Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 28

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 28
ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR iiiiÁÁiiiiiÁiiUiÁiUiÁiii ÆVINTÝRI VERULEIKANS TTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTT VINKONUR OG FERÐIN VESTUR fyrrverandi yfirsálfræðingur, takið eftir fyrrverandi sagði ég og önnur er sjúkraliði á geð- deild, sú þriðja geðlæknir og yfirlæknir að auki. Það er von að ég hressist mikið við að fara til Kaupmannahafnar en þessar konur eiga það sam- eiginlegt að kunna að njóta lífsins. Ulla, sú fyrstnefnda, hleyp- ur á hjólaskautum úti í skógi á morgnana, ég horfi yfirleitt á af teppinu sem við drekkum morgunteið á. Þá er hún venjulega búin að baka brauð og jafnvel laga sultu úr krömdu jarðarberjunum sem ég kom með úr bænum dag- inn áður. Lise býr í gömlu húsi ásamt mörgum konum og þegar ég heimsótti hana í sumar voru þær allar að fara að borða saman úti í bakgarðinum og kölluðu upp í gluggana hjá hver annarri. Á borðum voru sjávardýr, rækjur og kræling- ur, heimabakað brauð, rabar- barakaka og vín og ostar. Anse, sú þriðja, býr í Her- skabslejlighed á Österport en fer oft í leigubíl í vinnuna og þegar við ætluðum að eiga ró- legt kvöld og ég kom heim eitt kvöldið varð rólega kvöldið að matarboði með fimm réttum og var síðan farið í Konung- lega leikhúsið á eftir með vin- um hennar sem bæði eru yfir- læknar. Anse og Lise voru vinkonur og ég og Ulla en nú erum við allar vinkonur og myndi duga í mörg ævintýri að segja frá boðunum og samræðunum sem við höfum verið í og átt. Ég er að fara til Flórída að hitta hann og mömmu hans. í gær bakaði ég brauð og á- vaxtaköku og sauð ofurlitla sultu að auki. Vonandi líst þeirri gömlu á mig. Hún er ekki á geðheilbrigðissviðinu heldur rekur hundabúgarð fyr- ir vestan. Hörkukerling hef ég heyrt en þótt ég viti ekkert um hunda er ég nokkuð seig, eða ætti ég heldur að segja líka hörkukerling, svo það fer von- andi vel á með okkur. Ferða- sagan kemur þegar ég kem til baka. That’s a promise eða það er alveg áreiðanlegt. □ Eg er að fara í ferðalag, fara í sumarhús á Flór- ída og mamma hans kemur með. Hvaða mamma og hvaða hans? spyrjið þið eðlilega en það get ég ekki sagt ykkur í bili. Það er nú nógu slæmt að vera tvífráskil- in, búa í litlu samfélagi og vera allt of opinská. Sumir ná- komnir ættingjar mínir spyrja mig stundum kurteislega hvort ég fari nú ekki að hætta að skrifa þennan pistil en svarið sem ég gef er þeim ekki alveg að skapi. „Hætta,” segi ég undrandi, „núna þegar mér finnst svona gaman, ekki al- deilis." Um leið útskrifa ég við- komandi úr dálkinum, hann eða hún eiga ekki skilið að fá að vera með. Ég hef aldrei flogið vestur um haf eins og sagt er, bara til Kaupmannahafnar eða á- líka langt, en það er nú kannski ekkert bara Kaup- mannahöfn því þar á ég þær mest spennandi vinkonur sem hugsast getur. Ein þeirra er DILLDILLDILL gasalega erfitt að þræða þurrkað, mulið dill og ég ræð engum til að reyna það, held- ur strá því bara yfir hann. Maður - þessir menn í upp- skriftum koma mér alltaf jafn- mikið á óvart, það eru engir svona menn í eldhúsinu mínu þegar eldhúsþreytan sækir á mig - setur líka greinar af dilli inn í kjúklinginn. Þá er hann steikur í smjöri á pönnu við lágan hita í smástund og stráð yfir hann hvítum pipar. Steikist hann svo á öllum hlið- um þar til hann er orðinn gyllt- ur, eins og ætíð stendur f dönskum uppskriftum. Ég skýt því hér inn: Það er fátt matarkyns sem ekki verð- ur gyllt með réttri meðferð samkvæmt Gyldendahls Store Kogebog. Bókin er tekin saman í kringum seinna stríð og mig er tekið að gruna að þá hafi matarskortur verið slíkur í Danmörku að menn sáu mat í hillingum og sló á hann gylltum bjarma - það er alla vega eina skýringin sem ég get fundið á öllum þessum gylltu kjúklingum, gylltu kök- um, gylltu sósum, gylltu smjöri, gylltu kartöflum og bara að nefna það, það er gyllt. Þegar kjúklingurinn er orð- inn að gullkjúklingi er vatni bætt við í pönnuna, svo og hálfum súputeningi eða heil- um, fer svona eftir súputen- ingafíkn viðkomandi, og látinn malla undir lausu loki þann tíma sem hver um sig telur hæfilegan fyrir kjúkling. í soð- ið hjá kjúklingnum er bætt nokkru dilli og hálf sitróna kreist yfir hann. Þegar suðutíminn er á enda (mér finnst klukkutími og tuttugu mínútur alls hæfilegt) er soðið jafnað með vænum slatta af rjóma og góðri klípu af rjómaosti. Látið sjóða til hæfilegrar þykktar og borið fram með soðnum hrísgrjón- um eða frönskum kartöflum. AF FRÖNSKUM KARTÖFLUM Baráttusamtökin fyrir viðhaldi og viðgangi ólífubænda á ítal- íu hafa undanfarin ár, eða síðan nokkrir vísindamenn birtu niðurstöður rannsókna sinna, verið seigir við að koma á framfæri þeirri vís- indalegu staðreynd að ólífuol- ían sé eina jurtaolían sem ekki tekur einhverjum efna- fræðilegum breytingum við upphitun. Aðrar olíur verða tormeltar við ákveðið hitastig, ólífuolían ekki. Það er til flókin formúla um málið, löng fram- andi orð, tölustafir og skamm- stafanir, en ég man hana aldrei og klæði því velviljaðar ráðleggingar mínar í þennan búning: Ég og hinn lánlausi ráð- þiggjandi í hamborgarabúllu og hann/hún mokar í sig frönskum með ódulinni nautn. Þá segi ég: Veistu af hverju rómversku rústirnar standa enn í dag? Viðkomandi getur ekkert sagt af því að munnurinn er fullur af frönskum svo ég held áfram: Það er af því að Rómverjar settu soðna olíu saman við steypuna. Það er olían sem bindur saman rómversku rúst- irnar, sama olían og þú ert að kýla í þig. Þú getur gert ráð fyrir að úr því að rústirnar standa enn þá taki það þig svona tvö þúsund ár að melta þetta. Og svo lýk ég vörunum yfir stráið í mjólkurhristingnum því ég er auðvitað ekki að borða ígildi eilífrar steypu og sýg með skinhelgum svip. Því skyldi ætíð nota ólífuol- íu til steikingar á frönskum. Raunar til steikingar á öllu sem ekki er steikt í smjöri. Því þótt mikið hafi liðkast til með varahluti í mannslíkamann á síðustu árum er samt ástæða til að vernda upprunalegu stykkin eftir bestu getu. Maga- sekkurinn og halarófan niður úr honum eru burðarás matar- nautnarinnar. Því betur sem við förum með þau þess leng- ur og meira getum við étið. Að ekki sé minnst á að núverandi stefna í heilbrigðismálum gef- ur ekki í skyn að hlaðið verði undir ónýt meltingarfæri í framtíðinni. Líklega verður magasekkurinn bara skorinn burtu og settur sorppoki í staðinn. Mér þætti leitt að yfirgefa endurheimta vin minn, dillið, á þessari hryggðarnótu - svo: Dill er líka í graflaxsósu, á- samt sinnepi og hunangi og öðru góðgæti. Graflaxsósan er undurgóð með köldum kjúklingi, hvort heldur sem sameinaðir afgangar í felum í samloku eða sem sjálfstæður réttur, kaldur kjúklingur og franskar með graflaxsósu. Hryðjuverkamenn ísskápanna gætu kannað réttinn. □ 28 VIKAN 3.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.