Vikan


Vikan - 25.03.1993, Síða 24

Vikan - 25.03.1993, Síða 24
EÞÍÓPÍA OG EGYPTALAND FERÐALOK BERGÞÓRU LOKAÁFANG! AFRÍKUFERÐARINNAR 3.4.-7.4. 1991 EÞÍÓPÍA Við komum tll Addis Ababa með flugi frá Dar es Salaam og var ekið í rútu á hótel í borginni. Það er einungis leyfilegt að koma flugleiðis inn ( landið, gista á ríkisreknum hótelum, ferðast með ríkis- reknum rútum í umsjá leið- sögumanns sem er einnig „ríkisrekinn”. Við fórum dag- inn eftir með rútunni til Awasa en við fengum aðeins að sjá þá staði sem ríkið vildi að við sæjum. Við komum í bæ þar sem sumir höfðu aldrei séð hvítt fólk áður og þar eltu okk- ur forvitin börn hvert sem við fórum. Sum vildu fá að leiða okkur, önnur létu sér nægja að snerta okkur og nokkur gengu svo langt að klípa fast í handlegginn á mér, líkt og til að ganga úr skugga um að ég væri örugglega raunveruleg. Við komum á fiskmarkað við vatn og þar á vatnsbakk- anum sátu litlir strákar og gerðu að fiski með öruggum og snörum handtökum. Á markaðnum var margt um manninn og fuglar svifu yfir í leit að einhverju ætilegu. Þegar við komum aftur til Addis Ababa skruppum við nokkur á pósthúsið. Þar urð- um við vitni að því þegar full- orðnir menn börðu lítinn dreng þar til hann féll mátt- vana á gólfið og var borinn út. Einhver hvíslaði að okkur að þetta væri vasaþjófur sem staðinn hefði verið að verki. Við störðum agndofa á þessar aðfarir en það er farið óblíð- um höndum um þjófa í flest- um löndum Afríku. 24 VIKAN 6.TBL. 1993
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.