinn er aftur móti mjög mikill á milli óháðu hópanna og stóru leikhúsanna. Stað- reyndin er sú að til þess að efla leikhúsið okkar og gera það betra þurfum við á hverj- um tima að eiga hópa sem vilja prófa eitthvað nýtt og við verðum að styðja við bakið á þeim.“ - Nú hefur tekist samstarf milli EGG-ieikhússins og Þjóðleikhússins sem lagt hef- ur til sal undir yfirstandandi sýningu, Drög að svínasteik. „Það er vissulega tímanna tákn. Það er mikill munur að fá að leika í sal sem hefur verið sérstaklega hannaður til þessara nota en ekki í kjöllur- um eða uppi á háaloftum. Með fjölgun sviða í leikhúsun- um hafa þau verið að opna gættir sínar fyrir hópum af þessu tagi. Spurningin er hins vegar sú hverjum þau hleypa inn, hverjir eru taldir nægilega góðir og merkilegir til þess að verða þessa aðnjótandi. Ef um er að ræða leikhóp sem fer ótroðnar slóðir og reynir hluti sem stóru atvinnuleik- húsin færu aldrei út í þá er spurningin sú hvort slíkur hópur fengi inni. Best væri ef komið væri á fót stórum sal, leikrými, þar sem hópar fengju að spreyta sig án þess að nokkur þyrfti að hafa áhyggjur af því hversu margir áhorfendur kæmu á sýningarnar - þarna þyrfti ekki að vera neinn dyra- vörður. Eðli þessarar starf- semi þyrfti að vera þannig að dyravörðum stæði ógn af henni. Það eina sem skipti máli væri að sýningin væri unnin af einlægni. Þetta yrði fyrst og fremst tilraunastarf- semi. Við þurfum alltaf ein- hverjar öfgar til þess að brydda upp á nýjum hlutum, við þurfum öðru hverju að ganga of langt til þess að nýir hlutir verði til. Umburðarlyndi áhorfenda hefur líka aukist með árunum. Aftur á móti er tilhneiging hjá leikhúsunum að halda áhorf- endur íhaldssamari en þeir eru. Stundum stöndum við frammi fyrir því að áhorfendur eru í raun og veru opnari og framsæknari heldur en leik- húsið. Auðvitað á þetta að vera öfugt, leikhús sem hugs- ar dag og nótt um leiklist á að vera skrefi á undan áhorfend- um og síðan hrífa þá með sér lengra á brautina." í GERVI ALISVÍNS Enn einu sinni hefur Viðar fundið leikhúsi sínu nýstárlegt verkefni, Drög að svínasteik. Enn á ný er hann einn á svið- inu og nú breytir hann sér í svín á óvenju trúverðugan hátt. „Þetta verk aflaði höfundi sínum, Frakkanum Raymond Cousse, frægðar og frama á sínum tíma. Hann lék þá sjálf- ur svínið og sló öll sýningar- met með því að sýna 130 sinnum fyrir troðfullu húsi i París. Verkið hefur síðan ver- ið leikið út um allar jarðir í mismunandi útgáfum. Franski textinn býður upp á slíkt en þar er að finna alls konar skír- skotanir og tilvísanir í franskt þjóðfélag og franska tungu. Þess vegna hefur sá sem tek- ur verkið fyrir hverju sinni frjálsar hendur upp að vissu marki að setja það inn í þær aðstæður sem ríkja á hverjum stað. í íslensku útgáfunni eru því skírskotanir til íslensks þjóðfélags í dag, til stjórnmál- anna og margs sem hefur verið að gerast hér á landi að undanförnu. Þér finnst jafnvel svínið tala eins og Jón Bald- vin í sjónvarpsviðtölum og þar fram eftir götunum. Stundum bregður svínið fyrir sig tungu stjórnmálamanna og í önnur skipti fyrirlesaramáli og svo framvegis. Hugtök á borð við EES og GATT-samkomulagið eru svíninu heldur ekki með öllu ókunnug. Áhorfendur kynnast sjónar- horni svínsins, sem er alisvín og lifir lífi sínu samkvæmt því. Það sættir sig fullkomlega við hlutskipti sitt, stríðalið í lokaðri stíunni og verndað fyrir um- hverfinu. Tilgangurinn með þessu öllu er sá að í fyllingu tímans komist svínið í sína paradis - í lofttæmdar um- búðir í kjötborðum stórversl- ana. Þess vegna er svínið allt sitt líf að passa sig að stíga ekki feilspor. Það lýtur öllum valdboðum en innst inni grun- ar áhorfandann að freisting- arnar séu stundum að yfir- buga það. Svínið er sífellt að reyna að gylla þessa tilveru sína, sem í hugum margra er mjög óæskileg, mjög þröng og lokuð. Skírskotunin til mannlífsins er mjög sterk. Svínið þarf að sætta sig við aðstæður sínar og lifir þess vegna í blekkingum og gerir eitt og annað til að stytta sér stundir. Það á að fara að slátra því þennan dag og maður finnur dauðaangistina undir niðri þrátt fyrir öll gleði- lætin því það saknar þess sem það hefur aðeins fengið nasasjón af fyrir utan gisnar dyr svínastíunnar." ALDREI AFTUR? - Ert þú einfari að eðlisfari? „Ég hef alltaf átt erfitt með að festast einhvers staðar. Ég var fastráðinn tvö leikár hjá Leikfélagi Akureyrar eftir að ég útskrifaðist frá leiklistar- skólanum. Það var mjög góð byrjun fyrir mig sem leikara og ég fékk þar góða og sam- fellda þjálfun. Síðan hef ég átt erfitt með að loka að mér inni í einhverju búri. Þegar ég fæ á tilfinninguna að verið sé að setja mér einhverjar skorður þá vil ég fara. Ef á að úthluta mér einhverri skrifstofu, launahækkun og starfslýsingu þá fer mér að líða illa. Það er eins og ég þurfi að hafa stjórn á því hvað ég tek mér fyrir hendur. Annars er ég félagsvera þó ekki sé nema vegna þess að ég er tvíburi og var níu mánuði ásamt systur minni í móður- kviði. Strax í frumbernsku vandist ég samfélagi við annað fólk þó svo það hafi verið lok- að. Enda var þetta tvíeggja líf.“ - Ætlarðu aö halda áfram á sömu braut? „Hver sýning er alltaf sú síðasta og ég segi alltaf við sjálfan mig: „Aldrei aftur, aldrei aftur.“ Þess vegna er enginn þrýstingur, hvorki frá sjálfum mér né öðrum, að halda áfram. Mér finnst sjálf- sagt að líta á hverja sýningu sem þá síðustu sem ég geri. Þess vegna reyni ég ávallt að gera mitt besta. Síðan kemur kannski eitthvað upp á sem verður til þess að maður setur upp nýja sýningu en ég hleypi ekki þeirri hugsun að meðan ein stendur yfir - hún er leikin upp á lif og dauða.“ □ 24 VIKAN 3.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.