Vikan


Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 54

Vikan - 09.02.1993, Blaðsíða 54
ZAIRE skjól því erfitl var að stýra í rokinu. Þeir sem ekki voru þegar vaknaðir voru vaktir og allir hjálpuðust að við að breiða stóran dúk yfir bambusinn sem bundinn hafði verið upp daginn áður. Að þessu loknu reyndu allir að koma sér fyrir undir dúknum í skjóli fyrir rigningunni - nema einn sem hafði verið hálffúll yfir að vera vakinn upp af værum svefni. Þetfa var sænskur ferðafé- lagi okkar en fyrir honum er nætursvefn eitt það heilag- asta í lífinu enda lét hann ekki ómerkilegan regnstorm trufla sig í þeim efnum. Þegar hann hafði hjálpað til við að koma dúknum fyrir kom hann sér þægilega fyrir í svefnpokan- um sínum, lagðist á botninn í bátnum, breiddi upp fyrir haus og sofnaði vært aftur líkt og ekkert hefði ískorist, meðan yfir hann rigndi „eldi og brennisteini". Á meðan hann lá þarna í svefnpokanum sín- um drakk hann í sig mest allt vatnið sm safnaðist fyrir í' bátnum í rigningunni. Eftir þetta fékk hann viðurnefnið „the human sponge" (mennski svampurinn). Þegar storminn lægði var ákveðið að halda aftur af stað og enn svaf mennski svampurinn okkar vært og geymdi vatnið vel f svefnpokanum sínum. Upp úr hádegi vaknaði svo svampur- inn mikli, teygði úr sér og spratt á fætur, endurnærður eftir þennan ágæta lúr. Það rigndi af og til um dag- inn og alltaf var dúknum skellt yfir bambusinn. Þessi dagur var svalari heldur en hinir þrír dagarnir sem við höfðum ver- ið á leiðinni svo mannskapur- inn var með hressara móti. Öll vorum við þó orðin leið á þessu bátalífi og sáum sætin í gamla trukknum okkar í hill- ingum. Allt fannst okkur mundu vera betra en að sitja líkt og hænur á priki á báts- brúninni svo dögum skipti og sofa í hnipri á bátsbotninum með hnén upp við höku. Næstu nótt vildu bátsverjar gista á árbakkanum en ekki vorum við ánægð með það því nú vildum við komast sem fyrst til Kisangani. Nú fannst okkur við hafa séð helst til mikið af lífinu á ánni. Bátsverj- ar heimtuðu meiri peninga fyr- ir að sigla yfir nóttina, svokall- aða álagsþóknun. Við vorum ekki tilbúin að láta plokka af okkur peninga endalaust svo úr varð að við gistum á ár- bakkanum. Um nóttina skemmtu eldflugur okkur með listflugi og voru mjög kær- komnar því þær halda moskítóflugunum í burtu. Allir vöknuðu mun hressari næsta morgun eftir að hafa getað dreift úr öllum öngum á árbakkanum. Enn var haldið út í bátinn og menn tóku sér stöðu, hver á sínu „priki“. Við höfðum ekki farið langt þegar við komum að ferju sem var föst í ánni. Á ferjunni var margt um manninn, bæði inn- fæddir og ferðlangar sem voru að ferðast með svipuð- um hætti og við í gegnum Afr- íku. Við lofuðum að koma skilaboðum um töfina til bíl- stjórans sem beið þeirra í Kisangani. Aftur var haldið af stað. Eftir stutta siglingu heyrð- um við vélarhljóð í fjarska og skyndilega kom bátur á fleygi- ferð fram úr okkur. Það hafði í för með sér mikinn öldugang og við fengum góða vatns- gusu innbyrðis. Einhver and- ▼ Þessi trukkur haf Ai fest sig svo rækilega aö við töföumst þarna í heilan sólarhring, meöan veriö var aö losa hann. <4Þarna erum viö, sóöalapp- irnar, eftir aö hafa eytt heilum degi Ifkt og mold- vörpur aö grafa upp trukkinn svo viö kæmumst leiöar okkar. varpaði yfir því að nú væri far- angurinn hans allur blautur, annar svaraði „hughreyst- andi“: „Dont worry my friend, things can only get worse.“ Það var ekki hægt annað en að brosa við þessi orð því hvað gat svo sem farið úr- skeiðis úr þessu. Þegar búið var að þurrka upp bleytuna og koma far- angrinum fyrir á ný settumst við og spjölluðum saman en ekki leið á löngu þar til heyrð- ist suð í fjarska, annar bátur birtist á svipstundu og nálgað- ist okkur á mikilli siglingu. Fólk yppti öxlum brosandi þegar báturinn fór fram úr og farangurinn varð aftur blautur en okkur var orðið nákvæm- lega sama. Sá sem áður hafði kvartað yfir blautum farangri sagði nú með bros á vör: „Eg held að ekkert eigi eftir að koma mér úr jafnvægi fram- ar.“ Seint þetta kvöld komu fjörutíu hungraðir ferðalangar að landi í Kisangani og voru ekki lengi að segja skilið við bátsmennina. Nú var þotið í átt að tjaldstæðinu og þegar þangað kom létum við greipar sópa í bílnum í leit að ein- hverju ætilegu. Allir sváfu vært þessa nótt á tjaldrúmun- um sínum, saddir og sælir. Ég vaknaði snemma næsta morgun við að einhver var að reyna að vekja mig. Lítill mað- ur stóð yfir mér og það eina sem hann virtist kunna í ensku var „Washing, miss washing". Gamli maðurinn græddi á tá og fingri því allir voru of þreyttir til að þvo þvottinn sinn sjálfir. Næst var ferðinni heitið til Epulu til þess að sjá Pygmy- dvergana. Þeir búa þar í litlu þorpi í skóginum og leyfa túristum að koma í heimsókn gegn vægu gjaldi. Eftir við- dvölina í Epulu var haldið í áttina að heimkynnum fjalla- górillanna stórkostlegu. Veg- urinn var heldur erfiðari yfir- ferðar eftir rigningar en regntfminn var við það að hefjast. Oftast komumst við þó leiðar okkar þar sem við vorum á vel útbúnum bíl en það sama var ekki.að segja um þá innfæddu. Dag nokkurn komum við að for- arpytti þar sem vörubíll sat kirfilega fastur milli tveggja trjádrumba sem kastað hafði verið ofan í holuna. Glenn sá að við ættum eftir að dúsa þarna lengi svo að 54 VIKAN 3. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.