Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 53

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 53
í „skipbrotinu“ kvöldið áður hafði maturinn okkar blotnað og því vorum við orðin matar- Iftil. Við vissum að lítinn mat yrði að fá á leiðinni og urðum að gera okkur ánægð með þrjár skeiðar af hrísgrjónum og fimm skeiðar af kjötsósu það kvöldið. Svo reyndu allir að hreiðra vel um sig í bátun- um fyrir nóttina, með misjöfn- um árangri þó. Sumir reyndu að koma sér fyrir sitjandi með hnén upp að höku, aðrir teygðu úr sér í miðbátnum með heldur hrjúft undirlag því þar var allur farangurinn og enn aðrir lágu á bríkinni milli bátanna. Lítið var sofið þessa nótt eins og við mátti búast og um morguninn voru allir hálf- skakkir og skældir. Á hádegi þennan næsta dag komum við að enn einu þorpinu. Þar var stoppað og reynt að kaupa einhvern mat. Við höfðum einnig heyrf að þar væri lind svo við endurnýj- uðum vatnsbirgðirnar okkar sem voru farnar að minnka verulega. Þegar við komum aftur að bátunum tók Rodger á móti okkur með bros á vör og fræddi okkur á því að við værum komin hálfa leið. Það sló þögn á mannskapinn - hálfa leið? Já, sagði Rodger og var enn skælbrosandi. (Mér datt helst í hug að eyrun væru það eina sem væri því til fyrirstöðu að brosið næði allan hringinn.) Allir horfðu með uppgjöf á þetta andlit sem virtist skapað til þess eins að brosa. En - Rodger, sögðu menn með uppgjafartón, nú höfum við verið tvo og hálfan dag á leið- inni hingað og þú sagðir að það tæki „í allra mesta lagi“ þrjá daga að komast til Kisangani. Við eigum sem sagt að komast til Kisangani í kvöld eftir þínum útreikning- um. Enn var svarað játandi og í kjölfarið fylgdi hið fræga bros Rodgers sem var svo ánægð- ur með lífið og tilveruna. Hann virtist halda að þar sem hann var svona ánægður hlytum ◄ í Epulu hittum viö Pygmy- dvergana, sem búa í litlurn kofum inni i regn- skóginum. ▼Alls staóar voru forvitin andlit sem fylgdust meö við að vera það líka. Ekki var meira um þetta rætt í bili en ég vonaði heitt og innilega að Rodger, sem var kennari að atvinnu, kenndi ekki stærð- fræði. Á meðan við vorum að versla og sækja vatn höfðu nokkrir í hópnum tekið sig til og bundið saman nokkrar bambusgreinar sem hægt var að breiða dúk yfir til að hlífa okkur við mestu sólinni. Þess- ir fræknu uppfinningamenn fengu mikið hól fyrir uppátæk- ið því allir voru farnir að þrá skuggsælan stað til að sitja á. Um kvöldið kom Rodger og settist hjá okkur. Þá spurði ég hann hvernig stæði á því að við værum ekki enn komin til Kisangani. Enn var brosað og hann svaraði ofurlítið skömmustulegur að hann hefði ekki verið að hugsa þeg- ar hann reiknaði út ferðaáætl- unina. Ákveðið hafði verið að sigla aftur næstu nótt og enn reyndum við að koma okkur fyrir einhver staðar til að fá okkur örlítinn blund. Seint um nóttina skall á regnstormur og bátunum var beint að landi í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.