Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 55
an morgun svo að rotturnar
urðu að bíða betri tíma. Við
ákváðum að reyna að rétta
hjálparhönd við að losa bíl-
inn, í von um að við kæm-
umst kannski í burtu. Brátt
bættust fleiri í hópinn. Það
var eins og einhver hefði bara
þurft að taka af skarið því á
endanum var komið á fót
mennsku færiband sem flutti
steina í pyttinn meðan aðrir
kepptust við að ausa vatninu
burt. Að lokum losnaði vöru-
bíllinn og komst upp úr og við
flýttum okkur yfir. Á leiðinni
taldi ég tólf vörubíla sem biðu
þess að komast áfram. Við
vorum frelsinu fegin eftir að
hafa setið þarna í tuttugu og
tvo tíma.
Næsti áfangastaður var
skammt frá borginni Goma
sem er við landamæri Zaire
og Rúanda. Um þetta leyti
voru einhverjar óeirðir í Rú-
anda og við heyrðum jafnvel
óminn af sprengingunum.
í hlíðum eldfjallsins Mikeno
er górillufjölskylda sem við
höfðum ákveðið að heim-
sækja. Við fórum í sex manna
hópum upp í fjallið og höfðum
með okkur slóðreka og leið-
sögumann. Eftir sex tíma elt-
ingaleik um fjallið fundum við
loks fjölskylduna en þá fór að
rigna og við það drógu górill
urnar sig í skjól inn á milli
runnanna. Stuttu seinna rák-
umst við á þær af algjöri tilvilj-
un. Við eyddum stuttri stund
með þessum tignarlegu en ró-
lyndu skepnum. Þær voru svo
spakar að við hefðum nánast
getað setið í fanginu á þeim
og við skildum við þær með
söknuði en við vorum orðin
bæði þreytt og köld svo að við
urðum að snúa aftur til tjald-
stæðisins. □
HUGARORAR HALLGERÐAR
FITUN
Glætan. Ég skammast
mín ekkert eðlilega
fyrir þetta lið hérna í
Hrafnanesinu. Sénsinn. Ég
læt sko ekki hálfpartinn má
segja bögga mig til dauða
með öllu þessu holdanauta-
kjötsáti sem hefur verið hér í
gangi síðan hringt var úr skól-
anum og tilkynnt að ég hefði
lést um 20 grömm frá því í
fyrra. Gamla geitin er svo
rosalega móðursjúk að það
sést svo innilega að ég læt ör-
ugglega lífið fyrir helgina ef
hún heldur áfram að troða í
mig gamla bola frá Grenivík.
Ég ákvað því að flýja að heim-
an og dreif mig bara til afa á
Grandanum í gos og franskar.
Glætan. Pabbi, þessi of-
dekraði fíll, hótar að koma mér
fyrir hjá vandalausum ef ég
kem ekki strax heim. Hann
sagði að skólastjórinn hefði
spurt hvort ég hefði hreyft mig
svona rosalega mikið undan-
farnar vikur, því þessi breyting
á vigtinni væri ekkert eðlilega
grunsamleg. Glætan.
Þetta lið veit upp á sig
skömmina þvf ég hef mátt
þola það að búa um rúmið
mitt og pressa buxurnar mínar
og skyrtur þetta heilu og hálfu
vikurnar og auðvitað keyrist af
manni mörinn með það sama.
Það sjá allir. Rosalega er gott
að þurfa ekki að fara í skólann
á meðan verið er að fita mig.
Ég vissi að það ætti ekki að
láta mig hreyfa mig svona
mikið. Afi sá svo greinilega
strax hvað ég á bágt og keypti
náttúrlega bæði slatta af
kjúklingum og kokkteilsósu til
að prófa betri leið til að ég fyllti
betur út í skóna mína sem
hreinlega skröltu á mér.
Bræður mínir græða ekkert
smá á því að það skuli vera
meiningin að fita mig. Pælið í
því. Þeir eru með allan skól-
ann á beit í bola og það rýkur
ekkert lítið úr grillinu þessa
dagana. Mamma, þessi
blöðrutengda bolla, sá sér leik
á borði og það sást til hennar
þegar hún var að steikja ann-
an fótinn á bola og borða ein
um hánótt. Hún neitar samt.
Peran er ekkert smá lúmsk.
Sénsinn. Ég meina, það eru
tíu ár síðan hún gat notað
sokkabeltabandið sitt.
Við afi eigum svo vel sam-
an og okkur finnst franskar al-
veg meiri háttar góðar. Við
erum samt frekar hófsöm í
mataræði, borðum bara þetta
sex til sjö stóra skammta af
frönskum á milli mála. Ég fer
ekki að lækna þetta lið af sekt-
arkenndinni úr því að ég á
kost á þessu skólafríi á með-
an verið er að redda þessum
20 grömmum á boddíið á mér.
Við skulum bara átta okkur
á því að Jóa vinkona hefur
ekkert þurft að borða nema
prins og gos síðan reynt var
grimmdarlega að fita hana.
Hún fékk hálsbólgu daglega,
svo mikill var ágangurinn við
að troða í kokið á henni heilu
hestasteikunum. Ég sagði
henni bara að vefja Álafossull-
arteppi um miðjuna og fara í
skó af litla bróður sínum. Hún
getur núna verið í friði með
sína anarexíu. Mamma hennar
hélt að það yrði að dressa
hana upp á nýtt ef hún fitnaði
svona hratt á báðum ristum og
maga.
Jóa borðar núna bara þegar
henni sýnist og allir eru fegnir
að hún er að breytast úr sæmi-
lega stóru tröllabami í notalega
barbídúkku aftur. Vonandi verð
ég uppgötvuð snarlega. □
▲ Mynd úr
fjölskyldu-
albúminu
af mér og
silfurbaki
frænda.
Eins og
sést er
mikill
svipur með
okkur,
bæöi erum
viö í þaö
minnsta
feit og
pattaraleg.
▼ Það
getur veriö
þreytandi
aö vera
api.
við settum upp tjöldin. Síðan
fylgdumst við með vinnu-
brögðunum hjá þeim inn-
fæddu sem mændu hver á
annan og biðu þess að ein-
hver annar gerði eitthvað.
Með kvöldinu skall á mikil
rigning og við skriðum inn í
tjöldin okkar, fegin því að vera
ekki lengur á ánni. Morguninn
eftir vaknaði ég við lítinn sól-
argeisla sem læddist inn um
rifu á eldhústjaldinu og gægð-
ist á mig. Allir hentust út og
enn sat vörubíllinn fastur og
enn góndu þeir innfæddu hver
á annan.
Það var engu líkara en fólk
hefði sprottið upp úr jörðinni
með alls kyns vörur til að
selja, jafnvel sviðnar rottur,
vafalaust hið mesta Ijúfmeti
en ég var hálflystarlaus þenn-
3.TBL. 1993 VIKAN 55