Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 22

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 22
I „Ein lítil eins manns sýning er gífurlegt fyrirtæki því aö þaö er svo margt í kringum hana, þetta er meira fyrirtæki heldur en bara einleikari meö fiöluna sína.“ um út í aö gera eitthvað sem þeir hafa kannski ekki neina sérstaka löngun til aö gera. Mér hefur aftur á móti tekist aö hrífa annaö fólk með mér og því hefur EGG-leikhúsið veriö meö sýningar með tveimur og allt upp í fjórum leikurum. Vegna smæöar leikhússins þarf ég ekki aö halda úti mörgum leiksýningum á ári eins og stóru leikhúsin. Ég get jafnvel leyft mér þann munað aö bjóöa ekki upp á neina sýningu í tvö eöa þrjú ár ef mér býöur svo viö aö horfa og mér liggur ekkert sérstakt á hjarta. Maður rýkur ekki af stað fyrr en eitthvað er farið aö brenna á manni. Engu að sfður er ein lítil eins manns sýning gífurlegt fyrirtæki því aö þaö er svo margt í kringum hana, þetta er meira fyrirtæki heldur en bara einleikarinn meö fiðluna sína. Þrátt fyrir lítið umfang hefur safnast töluveröur hópur fólks f kringum EGG-leikhúsiö í gegnum árin, mér telst til aö um áttatíu manns hafi lagt hönd á plóginn frá upphafi. Leikhúsiö er samþætting margra listgreina og það þarfnast fleiri krafta en ein- ungis leikarans - þaö þarf höfund eöa þýðanda, leik- stjóra, leikmyndahönnuð, búningahönnuð, lýsingu og þar fram eftir götunum." - Þú hefur fengiö bæöi höf- unda og þýöendur til liös viö Þig■ „Mér hefur, sem betur fer, tekist aö laöa að mér ágætis fólk. Árni Ibsen skrifað fyrir mig leikrit í tvígang, Skjald- bakan kemst þangaö líka og Afsakið hlé, og Valgeir Skag- fjörö hefur skrifaö eitt, Á sama staö, sem var fyrsta sviðsverk hans. Ég hef jafnframt fengið afbragös þýöendur til liös viö mig eins og Kristján Árnason, Sigurö Pálsson og Þorgeir Þorgeirsson." Á BARMI TAUGAÁFALLS - Þú ert ekkert smeykur viö aö festast í ákveönu fari, alltaf einn? „Nei, nei. Þetta er í raun og veru eins og teygt hliöarspor í gegnum árin hjá mér. Þó að ég hafi leikið í tíu sýningum hjá EGG-leikhúsinu hef ég leikiö f um fjörutíu sýningum annars staðar. Þaö er samt svolítið skrítið og umhugsun- arvert aö eftir á að hyggja kemur í Ijós að stærstu hlut- verk mín hafa veriö einfarar, gjarnan listamenn sem hafa jafnvel veriö á barmi taugaá- falls, brothættar listamanns- sálir, til dæmis málarinn Van Gogh, rithöfundurinn T.S. Eliot, tónskáldið Carlos Gesu- aldo og Ijóðskáldið William Carlos Williams. Þessi verk hafa sum hver verið talsvert gegnsýrö af existensialisma, tilvistarhyggjunni - um mann- inn sem er einn í stórum heimi, sem styttir sér stundir í biðsal dauöans þar til kalliö kemur. Þegar maöur fæst við hluti af þessu tagi hlýtur maður að reyna að feta slóð sem ekki er troðin. Til hvers ætti maður aö elta uppi eitthvað sem nóg er af fyrir? Maöur veröur aö leita uppi aöra möguleika en þá sem blasa viö. Ef til vill hef ég þess vegna tekið stefnuna meira á einleikinn heldur en annað en það hefur ekki mikiö veriö fengist við hann hér á landi. Einnig hef ég hallast aö sérkennilegum og fámennum kammerverkum sem ekki hafa átt greiðan aögang aö hefö- bundnu leiksviöi." - Hefuröu farið víöa til aö afla fanga og hressa upp á andann? „Ég hef haft þaö að reglu aö fara á hverju einasta ári á aö minnsta kosti eina góöa leiklistarhátíð en þær eru markaður fyrir margt af því sem helst er aö gerast í leik- listarheiminum. Slíkt gefur manni góða yfirsýn. Það er lífsnauðsynlegt fyrir mann aö finna þennan púls og kanna strauma og stefnur hverju sinni." ÞRÆLL Á ÍRLANDI - EGG-leikhúsiö hefur ekki notiö fastra fjárveitinga og ekki lagt áherslu á verk sem laöa aö sér þúsundir áhorf- enda. Hvernig feröu aö því aö fjármagna starfsemina? „Leikhúsið hefur nokkrum sinnum fengið styrki sem vissulega hafa bætt úr brýnni þörf svo langt sem þeir hafa náö. Oftar en ekki höfum viö samt farið af stað meö sýn- ingu án þess að vita nokkuð hvort við bærum eitthvað úr býtum eöa hvort yfirleitt væru til nægir peningar til að fjár- magna fyrirtækið. Ég hef heldur aldrei ætlað mér aö lifa á EGG-leikhúsinu. Það sem mér hefur þótt erfiðast er aö geta sjaldnast umbunað þeim nægilega vel sem unnið hafa meö mér en þeir hafa jafnan lagt á sig ómælda vinnu. Þess vegna hef ég alltaf staöiö í mikilli þakkarskuld við sam- starfsfólk mitt og þaö er svolít- iö erfið tilfinning. Eitt áriö var ég meö sýn- ingu sem hét Ella og gerðist í hænsnahúsi, eftir Þjóöverjann Herbert Achterbusch. Á móti mér lék Kristín Anna Þórarins- dóttir og var þetta hennar síö- asta hlutverk. Hún lék Ellu sem haföi verið troðin niöur í svaöiö allt sitt líf - en sagöi ekki orö í allri sýningunni, hún sat bara þögul á sviðinu. Ellu haföi veriö komiö fyrir þarna í hænsnastíunni þar sem hún bjó og með henni er sonur hennar, Jósep, sem talar all- an tímann. Hann er aö leika móður sína, fer í gegnum líf hennar og talar í fyrstu per- sónu eins og hann væri hún og smátt og smátt breytist hann í hana og tortímir sér svo að lokum. Ég fékk til liðs viö mig mjög góðan leikstjóra frá Irlandi, Michael Scott. Ég hafði engin tök á því að greiða honum laun fyrir vinnu hans og mátti þakka fyrir aö geta borgaö fyr- ir hann flugfarið og gefið hon- um að borða meðan hann dvaldi hér. Hann bar ekkert annaö úr býtum en ánægjuna og þaö var stórkostlegt aö vinna meö honum. Hann var dagskrárstjóri leiklistarhátíðar- innar í Dublin árið 1986 og hafði þá samband við mig og sagöi aö ég skyldi koma þangað meö leikritiö mitt fyrir einn áhorfanda og annaö verk líka, Skjaldbakan kemst þang- aö líka, sem byggöist á einum leikara og rödd í útvarpstæki. Ég gat ekki annaö en þegið þetta góða boð og þá spuröi hann hversu margar sýningar 22 VIKAN 3 TBL. 1093
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.