Vikan


Vikan - 09.02.1993, Síða 38

Vikan - 09.02.1993, Síða 38
TEXTIOG MYNDIR: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON k I LISTAR Máni Svavarsson (Gests) semur danstónlist heima í stofu. Hann er heilinn á hak við Pís of keik og það er nýr diskur í hurðarliðnum. Tónlist Mdna vakti mikla athygli í dansatriði Magnúsar Scheving sem varð Norðurlanda- meistari í þolfimi í hyrjun janúar. Þetta og margt fleira í eftirfarandi viðtali. Máni var einn heima þegar blaðamann bar að garði. Leiðin lá niður í kjallara, í snotra íbúð þar sem hann og sambýlis- kona hans, Þuríður Jónsdóttir búa. Við Máni komum okkur þægilega fyrir og fyrr en varði var hann byrjaður að spila á tólin og tækin í stofunni en svo fór upptökutækið mitt í „vinn- una“. „Ég er fæddur 15. júní 1967 og er víst algjör tvíburi þótt ég sé ekki tvíburi, þú skil- ur,“ segir Máni og hlær.„- Mamma og pabbi eru Svavar Gests og Ellý Vilhjálms, við erum tveir albræður, ég og Nökkvi, og við eigum nokkur hálfsystkini.“ Strax úr þessu í tónlistina. Fórstu að læra eitthvað í tón- list sem krakki? SENDUR I FÓTBOLTA 06 DANS „Nei, en ég komst yfir mjög lít- ið og mjög frumstætt raf- magnsorgel þegar ég var sex ára og fór þá strax að fikta en var aldrei sendur í að læra. Því kann ég ekki nótur. Ég hef verið að pæla í því að skella mér út í að læra slíkt en ekk- ert orðið úr. Hins vegar var ég sendur í fótbolta, dans og svoleiðis. Ætli foreldrar mínir hafi ekki haldið að þetta yrði hjá mér eins og var hjá þeim í gamla daga, allt var fram- kvæmt með töluvert mikilli fyr- irhöfn." Hann segir mér frá því þeg- ar hann fékk forláta Yamaha orgel í fermingargjöf, að sjálf- sögðu hið flottasta stykki. Og Máni var sendur í orgelskóla Yamaha. „Á fyrsta námskeið- inu var verið að kenna svona grunnlög sem ég kunni alveg á nótnaborðinu en kunni eðli- lega ekki að lesa þau af nót- um þannig að kennarinn á- kvað að færa mig nokkrum námskeiðum framar. Þar voru hins vegar komin flókin klass- ísk verk sem ég kunni engin skil á þannig að ég lenti svona á milli póla ef má orða það svo.“ PÖNK Máni hlustaði mikið á sveitir eins og Utangarðsmenn og Þey upp úr 1980 en það var einmitt faðir hans sem gaf út fyrstu plötu Þeysara, Þagað í hel. Þar á undan hlustaði hann mikið á diskótónlistina og segir að þaðan hafi hann fengið þann grunn sem hann byggi á núna. „Við vorum ekki lengi að stofna hljómsveit sem hét Klerkarnir þegar pönkið var í startholunum og síðan var önnur sem ég man eftir og hét Omen. Þetta voru svona dæmigerðar bílskúrs- sveitir." Fyrsta sveitin sem Máni var í og vakti einhverja athygli var „Mér líkar mjög vel í Pis of keik enda hef- ur þaö dæmi heppnast mjög vel. Viö tökum okkur mátulega alvar- lega,“ seg- ir Máni Svavars- son. Nýr diskur, fyrsti eig- inlegi diskurinn frá Pis of keik, er væntan- legur á þessu ári. Danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis, DRON. „Það var mjög skemmtileg hljóm- sveit. Hún spilaði eiginlega barnalegt rokk, einfalt og gríp- andi. DRON var alvöru bíl- skúrsband, það var meira að segja bíll inni í bílskúrnum þar sem við æfðum en við höfðum aðeins fjórðunginn af skúrn- um! Og þessi hljómsveit vann fyrstu Músíktilraunirnar, sem er merkilegt út af fyrir sig.“ KEYPTI DRASLIÐ OG SELDI DRASLIÐ „Það blundaði alltaf í mér að gera eitthvað annað en þetta og svo fór að ég seldi raf- magnspíanóið og orgelið og keypti mér „synthesizer" (hljóðgervil). í Verzló kynntist ég krökkum sem voru á svip- aðri línu og til varð Cosa Nostra. Þetta voru Pétur Hall- grímsson (seinna í E-X frá Hafnarfirði), Ólöf Sigurðar- 38VIKAN 3.TBL.1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.