Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 44

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 44
SALARKIMINN SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR LESENDUM Bréf til Sigtryggs geta snúist um samskipti kynjanna, sam- skipti barna og foreldra, samskipti milli hjóna, kynlíf og annaö þaö sem lýtur aö sólfræöi og sálfræðilegum vanda- málum. Bréfin mega vera nafnlaus eöa undir dulnefni. Utanáskriftin er: Sigtryggur Jónsson sálfræöingur, Álftamýri 3,108 Reykjavík ÞVERRANDI KYNLÍFSLÖNGUN 44 VIKAN Kæri sálfræöingur. Ég skrifa þér því ég veit ekki hvert annaö ég get leitað. Þannig er mál með vexti að ég er gift og hef verið það í nokkur ár og við vorum einnig búin að vera saman I nokkur ár áður en við giftum okkur. Við eigum eitt barn sem er þriggja ára. Fyrst eftir að við byrjuðum að vera saman gekk allt vel hjá okkur. Við vorum ástfang- in og kynlífið gekk mjög vel. Að vísu átti ég í erfiðleikum með að fá fullnægingu. Þegar ég varð ófrísk gerðist það hins vegar að ég hætti að hafa löngun til kynlífs og má segja að ég hafi fengið óbeit á því. Þetta varð til þess að mjög dró úr kynlífi okkar og smám saman vöndumst við því að lifa nánast engu kynlífi. Þetta stóð alveg þangað til síðasta vor. Ég veit ekki hvað gerðist þá en allt I einu var eins og ég fengi löngunina aftur og fór þá að hafa frum- kvæði að því að við reyndum að koma kynlífinu í gott form aftur. Að vísu eigum við í erf- iöleikum með að ræða um kynlíf en þegar ég fór að leita á manninn minn kom hann til móts við mig og kyniífið fór að minna á gamla daga. í sumar var kynlífið gott og allt þar til nú nýverið að ég fann sömu andúðartilfinninguna aftur. Og það sem meira er, ég er aftur ófrísk nú. Mér finnst greinilegt að þetta fylgir þvi að ég er ófrísk. Samt skil ég ekkert í þessu. Ég haf aldrei lent í neinu nei- kvæðu varðandi kynlíf, ekki verið nauðgað eða neitt svo- leiðis og ekki farið í fóstureyð- ingu. Samt er eins og ég þoli ekki kynlíf á meðan ég er ó- frísk. Ég hef verið mjög hraust á meðgöngutímanum svo ekki er því um að kenna en þó verð ég að viðurkenna að mér finnst ég ekki beint aðlaðandi eða sexí svona framstæö. Það sést strax á mér og mér finnst ég vera ófrísk I níu mánuði. Kannski er ég ekki nógu ánægö með mig. Yfirleitt legg ég mikið upp úr því að halda mér til og verð að viður- kenna að ég er svolítið kvíðin gagnvart því að eldast. Ég vil ekki að kynlíf okkar falli aftur í sama farið og áður og hef reynt að vera heiðarleg í þessu bréfi en ég veit ekki hvað ég á að gera. Getur þú gefið mér einhver ráð? Mér skilst að þetta sé ekki alveg eðlilegt og vil því reyna að breyta þessu. Með kærri kveðju, Magga. Kæra Magga. Þakka þér fyrir bréfið. Ég er sammála þér um að eitthvað er að og skal reyna að gefa þér einhver ráð. Það er þó erfitt fyrir mig að átta mig á því hvað er að, svo ef til vill væri best fyrir þig að leita þér að- stoðar hjá sálfræðingi eða öðrum sem hefur sérhæft sig í meðferð kynlifsvandamála. Það er í raun alltaf erfitt að gefa ráð við kynlífsvandamál- um svona bréflega. KYNLÍF OG ÞUNGUN Það er alls ekki svo óalgengt að þungun geri það að verk- um að konur verði fráhverfar kynlífi. Það er ýmislegt sem þar kemur til. Bæði er algengt að ógleði og aðrir fylgikvillar þungunarinnar á fyrstu mán- uöum meðgöngu hefti kyn- lífslöngun og svo er líkaminn að laga sig að breyttri horm- ónastarfsemi og konan upplifir því líkama sinn á annan hátt en undir venjulegum kringum- stæðum. Það er mjög misjafnt hvort konur upplifa þessar breytingar sem jákvæðar eða sem neikvæðar. Jafnvel þó konan óski eftir barninu er ekki þar með sagt að hún sé endilega sátt við þær breyt- ingar sem hún þarf að ganga í gegnum við meðgönguna. Flestar konur aðlaga sig þó þessum breytingum og fara smám saman að líta framhjá þeim og beina hugsuninni í átt að tilhlökkun vegna þess að nýtt barn er að koma í heim- inn. Ýmiss konar kvíði getur þó haft áhrif þar á - kvíði gagnvart því að bæta á sig of mikilli þyngd sem ekki hverfi eftir fæðingu, kvíði gagnvart sliti á húð, kvíði gagnvart fæð- ingunni sjálfri, kvíði gagnvart heilbrigði barnsins, kvíði gagnvart breyttu lífi eftir fæð- ingu þess og svo mætti lengi telja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.