Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 8

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 8
Langtímum saman hefur Eggert rölt í kring- um billjarðborð með kjuðann í annarri og sígarettuna í hinni. En ekki upp á síðkastið. „Nei, því er nú verr. Leiklistin slítur svo í sund- ur daginn fyrir manni. Ég hef bara ekki komist í billjarð í marga mánuði. Ætli mér sé ekki bara batnað? Ég gæti trúað því.“ Og þú varst að spila með mörgum vafasömum mannin- um? „Vafasömuml! Ekki aldeilis. Allir saman vænstu piltar sem bundu bagga sína ekki sömu hnútum og sumir samferðarmennirnir. Mennirnir voru í sjálfu sér ekki vafasamir heldur miklu frekar talið vafasamt að hanga á billanum. Menn gengust ekkert ógurlega mik- ið upp í því að vera alltaf að vinna. Þeir gerðu sér nefnilega grein fyrir því að lífið getur verið ansvíti skemmtilegt og sömuleiðis því að það er mikilvægt að halda í barnið f sér.“ Varstu sjálfur að reyna að halda í þetta barn? „Kannski. Ætli það sé ekki eitt merki þess að ég sé að breytast í kall að ég skrópaði ekki f þessu viðtali og fór beint á billann!" Á billaárunum var Eggert á kafi í tónlistarnám- inu og á framfæri konu sinnar sem fyrr segir. Hann er enn, og nú segjum við enn af því að fimmtíu prósent hjónabanda á Islandi enda með skilnaði, kvæntur sömu konunni, Hall- dóru Thoroddsen kennara. „Ég er rammgiftur alveg hreint. Og við eig- um tvo drengi. Bergsteinn heitir sá eldri og er að skríða út úr táningaskeiðinu og Sigurður sá yngri en hann er rétt að skriða inn í tán- ingaskeiðið," segir Eggert og þvertekur fyrir að hafa nokkuð reynt að hafa hönd í bagga með framtíðaráform sona sinna. Bergsteinn er menntaskólanemi og hefur enn sem komið er ekki sýnt neinar tilhneigingar í fjalafíkn ef svo má segja. „Nei, ég hef ekkert verið að ýta neitt undir það enda eiga menn ekki að vera í þessu nema þeir geti ekki gert neitt annað. Ég skipti mér ekki af því. En þeir eru báðir ( skólum, greyin.“ Þetta segir Eggert svolítið eins og honum sé sjálfum eitthvað í nöp við skóla- göngu en svo er alls ekki enda gekk hann sjálfur lengi til tónlistarnáms samkvæmur á- huga sínum. Fór síðan að leika og ekkert nema allt mjög gott um það að segja. Þú hefur sungið líka? „Er það...?“ Já, svolít- ið. „Já, já.“ Þú söngst í Síldin kemur, síldin fer lag sem öðlaðist vinsældir. „Ógeðslega ríkur." Já. „Já, það er skemmtilegt lag.“ Já. „Já, já, það er eftir hann Valgeir. Ég hef sungið nokk- ur lög eftir hann. Eða sungið og sungið... ha? Ég hef litla rödd en Ijóta," segir Eggert bros- andi en sumir myndu segja mikla rödd og skæra. „Ég er lagviss. Meira er eiginlega ekki um það að segja.“ Þú ert samt alltaf eitthvað að syngja. „Jú, það er alltaf einhver fagnaðar- söngur í manni!“ Vindum okkur úr þessu orða- gjálfri yfir í áþreifanlegri svör og framvindu viðtalsins. Ekki orð í viðbót um söng! Það má svo sem kalla þær hina heilögu þrenningu í íslensku gamantrúarlífi. Lífmynd- irnar öðluðust allar hinn veglegasta sess hjá íslenskum bíógestum enda líflegar með af- brigðum. Eggert átti ekki hvað minnstan þátt í að lita þær hinum skæru litum slorgalla sem og sauðalita lopapeysa og löggubúninga en vill hins vegar ekki draga sjálfan sig neitt fram fyrir Karl Ágúst og Þráin Bertelsson. „Við fengum að leika okkur svolítið með textann, aðallega þó í fyrri myndunum tveimur og þetta var skemmtilegt tímabil. Ég hef bara ekki séð þessar myndir síðan á frumsýningu og man ekki eftir neinum sérstökum tilvikum. Aftur á móti sá ég fimm mínútur af Dalalífi fyrir skömmu, með þýsku tali! Og það er mjög undarlegt að horfa á sjálfan sig og heyra ekki þessa litlu mjóu rödd heldur einhvern voða- lega mikinn bassa drynja út um allt. Þeir virtust ekki hafa valið sambæriiega rödd. Myndin var sýnd í norðurþýska sjónvarpinu og ef Þráinn les þetta þá rukkar hann mig um spóluna því ég held ég hafi fengið hana hjá honum! En meira hef ég ekki séð af þessum Lífmyndum og ég get ekki líkt þeim við neitt sérstaklega. Sódóma Reykjavík er líka mjög öflug mynd og ef ég ætti að líkja henni við eitthvað þá væri það Með allt á hreinu. Aðallega vegna þess hve það var gaman að vinna við hana, allir svo áhugasamir og mikið líf og fjör sem ég held að hafi skilað sér.“ Viltu tjá þig eitthvað um íslenska kvik- myndagerð? „Nei. Myndirnar segja það sem segja þarf um það. Eflaust eiga menn eftir að gera góðar myndir hérna og sjálfsagt eru hlut- fallslega margar sem teljast þokkalegar miðað við hve fáar myndir eru gerðar á íslandi." Yfir i leiklistina. Eftir að hafa slegið ærlega í gegn, aðallega í gamanhlutverkum, tekst Eggert nú á hendur alvarlegt hlutverk sem gestur leikhópsins Þí- bilju á fjölum Tjarnarbíós, ekki það fyrsta og örugglega ekki það síðasta. Þar leikur hann ungan mann á verulegri uppleið seint á síð- ustu öld. Stór snurða hleypur á þráð hjóna- bandsins og staðan sem upp kemur er ekki hefðbundin í þeirra tíma anda. Það eru róleg- heit hjá Eggert framan af, hann situr mikið til álengdar fyrir hlé. Aðrir leikarar í þessari sýningu eru Rósa Guðný Þórsdóttir sem fer með stærsta hlut- verkið, konu Þorvaldar sem Eggert leikur, Kjartan Bjargmundsson, Inga Hildur Haralds- dóttir, Ari Matthíasson og Ingrid Jónsdóttir. Ása Hlín Svavarsdóttir leikstýrir. Verkið er sett upp á mjög óhefðbundinn hátt þar sem leikar- arnir fara aldrei af sviðinu meðan á sýningu stendur. Þeir sem ekki eru heima í stofu þeirra hjóna sitja utan við teppið sem afmark- ar leikrýmið, grafkyrrir og blikka vart augum. Og einhvern veginn tekst Ásu og leikhópnum að gera þetta þannig að (ó)viðstaddir leikend- ur ná lítilli sem engri athygli meðan aðrir fara með rullur sínar. En nánar um það síðar. Eggert heldur mikið upp á gamla dramatíska hlutverkið sitt í Skammdegi og hann hefur orð á því þegar Brúðuheimili Ibsens berst í tal. ..Brúðuheimílið er bara svo gott leikrit að mað- ur sleikir út um. Það er frábærlega vel skrifað en hin sérkennilega uppfærsla er ekki upp- runaleg. Þar eru dyr og arinn og fleira, ekki þannig að leikararnir sitji utan við teppið. Það er svolítið erfitt fyrir okkur að sitja utan leik- sviðsins, sérstaklega vegna þess að þetta eru svo óþægilegir stólar. Maður er yfirleitt alveg frá af bakverk þegar maður kemur inn á tepp- ið. Það er líka erfitt að geta ekki slakað á bak- 8 VIKAN 3ÍBL.1W3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.