Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 14

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 14
TEXTIOG UÓSM.: JÓHANN GUÐNIREYNISSON UNDIRBÚNINGUR FYRIR FEGURÐARSAMKEPPNI NORÐURLANDS lywear fashioní with tl eathableS v lininJ |L/hat the dosior orde Þátttakendur í feguröarsamkeppni Noröurlands. Aö ofan og frá vinstri taliö: Anna Soffía Vatnsdal, Andrea Ásgrímsdóttir, María Bragadóttir, Petra Halidórsdóttir, Kristín Steindórsdóttir, Margrét Sonja Viöarsdóttir, Karen Ingimundardóttir og Pálína Stefanía Siguröardóttir. Annars staöar á síöunni má sjá feguröardísirnar puöa og púla í undirbúningi sínum fyrir keppnina. NORÐLENSK Yikan kom við í Vaxtar- rækt Akureyrar á dög- unum en þá öttu feg- urðardísir þar kappi við þolfimiþrautir og líkamsrækt- artæki. Tilefnið er fegurðar- samkeppni Norðurlands 1993 sem fram fer í Sjallanum þann 12. febrúar. Af tíu keppendum voru átta stúlkur mættar þennan dag. Við skulum að- eins kynnast fljóðunum átta og skyggnast örlítið út fyrir samkeppnina, komast að því hvað þær hafast að í daglegu amstri. Auk þess fáum við að vita hvaða heilsurækt þær hafa stundað fram að því að þær ákváðu að vera með i keppninni. Jæja. Þarna voru mættar þær Anna Soffía Vatnsdal, tískuvöruverslunarmær sem fram að þessu hefur eitthvað stundað þolfimi. María Braga- dóttir, á félagsfræðibraut í Menntaskólanum, hún hefur verið mikið i dansi, þar á meðal samkvæmisdönsum, og stundað ræktina undan- farið. Kristín Steindórsdóttir, atvinnulaus meðan Vikan staldraði við og í fríi frá námi, hún hefur stundað fimleika, fótbolta og ballett. Margrét Sonja Viðarsdóttir stundar nám á hagfræðibraut Verk- menntaskólans á Akureyri (VMA), hún hefur nokkuð komið nærri skfðaiðkunum og þolfimi. Petra Halldórsdóttir er á náttúrufræðibraut VMA og hefur verið í dansi. Andrea Ásgrímsdóttir er á hagfræði- braut VMA og hefur lagt stund á handbolta, golf og þolfimi. Karen Ingimarsdóttir er á fé- lagsfræðibraut VMA, hún vinnur auk þess á sólbaðs- stofu og hefur verið í hand- bolta og þolfimi. Pálina Stef- anía Sigurðardóttir er á íþróttabraut VMA, stundar bandf af miklum móð og hefur auk þess verið í frjálsum íþróttum. Á æfinguna vantaði þær Elvu Eir sem stundar nám á félagsfræðibraut Menntaskól- ans og Þórunni sem er á nátt- úrufræðibraut VMA. Anna Soffía er eiginlega sú eina sem eitthvað hefur tekist á við frumraunir fyrirsætunnar með því að sækja námskeið hjá Módelmynd. Að öðru leyti eru stúlkurnar allar, að minnsta kosti þær sem mætt- ar voru, að stíga sín fyrstu skref til móts við eigin fegurð og verður ekki annað sagt en að byrjunin lofi góðu. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.