Vikan


Vikan - 25.03.1993, Page 10

Vikan - 25.03.1993, Page 10
TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON / UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON VEITINGASTAÐUR MÁNAÐARINS VANDUR AÐ VIRÐINGU SINNI argir kalla hana borgarprýði og má það til sanns vegar færa. Sumir eiga ekki orð yfir ágæti mannvirkisins, aðrir finna því allt til foráttu. Hvað sem því líður stendur hún efst í Öskjuhlíðinni, flestum veg- farendum og gestum sínum til augnayndis og ánægju. Það eru þremenningarnir Gísli Thoroddsen, Stefán Sigurðs- son og Bjarni Árnason, sem jafnframt er kenndur við Brauðbæ eða Óðinsvé, sem annast rekstur hússins og veitingastaðarins, sem líklega á hvergi sinn líka. Perlan er stærri og glæsilegri en staðir sem maður hefur séð erlendis og kallast mega sambærilegir vegna þess að þeir snúast með gesti sína innanborðs. Það sem fyrst vekur athygli, þegar fólk kemur inn í þetta makalausa hús í fyrsta sinn, er stærðin, lofthæðin, fram- andi gróður og óvenjulegar víddir, þessi stóri geimur. Matargestir halda með lyft- unni beinustu leið upp á fimmtu hæð þar sem veitinga- staðnum er haganlega fyrir komið en hæðin er í raun þrí- skipt. Fyrst er það kjarninn sem sjálfur veitingastaðurinn snýst um í orðsins fyllstu merkingu. í kjarnanum er mót- taka, fatahengi og eldhús, auk þess sem barinn er byggður ofan á hann að hluta til. í kringum kjarnann og hjálminn, sem ber gluggana og ytra byrði byggingarinnar, snýst kringlan, þar sem matargestir sitja. Þeir upplifa því breyti- lega útsýn frá borðum sínum á báða bóga. Þegar þeir hefja máltíðina eru þeir ef til vill með flugvöllinn á aðra hönd og móttökuna á hina. Þegar þeim verður litið upp á milli rétta hafa þeir Háteigskirkju og Esjuna til annarrar handar og eldhúsvegginn til hinnar með barinn trónandi ofan á. ÚT AF FYRIR SIG í GÓÐU OLNBOGARÝMI Margir kunna að halda að Perlan sé fremur staður fyrir brúðkaupsveislur og þá sem fara út að borða margir sam- an, staður fjöldans en ekki ástfangna parsins sem ætlar að gera sór dagamun. Vissu-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.