Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 36

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 36
upp kemur hjá okkur, svipaöur og hjá unglingi sem er í uppreisn. Við hljótum aö draga dám af því aö hafa verið á pólitískum vettvangi í tíu ár, það fer ekki hjá því. Þaö er svolítið sér- kennilegt fyrir okkur - sem finnst viö vera svo nýjar í pólitík - aö uppgötva að þegar viö för- um í grunnskólana og tölum viö unglingana þá finnst þeim eins og Kvennalistinn hafi alltaf veriö till Hann er hluti af pólitískri mynd þeirra. Það er sérkennilegt aö upplifa það.“ - Nú hefur barátta stjórnar og stjórnarand- stöðu veriö óvenju hörð á Alþingi í vetur. Hvað finnst þér um ráðstafanir stjórnvalda í heilbrigðis- og tryggingamálum? „Viö Kvennalistakonur höfum gagnrýnt þær mjög harkalega vegna þess hvað þær koma illa viö barnafólk og gamalt fólk. Það sem fer ekki hvaö síst illa í mig í þessum málum eru þessar sífelldu breytingar. Þaö er ekki fyrr búið aö ákveða eitthvað og þaö rétt byrjað aö virka en menn ákveða eitthvað allt annað. Það er því aldrei hægt aö meta neitt sem gert er, aldrei hægt að meta hverju breytingarnar skila.“ ALLT UPP í LOFT Í HEILBRIGÐISKERFINU „Ráðherrarnir hafa talað mikið um mikilvægi þess að skapa kostnaðarvitund í heilbrigðis- kerfinu. Þeir tala líka um nauðsyn á stöðug- leika í þjóðfélaginu. En þessir menn eyði- leggja gjörsamlega alla kostnaðarvitund með sífelldum breytingum og hringlandahætti. Og þeir eyðileggja líka allan stöðugleika vegna þess að menn vita aldrei deginum lengur að hverju þeir ganga. Sem dæmi má nefna lyfja- reglugerðina sem búið er að breyta fimm sinnum á einu og hálfu ári. Ég held að fólk hugsi því miður orðið sem svo að það taki því ekki lengur að kynna sér breytingarnar. Menn hugsa meö sér að það taki því ekki að velta því fyrir sér hvernig þetta sé, það verði áreið- anlega orðið allt öðruvísi á morgun. Það er líka annað í sambandi við þessi mál að aldrei er haft samráð við einn né neinn. Þetta eru allt stjórnvaldsaögerðir að ofan og þær koma fólki alltaf meira og minna I opna skjöldu, hvort sem um er aö ræða fagfólk eöa almenning. Það er skrítið að vilja stjórna með þessum hætti. Það er alltaf allt upp í loft í heil- brigðiskerfinu, í stað þess að stjórnvöld hafi fagfólk og almenning meö sér.“ - Er ekki eitthvað jákvætt í þessum ráðstöf- unum, til dæmis hækkun meðlagsgreiðslna? „Við erum ekkert ósáttar við að meðlag sé hækkað. Við höfum lengi verið þeirrar skoð- unar að það yrði að gerast. Meðlag, eins og það var, dugði ekki einu sinni fyrir leikskóla- kostnaði hjá einstæðum mæðrum, sem telja má aigjört lágmark. Gallinn við þessa aðferð, sem nú er viðhöfð, er sá að þetta kemur börn- unum ekki til góða á nokkurn hátt. Þetta er ekki viðbót við það sem lagt er til framfærslu þeirra heldur bara tilfærsla á fé. Ríkið er nefnilega að sþara með þessum hætti og þetta virðist einvörðungu gert í því skyni. Ef þessir fjármunir sem sparast nú í mæðra- og feðralaunum hefðu til dæmis verið fluttir yfir á barnabótaaukann hefðu þeir nýst tekjulágum einstæðum mæðrum og fólki I sambúð. Þá hefði málið horft öðruvísi viö. En þetta er ekki gert heldur er bara verið að skera niður hjá ríkinu. Ríkisstjórnin siglir undir fölsku flaggi í þessu efni. Hún er ekki að hugsa um hagsmuni einstæöra mæðra eða barna sem eru á þeirra framfæri þó að ráða- menn gefi í skyn að það vaki fyrir þeim. Þeir gera út á ákveðna viðurkenningu á því í þjóð- félaginu að meðlag þurfi að hækka.“ MIKIL REIDI MEÐAL FÓLKS - Nú er atvinnuleysi sem aldrei fyrr og órói á vinnumarkaði. Heldur þú að stefni í verkföll og hörð átök í kjaramálum í vor? „Ég hef ekki trú á slíku nú á næstunni en það gæti orðið undir vorið. Mér finnst vera ó- skaplega mikil reiði meðal fólks vegna að- gerða ríkisstjórnarinnar. Og það er ekki eitt heldur hreinlega allt. Það hefur líka sitt að segja I þessu sambandi hvernig ráðherrarnir koma fram. Þeir eru orðnir svo hrokafullir í umgengni við fólk og fjölmiðla. Það skín ein- hvern veginn af því sem þeir segja og gera að þeir einir ráði og þeir ákveöi hvernig hlutirnir eigi að vera. Lyf jareglugerðinni er búið að breyta fimm sinnum á einu og hálfu ári. Aldrei er haft samráð við einn né neinn. Þetta eru allt stjórnvaldsaðgerðir að ofan. Við höfum lengi verið þeirrar skoðunar að með- lag verði að hækka. Óskaplega mikil reiði meðal fólks vegna að- gerða ríkisstjórnarinnar. Mér finnst merkilegt að niðurskurðinum í skóla- málum skuli ekki mótmælt af meiri krafti. Þeir ákveða í desember, rétt fyrir jól, að lækka persónuafsláttinn. Verkalýöshreyfing- unni var algjörlega ókunnugt um að slíkt væri í bigerð en hún hefur einmitt verið að berjast fyrir því aö hækka persónuafsláttinn. Umræð- an snerist öll um það fyrir síðustu kosningar. Svo lækka þeir persónuafsláttinn í hvelli nokkrum dögum fyrir jól, þegar engin von er til þess að hægt sé að ná upp einhverjum við- brögðum I samfélaginu. Svo koma þeir jafnvel og segja að allt sem þeir hafi gert sé gert í samráði við verkalýðshreyfinguna - henni hafi verið kynnt þetta allt! Þeir kynntu bara allt aðra hluti en það sem síðan var framkvæmt. Þaö er ekki samráð þótt einhver mál séu laus- lega reifuð. Það er reiði í fólki, bæði út af aðgerðum rík- isstjórnarinnar, sem koma mjög illa við lág- launafólk, og líka vegna þess hvernig gripið er til þessara aðgerða, hvernig þessir menn koma fram. Annars finnst mér merkilegt aö niðurskurðinum í skólamálum og menntakerf- inu skuli ekki vera mótmælt af meiri krafti en gert er. Það hlýtur að vera stórmál fyrir verka- lýðshreyfinguna að börn félagsmanna búi við jafnrétti og góðan aðbúnaö í skólunum. Ég sé til dæmis í greinaskrifum fulltrúa sænska al- þýðusambandsins að þeir leggja mikla á- herslu á það, á þessum samdráttartímum sem nú eru, að það eigi að fjárfesta í mennt- un og ekki bara í háskólamenntun heldur al- mennt í menntakerfinu.'1 - Ef við víkjum nú sögunni að þér persónu- lega, hefur þú einhvern tíma til að sinna á- hugamálum? „Ég hef mjög lítinn tíma fyrir áhugamál. Ég hef nú verið að kvarta undan því undanfarið að ég lesi ekkert nema skjöl og skýrslur og þetta eyðileggur að einhverju leyti lestrará- hugann. Maður les svo mikið af misjafnlega á- hugavekjandi efni að það verður hálfgert átak að taka sér bók í hönd - maður er orðinn svo þreyttur af að horfa á lesmál. Mér finnst þetta mjög bagalegt.11 TENGSLIN VID FÓLKIÐ ROFNA „Mér finnst það líka orka mjög tvímælis hve manni er haldið gifurlega uppteknum í þing- störfum og öllu því starfi sem þeim fylgir vegna þess að það veldur því að tengslin rofna við fólk úti í bæ. Ef maður gæti sinnt einhverju tómstundastarfi kæmist maður þannig í tengsl við fjölda manns. Ég var einmitt að hugsa um það í morgun að ég væri alveg til í að fara að syngja í kvennakór sem verið er að stofna. En hvernig á ég að finna tíma í það? Ég held að þetta sé svolítið hættulegt því að við einangr- umst með þessu móti. Það hefur líka sitt að segja að ég á tvo stráka, sjö og tíu ára, og þeir þurfa auðvitað sinn tíma. Sá tími sem ég eyði ekki hér á þinginu fer í að sinna fjölskyldunni þannig að lítill tími er afgangs fyrir mig eina.“ - Þurfa framákonur í stjórnmálum að eiga eiginmenn af einhverri sérstakri gerö - eða vera einhleypar? Ingibjörg Sólrún hlær en hugsar sig svo um nokkra stund. „Já, segir hún svo, það er nú kannski erfitt að alhæfa um þetta. Ég man eft- ir könnun sem gerð var meðal kvenna í sveit- arstjórnum. Þar kom fram að margar þeirra voru búnar að vera þar stutt og einnig að mjög margar ætluðu að hætta fyrr en síðar. Á- stæðan var yfirleitt sú að þetta væri of mikið álag vegna fjölskylduáþyrgðar. Þær sögðu að sveitarstjórnarstörfin bættust einfaldlega við önnur störf þeirra.11 ÖFLUGT STUÐNINGSKERFI „Starf þingmanns gerir svo miklar kröfur að fjölskylduábyrgð hlýtur að flytjast dálítið yfir á hinn aðilann. Eiginmenn stjórnmálakvenna verða sem sagt að vera tilbúnir að taka á sig meiri ábyrgð en ella. Ég verð að koma því að hér að fyrir utan að eiga sérlega vænan sam- býlismann hef ég mjög öflugt stuðningskerfi í fjölskyldunni og þá á ég ekki hvað síst við tengdaforeldra rnína." - Geta hjón bæði barist fremst á vettvangi í stjórnmálum eða öðrum opinberum störfum? Bitnarþað ekki á börnunum? „Jú, ég er alveg sannfærð um það. Það er að minnsta kosti mjög erfitt og hlýtur að skapa mjög mikla togstreitu, líka á milli hjónanna. Og það hlýtur að koma niður á börnunum. Maður sinnir ekki börnum eingöngu í hjáverk- um, það gengur ekki.“ - Þannig að Hjörleifur Sveinbjörnsson, sambýlismaður þinn, er ekki á leið inn á þing. „Nei, ég held að honum finnist Alþingi ekki fýsilegur vinnustaður!" □ 36 VIKAN 3.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.