Vikan


Vikan - 09.02.1993, Side 53

Vikan - 09.02.1993, Side 53
í „skipbrotinu“ kvöldið áður hafði maturinn okkar blotnað og því vorum við orðin matar- Iftil. Við vissum að lítinn mat yrði að fá á leiðinni og urðum að gera okkur ánægð með þrjár skeiðar af hrísgrjónum og fimm skeiðar af kjötsósu það kvöldið. Svo reyndu allir að hreiðra vel um sig í bátun- um fyrir nóttina, með misjöfn- um árangri þó. Sumir reyndu að koma sér fyrir sitjandi með hnén upp að höku, aðrir teygðu úr sér í miðbátnum með heldur hrjúft undirlag því þar var allur farangurinn og enn aðrir lágu á bríkinni milli bátanna. Lítið var sofið þessa nótt eins og við mátti búast og um morguninn voru allir hálf- skakkir og skældir. Á hádegi þennan næsta dag komum við að enn einu þorpinu. Þar var stoppað og reynt að kaupa einhvern mat. Við höfðum einnig heyrf að þar væri lind svo við endurnýj- uðum vatnsbirgðirnar okkar sem voru farnar að minnka verulega. Þegar við komum aftur að bátunum tók Rodger á móti okkur með bros á vör og fræddi okkur á því að við værum komin hálfa leið. Það sló þögn á mannskapinn - hálfa leið? Já, sagði Rodger og var enn skælbrosandi. (Mér datt helst í hug að eyrun væru það eina sem væri því til fyrirstöðu að brosið næði allan hringinn.) Allir horfðu með uppgjöf á þetta andlit sem virtist skapað til þess eins að brosa. En - Rodger, sögðu menn með uppgjafartón, nú höfum við verið tvo og hálfan dag á leið- inni hingað og þú sagðir að það tæki „í allra mesta lagi“ þrjá daga að komast til Kisangani. Við eigum sem sagt að komast til Kisangani í kvöld eftir þínum útreikning- um. Enn var svarað játandi og í kjölfarið fylgdi hið fræga bros Rodgers sem var svo ánægð- ur með lífið og tilveruna. Hann virtist halda að þar sem hann var svona ánægður hlytum ◄ í Epulu hittum viö Pygmy- dvergana, sem búa í litlurn kofum inni i regn- skóginum. ▼Alls staóar voru forvitin andlit sem fylgdust meö við að vera það líka. Ekki var meira um þetta rætt í bili en ég vonaði heitt og innilega að Rodger, sem var kennari að atvinnu, kenndi ekki stærð- fræði. Á meðan við vorum að versla og sækja vatn höfðu nokkrir í hópnum tekið sig til og bundið saman nokkrar bambusgreinar sem hægt var að breiða dúk yfir til að hlífa okkur við mestu sólinni. Þess- ir fræknu uppfinningamenn fengu mikið hól fyrir uppátæk- ið því allir voru farnir að þrá skuggsælan stað til að sitja á. Um kvöldið kom Rodger og settist hjá okkur. Þá spurði ég hann hvernig stæði á því að við værum ekki enn komin til Kisangani. Enn var brosað og hann svaraði ofurlítið skömmustulegur að hann hefði ekki verið að hugsa þeg- ar hann reiknaði út ferðaáætl- unina. Ákveðið hafði verið að sigla aftur næstu nótt og enn reyndum við að koma okkur fyrir einhver staðar til að fá okkur örlítinn blund. Seint um nóttina skall á regnstormur og bátunum var beint að landi í

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.