Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 21

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 21
Viðar Eggertsson er í senn leikari, leikhús- stjóri, dagskrárgerðar- maður í útvarpi, leikstjóri og... Hann var í þeim hópi ungs fólks sem stofnaði eigin leik- listarskóla á sínum tíma, SÁL, sem síðar varð Leiklistarskóli íslands. Sjálfur segist hann hafa náð í skottið á '68-kyn- slóðinni og því vera orðinn ráðsettur. Hann virðist engu að síður vera sami strákurinn og forðum, sem útskrifaðist sem leikari og tók að feta ó- troðna stigu, fullur af hug- myndum og sjálfum sér trúr. Að undanförnu hefur Viðar verið að halda upp á tíu ára afmæli leikhússins síns, EGG-leikhússins, sem reynd- ar var stofnað í júlí 1981 og er því komið á tólfta árið. Þetta einstæða leikhús hefur lengst- um verið sniðið fyrir einn leik- ara í senn og oftast hefur Við- ar sjálfur farið með hin ýmsu hlutverk. Stundum hefur hann reyndar fengið aðra leikara til liðs við sig í fámennum kammerverkum eins og hann kallar þau - og einu sinni lét hann sér nægja að leika á móti rödd í útvarpstæki. Um þessar mundir er Viðar að sýna einleikinn Drög að svínasteik á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins en ánægju- legt samstarf hefur náðst með þessum tveimur leikhúsum, Davíð og Golíat. Leikhússtjór- inn leikur alisvín sem bíður slátrunar. Svínið fjallar um líf sitt og drauma, skyldur sínar, frelsi og ófrelsi. Tíðindamaður Vikunnar knúði dyra á Smíðaverkstæð- inu eftir eina sýninguna í til- efni þessara tímamóta hjá EGG-leikhúsinu. Viðar kastaði af sér hamnum og steig niður VIÐAR EGGERTSSON HELDUR UPP Á 10 ÁRA AFMÆLI EGG-LEIKHÚSSINS af sviðinu, þess albúinn að svara nokkrum spurningum. Hann var fyrst spurður að því hvers vegna hann hefði stofn- að leikhúsið á sínum tíma og kosið þá leið að leika jafnan einn. STAÐA LEIKARANS „Þegar maður er nýútskrifaður úr leiklistarskóla veltir maður því fyrir sér hvers konar lista- maður leikari er í samanburði við aðra. Þegar ég útskrifaðist 1976 voru margir kunningjar mínir að útskrifast frá Mynd- listar- og handíðaskólanum. Þeir voru í svokallaðri Nýlista- deild, fengust meðal annars við hvers konar gjörninga og voru að reyna nýjar leiðir í list- sköpun sinni. Á þessum tíma var Nýlistasafnið stofnað. Við vorum að velta fyrir okkur forminu á listinni - innihaldinu og framsetningunni. Ég gerði mér Ijóst að staða leikara er allt önnur en annarra lista- manna. Leikarar eru þeir einu sem ekki velja sér verkefni sjálfir og þurfa að bíða eftir til- skipunum að ofan. Frum- kvæðið kemur ekki frá þeim. Málari tekur sig til upp á eigin spýtur og málar sína mynd, hvatinn kemur frá honum sjálfum. Þessar vangaveltur mínar urðu til þess eitt sumarið, þegar haldin var gjörningavika í Nýlistasafninu þar sem hver og einn fékk úthlutað einum sólarhring fyrir gjörning sinn, að ég ákvað að framkvæma leikhúsgjörning. Ég lagði á- herslu á samband leikarans og áhorfandans og afstöðu leikarans til þess að fara f leikhús og leika fyrir áhorfand- ann og öfugt. Hvernig sem þér líður hættir þú ekki heldur lýkur þessari athöfn eftir fyrir- fram ákveðnum reglum. Upp úr þessum vangaveltum varð til fyrsta sýning EGG-leik- hússins „Ekki ég ... heldur...“, leikrit fyrir einn áhorfanda í einu, sem frumsýnt var þarna í Nýlistasafninu 21. júlí 1981. Ég ætlaði að sýna verkið, sem tók tuttugu mínútur í flutningi, í einn sólarhring og ein sýning tæki við af annarri. Mér tókst aftur á móti ekki að halda lengur út en í átta og hálfa klukkustund. Sýningarn- ar urðu þrjátíu og tvær og á- horfendur þrjátíu og einn af því að ég prófaði einu sinni að leika fyrir engan áhorfanda en þá var klukkan farin að ganga fjögur um morguninn. Stuttu síðar gafst ég upp. Mér fannst þetta opna fyrir mig ákveðna möguleika og ef til vill gæti leikarinn haft ein- hver áhrif. Mér varð Ijóst að hægt væri að gera ýmislegt fleira í leikhúsi heldur en það sem örfáir leikhússtjórar á- kvæðu. Kannski var ég farinn að efast um heilindi mín gagnvart næsta hlutverki sem mér yrði rétt án þess að vita hvaðan á mig stæði veðrið. Það komst skriður á EGG- leikhúsið mitt þegar mér var boðið með þetta verk mitt á leiklistarhátíðina í Edinborg 1983 og þar sýndi ég það hundrað og tuttugu sinnum. Það má segja að ég hafi feng- ið byr undir báða vængi og kjark til að halda áfram á þessari braut." LISTAMADURINN HAFI FRUMKVÆÐIÐ „Hugmynd mín er sú að lista- maðurinn hafi frumkvæði að því sem hann tekur sér fyrir hendur og etji heldur ekki öðr- 3.TBL. 1993 VIKAN 21 TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON / UÓSM.: BINNIOG EIRÍKUR GUÐJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.