Vikan


Vikan - 25.02.1993, Síða 59

Vikan - 25.02.1993, Síða 59
TRÚBROT: TRÚBROT /UNDIR ÁHRIFUM Hver hefði trúað því að það hefði verið Árni „eyjagöslari” Johnsen sem fann upp nafnið Trúbrot á fyrstu eiginlegu súpergrúppuna hérlendis sem allt varð vitlasut út af, strax við stofnun 1969. Fyrsta plata Trúbrots bar einfaldlega nafn sveitarinnar og seldist gríðar- vel (3000 eintök), var valin plata ársins 1969. Hápunktur plötunnar, sem inniheldur ell- efu upprunaleg lög og sex aukalög, er að sjálfsögðu Án þín sem Shady Owens syngur svo yndislega. Á Undir áhrif- um frá 1970 höfðu orðið mannbreytingar, Shady, Kalli Sighvats og Gunnar Jökull hætt en í þeirra stað komnir Magnús Kjartansson og Ólaf- ur Garðarsson. Þessi plata var merkileg fyrir þá sök að á henni var eingöngu frumsamið efni, sem var nýlunda hér á landi. Á plötunni er meðal annars sungið um þreytandi borgarlíf, flótta úr sveit í borg, hraðann og firringu. Allt gott og bless- að en ekki þar með sagt að það eigi að endurútgefast. Það eru tuttugu ár síðan þetta var tekið upp á tíu rása tæki. Það heyrist mjög greinilega en platan á sína Ijósu punkta, meðal annars lögin Feel Me og Relax sem inniheldur smekklegan flautuleik. Og myndin á umslagi plötunnar, tekin á ruslahaugum Keflavík- urflugvallar, er tileinkuð nátt- úruvernd. Það hefur væntan- lega líka þótt nýlunda. STJÖRNUGJÖF: TRÚBROT: **★ UNDIR ÁHRIFUM: ★★ Trúbrot var umdeild súpergrúppa. Árni Johnsen fann upp nafniö! Tónlistarlegt tívolí meö til- heyrandi húll- umhæi frá Stuö- mönnum. HINN ÍSLENSI ÞURSA- FLOKKUR: ÞURSABIT Svo maður haldi áfram að tala um súpergrúppur þá er Þursabit annað tveggja meist- araverka Hins íslenska þursa- flokks. Hér er þjóðlaga- og vísnahefðin áfram klædd í þjóðlagarokkbúning, meira nostrað en á fyrstu plötunni, vandvirknin og fagmennskan í hámarki; Sigtryggur vann, Skriftagangur, Bannfæring, Brúðkaupsvísur. Snilld í einu orði sagt. Allir fara á kostum, allir njóta sín til fulls. Það hlýt- ur að hafa verið gaman að standa að gerð þessarar plötu. Kaupa, kaaauupa, kaaaauuupaaaa! STJÖRNUGJÖF: ★★★★★ Hugsun Rún. ars Þórs er tær. Sniltdarverk á borö viö Þursabit eru sjaldgæf á íslensk- um plötumarkaöi. IfAfi g. w /A«K

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.