Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 38

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 38
TEXTIOG MYNDIR: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON k I LISTAR Máni Svavarsson (Gests) semur danstónlist heima í stofu. Hann er heilinn á hak við Pís of keik og það er nýr diskur í hurðarliðnum. Tónlist Mdna vakti mikla athygli í dansatriði Magnúsar Scheving sem varð Norðurlanda- meistari í þolfimi í hyrjun janúar. Þetta og margt fleira í eftirfarandi viðtali. Máni var einn heima þegar blaðamann bar að garði. Leiðin lá niður í kjallara, í snotra íbúð þar sem hann og sambýlis- kona hans, Þuríður Jónsdóttir búa. Við Máni komum okkur þægilega fyrir og fyrr en varði var hann byrjaður að spila á tólin og tækin í stofunni en svo fór upptökutækið mitt í „vinn- una“. „Ég er fæddur 15. júní 1967 og er víst algjör tvíburi þótt ég sé ekki tvíburi, þú skil- ur,“ segir Máni og hlær.„- Mamma og pabbi eru Svavar Gests og Ellý Vilhjálms, við erum tveir albræður, ég og Nökkvi, og við eigum nokkur hálfsystkini.“ Strax úr þessu í tónlistina. Fórstu að læra eitthvað í tón- list sem krakki? SENDUR I FÓTBOLTA 06 DANS „Nei, en ég komst yfir mjög lít- ið og mjög frumstætt raf- magnsorgel þegar ég var sex ára og fór þá strax að fikta en var aldrei sendur í að læra. Því kann ég ekki nótur. Ég hef verið að pæla í því að skella mér út í að læra slíkt en ekk- ert orðið úr. Hins vegar var ég sendur í fótbolta, dans og svoleiðis. Ætli foreldrar mínir hafi ekki haldið að þetta yrði hjá mér eins og var hjá þeim í gamla daga, allt var fram- kvæmt með töluvert mikilli fyr- irhöfn." Hann segir mér frá því þeg- ar hann fékk forláta Yamaha orgel í fermingargjöf, að sjálf- sögðu hið flottasta stykki. Og Máni var sendur í orgelskóla Yamaha. „Á fyrsta námskeið- inu var verið að kenna svona grunnlög sem ég kunni alveg á nótnaborðinu en kunni eðli- lega ekki að lesa þau af nót- um þannig að kennarinn á- kvað að færa mig nokkrum námskeiðum framar. Þar voru hins vegar komin flókin klass- ísk verk sem ég kunni engin skil á þannig að ég lenti svona á milli póla ef má orða það svo.“ PÖNK Máni hlustaði mikið á sveitir eins og Utangarðsmenn og Þey upp úr 1980 en það var einmitt faðir hans sem gaf út fyrstu plötu Þeysara, Þagað í hel. Þar á undan hlustaði hann mikið á diskótónlistina og segir að þaðan hafi hann fengið þann grunn sem hann byggi á núna. „Við vorum ekki lengi að stofna hljómsveit sem hét Klerkarnir þegar pönkið var í startholunum og síðan var önnur sem ég man eftir og hét Omen. Þetta voru svona dæmigerðar bílskúrs- sveitir." Fyrsta sveitin sem Máni var í og vakti einhverja athygli var „Mér líkar mjög vel í Pis of keik enda hef- ur þaö dæmi heppnast mjög vel. Viö tökum okkur mátulega alvar- lega,“ seg- ir Máni Svavars- son. Nýr diskur, fyrsti eig- inlegi diskurinn frá Pis of keik, er væntan- legur á þessu ári. Danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis, DRON. „Það var mjög skemmtileg hljóm- sveit. Hún spilaði eiginlega barnalegt rokk, einfalt og gríp- andi. DRON var alvöru bíl- skúrsband, það var meira að segja bíll inni í bílskúrnum þar sem við æfðum en við höfðum aðeins fjórðunginn af skúrn- um! Og þessi hljómsveit vann fyrstu Músíktilraunirnar, sem er merkilegt út af fyrir sig.“ KEYPTI DRASLIÐ OG SELDI DRASLIÐ „Það blundaði alltaf í mér að gera eitthvað annað en þetta og svo fór að ég seldi raf- magnspíanóið og orgelið og keypti mér „synthesizer" (hljóðgervil). í Verzló kynntist ég krökkum sem voru á svip- aðri línu og til varð Cosa Nostra. Þetta voru Pétur Hall- grímsson (seinna í E-X frá Hafnarfirði), Ólöf Sigurðar- 38VIKAN 3.TBL.1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.