Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 32

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 32
TEXTI: EINAR ÖRN STEFÁNSSON / UÓSM.: BRAGIÞ. JÓSEFSSON INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR ALÞINGISMAÐUR: VÆRI ALVEG TIL í AÐ SYNGJA í KVENNAKÓR EN HVERNIG Á ÉG AÐ FINNA TÍMA í ÞAÐ? Ingibjörg Sólrún Gísladótlir Kvennalista- kona er fjórði vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar ef marka má nýlega könnun DV. Þar hlaut hún sex prósent atkvæða þegar fólk var spurt á hvaða stjórnmálamanni það hefði mest álit. Aðrar Kvennalistakonur komust ekki á blað og virðist það staðfesta það sem margir hafa á tilfinningunni, að Ingi- björg Sólrún sé fremst meðal jafningja þar á bæ, eins konar óopinber leiðtogi Kvennalist- ans um þessar mundir. Svo virðist sem um- deild afstaða hennar í EES-málinu, þar sem hún greiddi ekki atkvæði, hafi ekki lækkað gengi hennar í hugum almennings. Þar gekk hún þvert gegn stefnu Kvennalistans enda greiddu aðrar þingkonur hans atkvæði á móti EES-samningnum. Við hittum Ingibjörgu Sól- rúnu að máli á skrifstofu hennar við Austur- stræti og köfuðum spekingslega í kvenna- fræðin í upphafi spjalls. - „Femínismi“ er víðtækt hugtak og óljóst í margra huga. Er einhver sérstök hugmynda- fræði innan femínisma öðrum fremur sem Kvennalistinn grundvallar stefnu sína á? „Hér á árum áður var hugtakið „femínismi'1 notað hér á landi eingöngu um mjög róttækar konur, það er að segja róttækar vinstri konur. Og þetta hugtak hefur haft á sér dálítinn stimpil sem gerir það að verkum að margar konur vilja ekki kalla sig femínista. Þær halda að með því séu þær að stimpla sig. En í mín- um huga felur hugtakið femínismi í sér löngun til þess að breyta samfélaginu þannig að kon- ur öðlist félagslegt, pólitískt og efnahagslegt vald á við karla. Þá er ég ekki að tala um þetta sem einhverja jafnréttishugmyndafræði heldur að mönnum mislíki að konur séu órétti beittar og vilji breyta þvi og auka völd kvenna, en ekki endilega á forsendum ríkjandi samfé- lags, sem karlar hafa mótað, heldur á þeirra eigin forsendum og þá verða konur að finna sér þessar forsendur." EKKERT SKlTT AÐ VERA KONA „Þá komum við að því að það þarf að skil- greina ýmsa hluti upp á nýtt, eins og vald og ábyrgð. Það hefur oft heyrst og heyrist mjög oft í pólitískri umræðu að konur vilji ekki axla ábyrgð. Við viljum reyna að gefa hugtakinu „ábyrgð“ nýja merkingu. Það er líka ábyrgð og ekki síður mikilvægt en margt annað að ala upp nýja kynslóð og það er ekki síðri reynsla en hvað annað sem fæst af því. Það er þetta sem Kvennalistinn kom með nýtt inn í umræð- una hér á landi, nýtt gildismat - við vildum sýna fram á að það er ekkert skítt að vera kona, eins og kannski var lögð áhersla á áður. Heldur vildum við benda á alla þá já- kvæðu þætti sem fælust í því að vera kona og hafa reynslu sem kona. Og þessa jákvæðu reynslu þyrfti að nýta samfélaginu til heilla. Sá sprengikraftur sem Kvennalistinn hafði í upphafi var að hann gaf konum jákvæða sjálfsímynd. Það er auðveldara að gera hlut- ina ef maður er sáttur við sjálfan sig.“ - EES-umræðan hefur verið efst á baugi í pólitfkinni undanfarið. Þú hefur haft sérstöðu í hópi þingkvenna Kvennalistans í því máli og greiddir ekki atkvæði gegn EES-samningnum. En var ekki andstaða við EES einmitt á stefnuskrá Kvennalistans fyrir síðustu alþing- iskosningar? „Jú, í stefnuskrá Kvennalistans segir alveg skýrt að ísland eigi að standa utan EB og EES. Það var hins vegar mín skoðun þegar við vorum að semja þessa stefnuskrá að þarna ætti að bæta við „að svo stöddu“. Ég vildi ekki loka algerlega á þetta. Mér fannst við ekki vera tilbúnar til þess, ekki vera búnar að ræða þetta mál það mikið að nógu almenn vitneskja væri um málið í Kvennalistanum og þekking á þvi, þannig að rétt væri að hafa þetta svona fortakslaust. En þessi skoðun mín varð undir.“ GAT EKKI BORIÐ KÁPUNA Á BÁÐUM ÖXLUM „Eftir því sem ég vann meira með málið í ut- anríkismálanefnd Alþingis komst ég einfald- lega að því að ég gæti ekki verið svona afger- andi andstæðingur þessa samnings eins og Kvennalistinn hafði ákveðið að vera. Þá varð ég hreinlega að láta skoðun mfna í Ijós. Ég gat ekki borið kápuna á báðum öxlum, haft 32 VIKAN 3.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.