Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 52

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 52
ZAIRE við lært af reynslunni að afríska klukkan gengur með allt öðrum hraða en aðrar heimsins klukkur. Við reynd- um að lifa eftir henni, með misjöfnum árangri þó. Hitinn um morguninn hafði farið stighækkandi og ég held að allir hafi hlakkað til að komast af stað og njóta þess að finna svalandi goluna leika um andlitið. Loks var öllum þjappað saman i bátana líkt og sardínum í dós og haldið af stað. Við komumst ekki langt því eftir tíu mínútna sigl- ingu heyrðust mótmæli frá mótornum: klikk, klikk, klikk, skrölt, bing, bomb, bum. Allir hóldu niðri í sér andanum. Hvað var að? Við flutum að landi og viðgerð hófst. - Ekki byrjar það vel, hugsuðu ör- ugglega fleiri en ég. Eftir ótrú- lega snör handtök komumst við aftur af sfað, hægt í fyrstu - eða hvað? Við komumst fljótt að því að ekkert yrði úr golunni sem allir höfðu beðið eftir því báturinn hreyfðist ekki nema um það bil sjö kílómetra á klukkustund og sá hraði veitti ekki mikla vindmótstöðu. Við hóldum því áfram að svitna í öllum hitanum og rak- anum en hitinn náði hámarki um tvöleytið. Meðfram ánni var mikið af litlum þorpum og þegar þorps- búar fengu veður af þessum skrýtna leiðangri, sem átti leið um ána þeirra, þustu þeir nið- ur að árbökkunum til þess að skoða þetta undarlega fólk. Þetta fólk virtist flest mjög vin- gjarnlegt og ákaflega forvitið enda er það kannski ekki svo undarlegt, hver yrði ekki for- vitinn ef hann sæi sardínur í dós á skemmtisiglingu eftir ánni sinni. Nákvæmlega þannig hljótum við að hafa lit- ið út á þessu farartæki okkar. Oft brutust út mikil fagnaðar- læti í landi þegar fólk sá okk- ur. Það var veifað af miklum ákafa og stundum jafnvel dansað líka en það var gert í því skyni að bjóða okkur vel- komin, sögðu bátsmenn okk- ur. Stundum stungu börnin sér til sunds og syntu upp að bátnum til að skoða okkur betur og heilsa upp á okkur. Þegar líða tók á daginn og farið var að rökkva varð hitinn þolanlegri. Fólk var farið að slappa svolítið af. Við lágum í heldur óþægilegum stellingum en vorum of þreytt til að kvarta enda hefði það ekki stoðað neitt. Þess í stað nut- um við þess að stara upp í stjörnubjartan himininn, á stjörnur og stjörnumerki sem voru okkur framandi. Við vorum rétt farin að njóta svalans þegar við strönduðum skyndilega með miklum bresti á einni sandöldunni. Eitthvað hafði brotnað og vatn komst inn í bátinn. Allir urðu mjög skelkaðir og reyndu að finna farangurinn sinn f rökkrinu til að bjarga honum úr vatninu sem flæddi inn í bátana. í Ijós kom að bátarnir höfðu losnað í sundur að framan og urðu valtari fyrir vikið. Þegar við hreyfðum okkur gusaðist síð- an vatn inn fyrir borðstokk- ana. Einhvern veginn komumst við að landi en þá fóru allir úr bátunum og við- gerð hófst að nýju. Að henni lokinni var haldið aftur af stað. Eftir stutta siglingu komum við að litlu þorpi sem við feng- um að gista í gegn vægu gjaldi. Allir kúrðu í einni flat- sæng í miðju þorpinu. Um nóttina var haldin mikil veisla í þessu litla þorpi og veislumat- urinn vorum við sjálf. Um morguninn vöknuðum við öll útbitin eftir maura og moskítóflugur sem hafa vafa- laust skemmt sér konunglega. Þetta hafði í för með sér mik- inn kláða hjá öllum. Við tók nýr dagur með allri sinni hitamollu. Við horfðum löngunaraugum á ána og dauðlangaði að stinga okkur út í en í flestum vötnum og ám í Afríku blundar sníkju- ormur sem kallast blóðagða. Ef þannig ormar komast í blóðrás dýra eða manna valda þeir svokallaðri blóð- ögðuveiki eða bilharzia sem enginn vill komast í kast við. Nokkrir eldhugar gáfu skít í Billy, eins og við kölluðum veikina, og fengu sér snöggt bað í eitt skiptið sem við stoppuðum. Fræknu bátsverjarnir fimm höfðu sagst vilja sigla um nóttina og þannig yrðum við komin til Kisangani næstu nótt. Sum okkar vorum aldeil- is ekki sátt við það. Við höfð- um borgað tíu dollara fyrir að sjá lífið á ánni og vildum sko fá að sjá allt sem við gátum fyrir okkar tíu dollara. Engu tauti eða rauli var komið við þá fimm fræknu svo áfram var haldið en það hafði verið á- kveðið að stansa við árbakk- ann og elda þar einhvern mat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.