Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 45

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 45
Allt þetta getur haft áhrif á upplifun konu af sjálfri sér sem kynveru, einkum ef hún er ekki nógu örugg meö sjálfa sig sem kynveru almennt. Slíkt óöryggi getur leitt til þess aö hún sér ekki aö þaö er mannsins að dæma um þaö hvort hann hefur kynlífslöng- un til konunnar. Hún á ekki aö dæma um þaö sjálf. Á vissan hátt má því segja að hún velji fyrir hann, hugsi sem svo: „Mér finnst ég óaðlaðandi kynferðislega svo þér hlýtur að þykja það líka. Best er því aö verja þig gegn þessu og halda mig í hæfilegri fjarlægð þar til þetta er yfirstaðiö." Þetta er auðvitað alröng af- staða og bendir til þess að konan lifi ekki kynlífi fyrir sjálfa sig heldur vegna mannsins eða vegna þess að í hjónabandi á maður að lifa kynlífi. Þá er mjög algengt að kon- ur upplifi meðgöngutímabilið sem þrískipt með tilliti til kyn- lífslöngunar. Það skiptist þá þannig að í fyrstu eru þrír mánuðir þar sem kynlífslöng- un dettur niður, síðan koma þrír mánuðir þar sem kyn- lífslöngun er jafnvel meiri en hún á að venjast hjá sjálfri sér og að lokum þrír mánuðir þar sem kynlífslöngun dettur aftur niður eða hverfur alveg. Það fer þó eftir því hve konan er meðvituð um tilfinningar sínar hvort hún viðurkennir þessar breytingar á löngun sinni til kynlífs eða hirðir um þær. Eftir fæðingu eru flestar konur afhuga kynlífi í nokkurn tíma og það er alltaf undir þeim sjálfum komið hvenær þær vekja þá löngun aftur. Oft þarf svolítið átak til þess. KYNLÍF ER VANABUNDIÐ Á vissan hátt má segja að kynlíf komist í vana og skortur á kynlífi komist einnig í vana. Sé kynlíf mikið stundað er auðvelt og sjálfsagt að við- halda því en sé það lítið sem ekkert stundað er einnig auð- velt að viðhalda því. Það má segja að náttúran hafi séð fyr- ir því að minnka löngun til kynlífs við þær aðstæður að við getum ekki stundað það. Nunnur og munkar geta þannig lifað lífinu án þess að kynlífslöngun sé að trufla þau. Þannig sýnir það sig að ef kynlíf fellur af einhverjum á- stæðum niður hjá hjónum í lengri tíma kostar það ákveðið átak að ná því upp aftur. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir par, sem þarf af einhverjum á- stæðum að leggja kynlíf á hill- una í einhvern tíma, að geta rætt um kynlífið og í samein- ingu takast á við að laga það eða koma því í fyrra horf aft- ur. RÁÐ TIL ÞÍN Ég legg til að þú ræðir þetta við manninn þinn og að þið reynið í sameiningu að takast á við þetta. Mundu að það ert þú sjálf sem átt að sjá til þess að þér líði vel í kynlífi. Til þess þarft þú að geta látið hann vita af því sem þér þykir gott og hvað það er sem þú vilt í það og það skiptið og hvað ekki. Reynið að láta kynlífið ekki detta niður í of langan tíma og munið að til er kynlíf án samfara. Stundum getur verið gott að gefa samförum frí í ákveðinn tíma en halda samt í kynlífið þannig að það detti ekki alveg niður, þó sam- farir séu ekki stundaðar af einhverjum ástæðum. Þá get- ur verið auðveldara að ná því í fyrra horf aftur þegar tími er kominn á það. Mundu líka að það getur verið að þú þurfir að leggja eitthvað á þig til þess að takast á við kynlífið eftir hlé. í þessu sambandi gæti ég trúað að þú þurfir að takast á við þína eigin nautn af kynlífi, þannig að þú farir að sjá til þess að þú fáir kynferðislega fullnægingu og ef það tekst ekki að þú leitir þér aðstoðar við því eða öllu heldur þið í sameiningu. Þú verður nefni- lega að njóta kynlífs það vel að þú saknir þess til þess að kynlífslöngun sé til staðar. Ég vona að ykkur gangi vel með þetta en mundu að þið getið einnig leitað aðstoðar fagfólks. Kær kveðja, Sigtryggur / /Mo©- UaJmí R'jr- 'lAJAJ X'jKKo KaJ "Tj'Ó AJ i / > TiL. P6L1TÍ SKEL T/9</? E'öbfJ —> ± 4flAtró'< bnkA vl\ m /Vfwj?\ DKKu/i RiTA/^ Z > FRu/vi- EFWi ÍLC- Mesi' > \/ ,/ ^AJOÍ SKflTT > V , / DpEKKj UHFRfwyi Tl/iHij ■ > V í V UTA AJ UfPHAF- ÖATa/H V 3 BRunw- iAIN KV&iKut ty-ö I / V / BftT) s > V / L J y S- TORFA SKBLtfJ > Lausnarorð í síðasta blaði: SKAPAR 3.TBL. 1993 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.