Vikan


Vikan - 25.03.1993, Page 24

Vikan - 25.03.1993, Page 24
EÞÍÓPÍA OG EGYPTALAND FERÐALOK BERGÞÓRU LOKAÁFANG! AFRÍKUFERÐARINNAR 3.4.-7.4. 1991 EÞÍÓPÍA Við komum tll Addis Ababa með flugi frá Dar es Salaam og var ekið í rútu á hótel í borginni. Það er einungis leyfilegt að koma flugleiðis inn ( landið, gista á ríkisreknum hótelum, ferðast með ríkis- reknum rútum í umsjá leið- sögumanns sem er einnig „ríkisrekinn”. Við fórum dag- inn eftir með rútunni til Awasa en við fengum aðeins að sjá þá staði sem ríkið vildi að við sæjum. Við komum í bæ þar sem sumir höfðu aldrei séð hvítt fólk áður og þar eltu okk- ur forvitin börn hvert sem við fórum. Sum vildu fá að leiða okkur, önnur létu sér nægja að snerta okkur og nokkur gengu svo langt að klípa fast í handlegginn á mér, líkt og til að ganga úr skugga um að ég væri örugglega raunveruleg. Við komum á fiskmarkað við vatn og þar á vatnsbakk- anum sátu litlir strákar og gerðu að fiski með öruggum og snörum handtökum. Á markaðnum var margt um manninn og fuglar svifu yfir í leit að einhverju ætilegu. Þegar við komum aftur til Addis Ababa skruppum við nokkur á pósthúsið. Þar urð- um við vitni að því þegar full- orðnir menn börðu lítinn dreng þar til hann féll mátt- vana á gólfið og var borinn út. Einhver hvíslaði að okkur að þetta væri vasaþjófur sem staðinn hefði verið að verki. Við störðum agndofa á þessar aðfarir en það er farið óblíð- um höndum um þjófa í flest- um löndum Afríku. 24 VIKAN 6.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.