Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 27

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 27
DILLPASTA Góöan daginn! öskraöi ég hressilega á manninn. Ég er komin til aö tína dill, hvaö eruð þér að tína? Því ég vildi síst veröa til þess aö fjölskyld- an yrði súpu- eða grænmetis- laus þann daginn. Maðurinn kyngdi þrisvar og stundi svo upp: Ég er að skera villt salat. Einmitt þaö, já, sagöi ég og sló mér á læri (mér finnst eitt- hvað svo búkonulegt viö það). Ég hitti oft konu hér sem gerir þaö líka. Hún segist aftur á móti taka brenninetlur niðri viö kirkju. í súpu, skilst mér, er þaö rétt? Mjum, sagði maöurinn og horföi í gaupnir sér, sem er dáldið erfitt standandi. Á með- an vó hann og mat hvort hann ætti aö þykjast áfram eöa halda bara áfram uppsker- unni. Til aö fá stuttan gálga- frest spuröi hann: Hvaö sögð- ust þér vera aö tína? Dill, sagði ég eins og orða- bókin sagöi þaö. Svo bætti ég því viö á latínu. Síöan sagöi ég það á mörgum öörum tungum. Maðurinn horföi bara á mig. Ég kannast ekki við þaö, sagöi hann svo og hélt aö ég væri aö Ijúga. Þetta hér, sagði ég, beygði mig og svipti upp dillplöntu. ÞETTA!!! sagöi maðurinn. Þetta er finochiello! Er það kallaö þaö, andvarp- aöi ég. Ekki furöa að enginn kannaðist við þaö þegar ég var að leita að því. Hingað komiö sögu var manninum Ijóst aö hér var á ferðinni ekki aöeins viðlíka eymingi og hann sjálfur heldur meiri. Vissi ekki hvaö dill hét! Fór nú vel á meö okkur, ég sagði honum aö Rómverjar heföu veriö á kafi í dillneyslu, sem heföi svo horfið gjörsam- lega úr ítalskri matargerð en væri mikið, já, mjög mikiö not- aö I Svíþjóö. Hann sagöi mér aö Rómverjar hinir yngri þekktu ekki dilliö en þaö væri notað á Suöur-Ítalíu. Og svo skiptumst við á uppskriftum. Maður tekur, sagöi hann og veifaði hendinni yfir nytja- akrinum okkar, vænt búnt af dilli sem maður fer meö heim til sín og skolar af því smádýr- in og hundasprænurnar. Þá saxar maöur dilliö þokkalega. Síðan hitar maöur græna ó- lífuolíu á pönnu og er ekki spar á hana, setur saxaöa dillið út ( og tvo til þrjá Maóur tekur þennan lífsþreytta kjúkling og þræöir heilu plönturnar af dilli undir húö- ina á honum. spænska pipra sem maöur mylur. Þetta lætur maöur krauma í nokkur augnablik á tiltölulega lágum hita og hellir síöan yfir pastadiskinn sinn. Klípa af salti skyldi vera þarna líka. Rétturinn hefur eftirfarandi kosti: Hollur, bragögóöur, auöveldur í framleiðslu. Hann er líka ódýr ef maður er með dillið undir húsveggnum, því þótt dill vaxi ekki villt hér eftir því sem ég best veit þá vex þaö ágætlega ræktaö. Dill- pastað er þó dálítið sérstætt og hentar kannski ekki sem aöalréttur en er þægilegur og ööruvísi forréttur. í því tilviki skyldi þaö notast á undan bragömiklum aöalrétti því þaö er sjálft afar afar bragðmikið. Uppskriftin er einkennandi fyrir suðurftalska matargerö. Eg nefni það aftur aö fólk þar um slóðir deyr ekki úr ofeldis- sjúkdómum og þaö er meö lægstu tíðni magakrabba- meins í heimi, þökk sé spænska piparnum. Varnagli skal rekinn: Þaö eru ekki allir jafnhændir aö spænskum pip- ar og suðurbúar Ítalíu. Það stendur hvergi í löggjöfinni að ekki megi minnka magnið af spænskum pipar í uppskrift- um og svona aðlaga þaö per- sónulegum smekk. DILLKJÚKLINGUR Dillerindi mitt í óræktina aö þessu sinni var á vegum kjúklings sem haföi komist undir manna hendur daginn áður. í norðurhluta Evrópu þykir dill helst henta með fiski en ég læröi af Svíum aö dill, þaö má nota alls staöar í allt. Svo ákvaö ég aö prófa til- boðskjúkling meö dilli. Maöur tekur þennan ó- gæfusama kjúkling - ég á viö, hvaða líf er þetta, fæöast í út- ungunarvél, alast upp í vír- búri, munaöarlaus, hann var örugglega saddur lífdaga þeg- ar maöurinn með Ijáinn skálmaöi í gegnum kjúklinga- búiö - maöur tekur þennan lífsþreytta kjúkling og þræöir heilu plönturnar af dilli undir húðina á honum. Þaö er 3. TBL. 1993 VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.