Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 34

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 34
þessa skoðun sjálf en komið jafnframt fram sem einhvers konar talsmaður andstöðunnar. Það var bara ekki nokkur lifandi leið.“ - Er Kvennalistinn klofinn vegna EES-máls- ins? „Nei, hann er ekki klofinn. - Heitt í kolunum? „Það risu náttúrlega mjög hátt öldurnar þegar umræðan var sem mest og miklar til- finningar voru í spilinu. En þær öldur hafa mjög hnigið síðan og mér finnst umræðan ekki vera eins tilfinningaþrungin og hún var.“ - Hvernig meturðu afstöðuna með og á móti EES innan Kvennalistans? „Það eru áreiðanlega fleiri konur andvígar EES í Kvennalistanum en samþykkar og ég get mjög vel skilið það. Ef maður tæki bara til- finningalega afstöðu í þessu máli lægi miklu nær manni að vera andstæðingur þess vegna þess að þetta stendur vissulega fyrir margt sem er okkur mjög á móti skapi, miðstýringu, reglugerðaveldi og ýmislegt slíkt. Skoðun mín á því hefur ekkert breyst. Eg fór hins vegar að velta því fyrir mér hversu mikið þetta yrði um- flúiö, þótt við stæðum utan EES. Mér finnst fólk tína svo margt neikvætt til við þetta fyrir- bæri, sem eru kannski fremur almenn þróun- areinkenni á vestrænu samfélagi í dag. Þessi einkenni verða ekkert frekar umflúin þó að maöur snúi blinda auganu að EES.“ HEFÐI VIUAÐ BREYTINGU Á STJÓRNARSKRÁNNI - Þú ert ekkert hrædd við að þetta sé hugsan- lega stjórnarskrárbrot? „Jú, mér finnst vera ákveðinn vafi á því að samningurinn standist stjórnarskrána og hvort stjórnarskrá okkar heimili yfirleitt að framselja eitthvert vald. Þess vegna hefði ég viljað sjá breytingu á stjórnarskránni og mér finnst aö það þurfi að gera slíka breytingu vegna þess að ég er alveg sannfærð um það að á kom- andi árum verða þjóðir heims að setja valdi sínu ákveöin mörk. Við þurfum einfaldlega á því að halda á ýmsum sviðum. Við getum nefnt sem dæmi friðarmál, umhverfismál, mannréttindamál og fleira slíkt. Við þurfum á því að halda að hægt sé að setja fullveldi þjóða ákveðnar skorður. Þá á ég ekki viö að neitt sé tekið af þeim en þær leggi af fúsum og frjálsum vilja af mörkum til sameiginlegs stjórnkerfis. Ég er viss um að þetta er að færast í auk- ana þannig að ég held að við þurfum að fá inn í stjórnarskrána einhver ákvæði sem heimila þetta. Það þarf þá að gerast með auknum meirihluta, það er ekki nóg að fyrir slíku sé naumur meirihluti á Alþingi heldur þyrfti kannski tvo þriðju eða þrjá fjórðu hluta at- kvæða og þá jafnframt ákvæði um þjóðarat- kvæðagreiðslu i slíkum tilvikum, þannig að þjóðinni sé ekki þrengt inn í þetta heldur ger- ist þetta með hennar samþykki. Auðvitaö hefði verið mjög einfalt - og auð- velt fyrir mig - að fela mig bak við stjórnar- skrármálið og segja: „Við erum að ræða hér hugsanlega brot á stjórnarskránni og þess vegna greiði ég atkvæði gegn samningnum." Þá hefði maður losnað við að taka efnislega afstöðu til hans að öðru leyti. Mér fannst ég ekki geta gert það.“ - Hefði ekki verið heiðarlegra aö greiöa þá atkvæði meö samningnum? „Nei, vegna þess aö ég tel að við hefðum getað tekið af allan vafa um stjórnarskrárbrot ef pólitískur vilji hefði verið fyrir því á þinginu. Og ég hef, ásamt fleirum úr stjórnarandstöð- unni, staðið að slíkum tillöguflutningi um breytingar á stjórnarskránni. Þær tillögur hafa verið felldar á þinginu. Þá finnst mér að stjórnarflokkarnir verði að bera pólitíska á- byrgð á þessu máli, þeir flokkar sem sjá enga efnisgalla eða formgalla á því.“ KEMST EKKI FRÁ VAFANUM „Við sem sitjum hjá leggjum málið í dóm þeirra sem hafa klára afstöðu með eða á móti. Og eitt verður að vera Ijóst, að þó að ég hafi tekiö þessa efnislegu afstöðu er ég eftir Við viljum gefa Kugtakinu „ábyrgð" nýja merkingu. Sprengikrafturinn, sem Kvennalistinn hafði í upp- hafi, gaf konum jákvæða sjálfsímynd. EES stendur vissulega fyrir margt sem er okkur á máti skapi. Við þurfum á því að halda að hægt sé að setja full- veldi þjóða ákveðnar skorður. Ég hef ekki sannfæringu um að EES sé eitthvað ó- skaplega gott eða slæmt. Okkur í Kvennalistanum lendir harkalega saman og það getur endað með gráti og gnístran tanna. sem áður í vafa um þessa afstöðu mína. Ég kemst ekkert frá vafanum. Það verður bara að vera mitt hlutskipti í þessu máli. Ég hef ekki sannfæringu um að þetta sé eitthvað óskap- lega gott eða slæmt, þannig að ég sit bara uppi með þetta. - Hvernig líður þér að vera í minnihluta I Kvennalistanum? „Mér líður svo sem ekkert illa með það. Ég hef oft lent í minnihluta áður svo það er ekki neitt nýtt fyrir mig. Það er engin persónuleg ó- vild í þessu máli okkar á milli, þótt miklar til- finningar séu í spilinu. Ég held að þetta sé kannski erfiðara í karlaflokkunum. Okkur í Kvennalistanum lendir harkalega saman og það getur endað með gráti og gnístran tanna en svo er það búið. Karlarnir fá ekki svona út- rás fyrir þetta." Og nú hlær þingkonan dátt. - Við vendum kvæði okkar í kross. í banka- ráðum beggja ríkisbankanna, Landsbankans og Búnaðarbankans, er ríkisstjórnin í minni- hluta, vegna þess að kjörtímabil bankaráðs- manna miöast ekki við þingkosningar. Það vakti athygli þegar í Ijós kom að fulltrúi Kvennalistans í bankaráði Landsbankans stóð að ákvörðun um vaxtahækkun með tveimur fulltrúum stjórnarflokkanna, gegn at- kvæðum tveggja fulltrúa stjórnarandstöðunn- ar. Erþessi vaxtahækkun i samræmi við hag- fræði hinnar hagsýnu húsmóður? „Já, það má eiginlega segja það. En að standa að vaxtahækkun í bönkunum núna er auðvitað mjög erfitt pólitískt séð fyrir okkur. Og það er pólitískt erfitt að fulltrúi okkar skuli hafa gert það. En ef grannt er skoðað finnst manni að Kristín Sigurðardóttir, bankaráðs- maður Kvennalistans, hafi ekki átt annarra kosta völ. Bankarnir móta ekki vaxtastefnuna í landinu heldur ríkisvaldið, meðal annars með útgáfu sinni á ríkisverðbréfum, ríkisvíxl- um og spariskírteinum. Stór banki eins og Landsbankinn, sem er með nær allan sjávar- útveginn á sínum herðum, veröur að vera samkeppnisfær við aðra. Hann getur þvi ekki haldið vöxtunum lægri heldur en ríkisvaldið eða aörir bankar.“ - Landsbankinn hefur þó haft vissa forystu sem stærsti bankinn... ? „Hann hefur ekki haft það í þessum málum. íslandsbanki hefur til dæmis verið með hærri vexti en Landsbankinn og auk þess hefur ís- landsbanki haft meiri vaxtamun, sem þýðir að hann hefur tekið sér meiri tekjur en Lands- bankinn. Við vitum að Landsbankinn tapaði verulegu fé á síðasta ári og staða hans er ekki sérlega góð. Spurningin er hvort við viljum hætta á að lenda í svipuðu fari og bankar hafa lent í í Noregi og Finnlandi, þar sem þurft hef- ur að dæla miklu fé frá skattgreiðendum inn i bankakerfið til að halda bönkunum á floti.“ HVAÐ ERU ÞESSIR MENN AÐ HUGSA? - Er eðlilegt að fulltrúi Kvennalistans myndi þarna I raun meirihiuta með tveimur fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna ? „Þaö er auðvitað pólitískt erfitt en við getum ekki ýtt málefnalegri afstööu til hliöar vegna andstöðu við ríkisstjórnina. En þá hlýtur maður aö spyrja sig hvað fulltrúar stjórnarandstöð- unnar voru að hugsa í bankaráði Landsbank- ans sem þeir hugsuðu ekki í bankaráði Bún- aðarbankans. Þar stóðu þessir sömu aðilar að vaxtahækkun. Formaður bankaráðs Búnaðar- bankans er Guðni Ágústsson framsóknarmað- ur. Hann leggur til vaxtahækkun þar en Stein- grímur Hermannsson, fulltrúi Framsóknar- flokksins í bankaráði Landsbankans, leggur til vaxtalækkun. Hvað eru þessir menn þá að hugsa? Er þetta allt í lagi í öðrum bankanum en ekki í hinum? Við erum auðvitað þeirrar skoðunar að vextir þurfi að lækka en þar verð- ur ríkisstjórnin að ganga á undan og lækka vexti á þeim verðbréfum sem hún gefur út.“ - Var þessi vaxtaákvörðun og aðrar ákvarð- anir íbankamálum ræddar íKvennalistanum? „Já, þær eru ræddar í þingflokknum en ekki alltaf fyrirfram, stundum eftir á.“ - Er hægt að skilja á milli faglegs og póli- tísks mats í svona máli? „Kristín Sigurðardóttir er auðvitað pólitískt kjörinn fulltrúi í bankaráðinu. Sú spurning vaknar fyrst hvort eigi að kjósa pólitíska full- trúa í bankaráð, ef þeir eru þar bara til að taka faglega afstöðu. Væntanlega eru þeir líka þar til að fylgja eftir pólitískum hugmyndum og gæta þess að hagsmunir ákveðinna hópa séu ekki fyrir borð bornir. Það verður ekki skilið þarna algjörlega á milli enda er þessi ákvörð- un pólitísk þó að hún sé líka fagleg. Það er pólitík að stefna rekstri banka í hættu og taka þá áhættu að ríkisvaldið leggi fé til bankans 34 VIKAN 3. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.