Vikan


Vikan - 25.03.1993, Síða 10

Vikan - 25.03.1993, Síða 10
TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON / UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON VEITINGASTAÐUR MÁNAÐARINS VANDUR AÐ VIRÐINGU SINNI argir kalla hana borgarprýði og má það til sanns vegar færa. Sumir eiga ekki orð yfir ágæti mannvirkisins, aðrir finna því allt til foráttu. Hvað sem því líður stendur hún efst í Öskjuhlíðinni, flestum veg- farendum og gestum sínum til augnayndis og ánægju. Það eru þremenningarnir Gísli Thoroddsen, Stefán Sigurðs- son og Bjarni Árnason, sem jafnframt er kenndur við Brauðbæ eða Óðinsvé, sem annast rekstur hússins og veitingastaðarins, sem líklega á hvergi sinn líka. Perlan er stærri og glæsilegri en staðir sem maður hefur séð erlendis og kallast mega sambærilegir vegna þess að þeir snúast með gesti sína innanborðs. Það sem fyrst vekur athygli, þegar fólk kemur inn í þetta makalausa hús í fyrsta sinn, er stærðin, lofthæðin, fram- andi gróður og óvenjulegar víddir, þessi stóri geimur. Matargestir halda með lyft- unni beinustu leið upp á fimmtu hæð þar sem veitinga- staðnum er haganlega fyrir komið en hæðin er í raun þrí- skipt. Fyrst er það kjarninn sem sjálfur veitingastaðurinn snýst um í orðsins fyllstu merkingu. í kjarnanum er mót- taka, fatahengi og eldhús, auk þess sem barinn er byggður ofan á hann að hluta til. í kringum kjarnann og hjálminn, sem ber gluggana og ytra byrði byggingarinnar, snýst kringlan, þar sem matargestir sitja. Þeir upplifa því breyti- lega útsýn frá borðum sínum á báða bóga. Þegar þeir hefja máltíðina eru þeir ef til vill með flugvöllinn á aðra hönd og móttökuna á hina. Þegar þeim verður litið upp á milli rétta hafa þeir Háteigskirkju og Esjuna til annarrar handar og eldhúsvegginn til hinnar með barinn trónandi ofan á. ÚT AF FYRIR SIG í GÓÐU OLNBOGARÝMI Margir kunna að halda að Perlan sé fremur staður fyrir brúðkaupsveislur og þá sem fara út að borða margir sam- an, staður fjöldans en ekki ástfangna parsins sem ætlar að gera sór dagamun. Vissu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.