Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 9

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 9
sviðs milli atriða, svolítið ný reynsla. Maður verður þátttakandi í allri sýningunni og samá- byrgur fyrir henni allri með því að sitja svona álengdar. Ef til vill þjappar það fólkinu saman þegar allir eru gerðir ábyrgir. Inni í reykher- bergi baksviðs veit maður ekkert af því hvað fer fram á sviðinu þangað til eitthvert stikkorð kemur í hátalarakerfinu. Eftir sýningu erum við síðan úrvinda af þreytu. Þetta eru engir hægindastólar. Þetta eru prússnesk pynting- artæki!“ segir Eggert og það hriktir í hlátur- stoðum beggja yfir kaffinu. „Leikritið er eigin- lega óháð tíma vegna þess að þarna er fjallað um ákveðnar grundvallarspurningar þrátt fyrir að andi þess tíma sé annar en nú. Þá þekktist ekki að kona færi frá manni sfnum þannig að hann skilur hvorki upp né niður. Hann hefur sjálfur staðið við allt sitt, verið þessi fína fyrirvinna, framagosi, potari, klifrari, sem sagt fyrirmyndar þjóðfélagsþegn... já. Og þeir þykja það svo sem enn í dag, þessir. Ég er heldur ekkert of viss um að þessar hug- myndir hafi breyst neitt of mikið. Grundvallar- forsendurnar hugsa ég að hafi ekki tekið nein- um stakkaskiptum. Raunar höfðu konurnar ekki fjárráð, ekki einu sinni lykla. En ég er ekki frá því að stemmningin sé pínulítið þannig núna að konurnar eigi að vera heima- vinnandi. Þannig að ég held að þetta leikrit sé aldrei tímaskekkja því það er ekkert í því sem stenst ekki tímans tönn. í meginatriðum fjallar það um hluti sem varða alla, alltaf," segir Egg- ert og það er ekki laust við að maður sé dálít- ið hlessa að heyra þennan mann sem maður sér alltaf sem Dúdda í Með allt á hreinu eða Þór í Lífmynd. Maður ruglar saman. Alveg eins og hinir. Maður skyldi reka sjálfum sér kinnhest. Slamml SPÖK GRÍNPÆLING Hvað með framhaldið hjá Eggert, erum við nokkuð að sjá á bak gamanleikaranum? Er hann að snúast á sveif með dramanu? „Tja, ég er ekki að snúast á sveif með einu né neinu en ég hef alltaf haft ógurlega gaman af dramanu. Sko, grín til dæmis, ef þú vilt alltaf vera að kalla mig grínleikara, grín væri ekki til ef ekki væri drama. Alvarleikinn er nefnilega grunntónninn í gríni. Grín er oft á tíðum viðbragð við hinum allra alvarlegustu hlutum og væri ekkert skemmtilegt ef það væri bara vitleysa, ef það hefur engan undirtón eins og Chaplin til dæm- is. Grunntónninn þar er alveg hræðilegt drama. Þar er alger örbirgð, hann er alger ut- angarðsmaður, alger einfari og hann er alltaf að bjarga sér frá sárgrætilegum atburðum á svona óskaplega skemmtilegan hátt. Það skil- ur hann til dæmis frá Gög og Gokke að í þeirra lífi gerðist ekkert sem var ekki bara ein- hver vitleysa. Chaplin byggði allt sitt á grafalvarlegum að- stæðum sem mér finnst mjög sniðugt. Þess vegna verður þetta ekki aðskilið. Jaaaú, það held ég nú.“ FRAMH. Á BLS. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.