Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 30

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 30
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SKRIFAR SLÆMUR HUGUR ÓHEPPILEGUR ÓRÉTTI BEITT Þaö vill þannig til aö mér hafa borist mörg svipuð bréf á liðnum mánuðum frá fólki sem allt spyr hvort slæmur hugur til annarrar manneskju geti reynst þeim sem fyrir verður fjötur um fót eða jafnvel skaðlegur. Af þessum ástæðum leggjum við að þessu sinni út af þessum aragrúa fyrirspurna og grípum niður í einu bréfanna sem I sjálfu sér er mjög tákn- rænt fyrir flesta hinna. Rúmlega tvítug kona, sem kallar sig Rós, segist hafa verið beitt órétti. Hún var svipt vinnu fyrirvaralítið og fylltist mikilli heift út í þann sem það gerði, það er að segja fyrrver- andi vinnuveitanda sinn. „Sannleikur upp- sagnarinnar, séö frá mér,” segir Rós, „liggur í því aö hann vildi nota mig sem konu og ég hafnaöi því náttúrlega þar sem hann hvorki höföaöi til mín né hentaöi minni persónu á nokkurn máta. Eins og ég segi þá fylltist ég heift út í hann og hugsaöi jafnvel hvernig ég gæti hefnt mín á honum svo hann fengi að finna jafnmikiö til og ég gerði þegar ég stóö uppi atvinnulaus og beygð af hans völdum. Skömmu síðar - hvort sem það er tilviljun eöa ekki - gerist það aö viðkomandi lendir f bílslysi og skaðast þannig aö hann er í hjóla- stól núna. ” HEIFT OG NEIKVÆÐAR HUGSANIR Rós segist hafa veriö gripin mikilli sektar- kennd í kjölfar þessa atburðar og spyr hvort geti hugsast aö heift hennar út í viðkomandi hafi valdiö því aö þessi átakanlegi atburður átti sér stað í lífi mannsins. Hún veltir líka fyrir sér hvort hugsanlega geti verið samband á milli hugsana hennar og þess hvað gerist í lífi þeirra sem ganga á rétt hennar. „Engu er lík- ara, ” segir Rós, „en ef mér er gert eitthvaö neikvætt, sem mér sárnar verulega, veröi sá sem veldur sárindunum innra með mér fyrir einhverjum skakkaföllum eða leiðindum. " Eins spyr Rós og er þungt í henni enda er hún á- hyggjufull: „Getur verið tilfelliö aö hugsanir okkar séu einhvers konar óbeisluð orka sem leysist úr læöingi af ýmsum ástæöum og hef- ur þá ákveöin áhrif, hvort sem er til góðs eöa ills?” Áhyggjur Rósar eru sem sagt samnefnari fyrir áhyggjur fjölda fólks sem hefur skrifað mér og borið undir mig svipaðar vangaveltur. Rós þakkar mér fyrir fyrirfram og óskar bæöi mér og mínum Guðs blessunar sem ég vil þakka henni sérstaklega fyrir og vona að hún verði einhvers vísari eftir að ég hef svarað henni. Auðvitað nota ég áfram hyggjuvit mitt, reynsluþekkingu og innsæi til að styrkja svör mín. LÖGMÁL ORSAKA OG AFLEIÐINGA Viö lifum við lögmál sem eru ekkert síður and- leg en efnisleg. Hver einasta orsök hlýtur alltaf að hafa afleiðingu, hver svo sem hún verður á endanum. Þar er átt við að við getum ekki hegðað okkur hvernig sem við viljum. Allt sem viö segjum eða hugsum hefur í för meö sér afleiöingar sem eru ýmist góöar eöa slæmar, allt eftir því hvað það er sem við erum að „sá” til hverju sinni. Sé framkvæmd okkar neikvæð kemur sem afleiðing af henni neikvæð útkoma fyrir okkur, ekkert síður en þá sem fyrir verða, jafnvel þó síðar verði. Það sanna dæmin augljóslega. Þetta gerist vegna þess að það er eitthvað til í mannlegum reynsluheimi sem heitir lögmál orsaka og af- leiðinga. Það lögmál er svo sannarlega virkt og lifandi í okkar daglega lífi. UÓTUR GRIKKUR OG KYNFERÐISLEG ÁREITNI Ef við íhugum einmitt þetta sjónarmiö þá var vinnuveitandi Rósar vegna tillitsleysis við hana að skapa henni ómælt erfiði meö því að gera henni þann Ijóta grikk að undirbúa ekki fyrirfram og útskýra með aðdraganda ástæðu þess að hann kaus að segja Rós upp störfum. Jafnframt því var hann að skapa sjálfum sér vanda því hann kemst ekki hjá því að þurfa sjálfur fyrr eða síöar að horfast á einhvern máta í augu við þessa óréttmætu ráöstöfun sína á persónu Rósar. Það er mikið mál aö missa atvinnu sína fyrirvaralaust og aö á- stæðulausu að því er virðist í fljótu bragði séö. Mér finnst aftur á móti eins og af því aö Rós vildi ekki þýðast þennan einstakling kyn- ferðislega á sínum tíma hafi viökomandi brugðist við þeirri augljósu höfnun með þess- ari ósmekklegu og óvönduðu framkvæmd. Kynllfslöngunum yfirmanna á ekki að full- nægja á vinnustað, jafnvel þó það þýði að maður missi starf sitt eins og Rós ef maður neitar að taka þátt í slíku atferli yfirmanns síns. BREYTT GILDISMAT Ég lít ekki svo á að neitt samband sé á milli þess slyss sem hann lenti svo í síðar og fram- komu hans við Rós. Aftur á móti stendur hann í mjög erfiðum sporum eins og er, hefur vissu- lega bæði verið sviptur vinnunni og frekari möguleikum til að ráðskast ósæmilega með annað fólk. Slysið, sem hann fór í gegnum og afleiðingar þess, er ekkert sem Rós hefur vís- vitandi kallað yfir hann. Slys bara koma og fara eftir atvikum og eina ráð okkar við þannig vanda er að reyna að láta breyttar aðstæður og hvers kyns takmarkanir verða til þess að breyta gildismati okkar og viðhorfum, bæði til heilbrigði og svo til þeirra efnislegu gilda sem alltof víða verða til þess að við verðum eins og tillitslausari í samskiptum okkar hvert við annað. SLYS EN EKKI ÁSETNINGUR Aftur á móti má segja að í hverri þraut felist möguleikar á auknum þroska og þess vegna þurfa þannig aðstæður í sjálfu sér alls ekki að gera okkur að ófullkomnara fólki, þrátt fyrir að vera erfiðar í eðli sínu. Auðvitað er alls ekki hægt að gera Rós ábyrga fyrir því slysi sem fyrrverandi vinnuveitandi hennar lenti í og þá náttúrlega alls ekki þeim afleiðingum sem fylgdu í kjölfarið. Slys verða venjulega að veruleika eins og fyrir röð af tilviljunum en sjaldnast vegna ásetnings annarra. Við getum reynt að fyrirbyggja þau en alls ekki alltaf komið í veg fyrir þau, því miður. Þau bara veröa á vegi okkar sumra og þá koma þau okkur venjulega á óvart. GETGÁTUR OG ORSAKALÖGMÁL Ótrúlegt er að við dauðlegir menn og ófull- komnir séum þess megnugir að segja ná- kvæmlega til um hvaða afleiðingar megi bein- línis rekja til fyrri framkvæmda okkar. Það eru ekkert nema getgátur þegar við erum að reyna að telja okkur trú um að einmitt tiltekin atburðarás i lífi okkar eða annarra sé afleiðing af nákvæmlega einu afmörkuðu atferli, þó það hafi í eðli sínu verið neikvæð framkvæmd sem mun sem slík fela i sér einhverja afleið- ingu samkvæmt lögmáli orsaka og afleiðnga. Þrátt fyrir að svo só er algjörlega ómögulegt Vinsamlegast handskrifiö bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dul- nefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miöur er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík < 30 VIKAN 3.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.