Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 66

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 66
EIGINMENN OG EIGINKONUR Ungstirniö Juliette Lewis og Woody Allen í Husband and Wives. Husband and Wives er tultugasta og önnur myndin sem Woody Allen leikstýrir enda er hann einn alkasta- mesti leikstjórinn og handrita- höfundurinn í Bandaríkjunum um þessar mundir. Á síðast- liðnu ári gerði hann þessa mynd og myndina Shadows and Fog sem enn hefur ekki verið sýnd en áætlað er að sýna í Háskólabíói á næst- unni. Husband and Wives fjallar um mannleg samskipti og hjónabönd í New York, uppá- haldsborg Woody Allen. Myndin vekur spurningar um vináttu, ástina, lífið og tilver- una. Samsetningin er lýtalaus eins og Woody Allen er einum lagið. Woody Allen stýrir stjörnu- liði leikara í myndinni. Þar eru Blythe Danner (Alice), Judy Davis (A Passage to India, High Tide, Naked Lunch, Barton Fink), Mia Farrow (hefur leikið í tólf myndum Woody Allen), Juliette Lewis (Cape Fear), Liam Neeson (Darkman, Under Suspicion, Pottþétt þrenning. Judy Davis, Mia Farrow og meistarinn sjálfur, Woody Allen. Mission, The Good Mother, Shining Through, The Big Man) og Sidney Pollack (hef- ur leikstýrt Absence of Malice, Out of Africa, Havana). Unn- endur Woody Allen láta þessa mynd tæplega framhjá sér fara en hún verður bráðlega sýnd í Stjörnubíói. Liam Neeson og Mia Farrow í Husband and Wives. SVINDLARINN Margir muna eftir harðsoðinni hasarmynd sem heitir The Last Boy Scout. Þar lék afríski Ameríkaninn Damon Wayans á móti Bruce Willis (Die Hard myndirnar). Nú hef- ur Damon leikið í nýrri mynd sem hann hefur skrifað hand- ritið að og framleitt. Myndin heitir á frummálinu Mo Mon- ey og sameinar allt í einum pakka. Hún er í senn gaman- mynd, spennumynd og ástar- mynd. Greint er frá atvinnu- svindlara sem vill gerast heið- virður og fær sér vinnu í greiðslukortafyrirtæki. Starf hans felst í því að flokka póst- inn. Dag einn verður á vegi hans undurfríð stúlkukind sem hann getur ekki gleymt. Til að ganga í augun á henni ákveð- ur hann að gera það sem hann kann best, svindla á kerfinu. Hann langar í meiri peninga og hefur mikið fé af greiðslukortafyrirtækinu. Grunsemdir vakna og spenna færist í leikinn. Myndin er ærslafull og það úir og grúir af skemmtilegum uppákomum en í henni er líka að finna spennu og hasar. Myndin verður sýnd í Stjörnubíói. Damon Wayans að gera hosur sínar grænar í myndinni Mo Money. Vopnaöir þrjótar í Mo Money. Ærslabelgir í Mo Money. 66 VIKAN 3.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.