Vikan


Vikan - 25.02.1993, Page 53

Vikan - 25.02.1993, Page 53
FÖRÐUN: LÍNA RUT, FÖRÐUNARMEISTARANUM, BORGARKRINGLUNNI HÁR: HÁR EXPO FÖT: PLEXIGLAS UÓSM.: GÚSTAF GUÐMUNDSSON TEXTI: HELGA MÖLLER STAKKASKIPTI MEÐ AAAKE-UP FOREVER Þórunn Högnadóttir, tutt- ugu og tveggja ára Reykjavíkurstúlka, brá sér úr hlutverki förðunardömu, sem hún hefur venjulega með höndum, í hlutverk fyrirsætu, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þórunn starfar við hlið Línu Rutar í Förðunar- skólanum, sem og í verslun- inni Förðunarmeistaranum í Borgarkringlunni, en þar sem hún hefur sérlega fallega augnaumgjörð, sem gott er að farða, fékk Lína Rut hana til að setjast í stólinn hjá sér. Þórunn hefur hins vegar þunnar varir svo að þær þarf að stækka, eigi þær að stand- ast kröfur tískunnar. Lína Rut segir hreint ekki óalgengt að varir séu stækkaðar. Til þess notar hún dökkan varalita- blýant og teiknar varirnar utan hinna eiginlegu vara. Síðan er hefðbundinn varalitur látinn þekja varirnar út að blý- antslínunum. Á myndinni þar sem Þórunn er í fötunum með tígrismunstrinu hefur Lína Rut til dæmis teiknað útlínur neðri vararinnar um hálfum sentí- metra fyrir neðan raunveru- legu vörina. Hún segir hins vegar ekki óalgengt að varir séu stækkaðar með förðun um þrjá til fimm millímetra. Þykkar varir eru líka í tísku! □

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.