Vikan


Vikan - 09.02.1993, Side 14

Vikan - 09.02.1993, Side 14
TEXTIOG UÓSM.: JÓHANN GUÐNIREYNISSON UNDIRBÚNINGUR FYRIR FEGURÐARSAMKEPPNI NORÐURLANDS lywear fashioní with tl eathableS v lininJ |L/hat the dosior orde Þátttakendur í feguröarsamkeppni Noröurlands. Aö ofan og frá vinstri taliö: Anna Soffía Vatnsdal, Andrea Ásgrímsdóttir, María Bragadóttir, Petra Halidórsdóttir, Kristín Steindórsdóttir, Margrét Sonja Viöarsdóttir, Karen Ingimundardóttir og Pálína Stefanía Siguröardóttir. Annars staöar á síöunni má sjá feguröardísirnar puöa og púla í undirbúningi sínum fyrir keppnina. NORÐLENSK Yikan kom við í Vaxtar- rækt Akureyrar á dög- unum en þá öttu feg- urðardísir þar kappi við þolfimiþrautir og líkamsrækt- artæki. Tilefnið er fegurðar- samkeppni Norðurlands 1993 sem fram fer í Sjallanum þann 12. febrúar. Af tíu keppendum voru átta stúlkur mættar þennan dag. Við skulum að- eins kynnast fljóðunum átta og skyggnast örlítið út fyrir samkeppnina, komast að því hvað þær hafast að í daglegu amstri. Auk þess fáum við að vita hvaða heilsurækt þær hafa stundað fram að því að þær ákváðu að vera með i keppninni. Jæja. Þarna voru mættar þær Anna Soffía Vatnsdal, tískuvöruverslunarmær sem fram að þessu hefur eitthvað stundað þolfimi. María Braga- dóttir, á félagsfræðibraut í Menntaskólanum, hún hefur verið mikið i dansi, þar á meðal samkvæmisdönsum, og stundað ræktina undan- farið. Kristín Steindórsdóttir, atvinnulaus meðan Vikan staldraði við og í fríi frá námi, hún hefur stundað fimleika, fótbolta og ballett. Margrét Sonja Viðarsdóttir stundar nám á hagfræðibraut Verk- menntaskólans á Akureyri (VMA), hún hefur nokkuð komið nærri skfðaiðkunum og þolfimi. Petra Halldórsdóttir er á náttúrufræðibraut VMA og hefur verið í dansi. Andrea Ásgrímsdóttir er á hagfræði- braut VMA og hefur lagt stund á handbolta, golf og þolfimi. Karen Ingimarsdóttir er á fé- lagsfræðibraut VMA, hún vinnur auk þess á sólbaðs- stofu og hefur verið í hand- bolta og þolfimi. Pálina Stef- anía Sigurðardóttir er á íþróttabraut VMA, stundar bandf af miklum móð og hefur auk þess verið í frjálsum íþróttum. Á æfinguna vantaði þær Elvu Eir sem stundar nám á félagsfræðibraut Menntaskól- ans og Þórunni sem er á nátt- úrufræðibraut VMA. Anna Soffía er eiginlega sú eina sem eitthvað hefur tekist á við frumraunir fyrirsætunnar með því að sækja námskeið hjá Módelmynd. Að öðru leyti eru stúlkurnar allar, að minnsta kosti þær sem mætt- ar voru, að stíga sín fyrstu skref til móts við eigin fegurð og verður ekki annað sagt en að byrjunin lofi góðu. □

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.