Vikan


Vikan - 25.03.1993, Side 26

Vikan - 25.03.1993, Side 26
LEYNDARMÁL OG GRIMMD Vissulega eru umfjöllunarefni bréfanna, sem hafa borist á liönum árum, nánast ótrúleg, þó ekki væri nema vegna þess aö flest eiga bréfin þaö sameig- inlegt aö innihalda mjög vel falin leyndarmál fólks. Hugsanlega hafa fáir eignast hlutdeild í þessum leyndarmálum, svo mikiö er oft á tíðum pukrið. Oft- ar en ekki hafa mér borist í þessum bréfum ná- kvæmar lýsingar á grimmd og ófyrirleitni annars aöilans í til dæmis sambúö giftra eöa sambýlinga. Ég mun aö þessu sinni taka úrdrátt úr einu af þeim óhuggulegri sem mér hafa borist og er þaö skrifað af rúmlega tvítugri stúlku sem kýs að kalla sig Kötlu. Hún segist hreinlega vera aö þrotum komin vegna þess aö eiginmaður hennar sé sadisti og hún algjörlega á valdi hans og hans sjúklegu þarfa. KVALALOSTI OG NIÐURLÆGING Katla segir og er augljóslega ákaflega miður sín: „Elsku Jóna Rúna! Ég veit aO þú myndir aldrei geta ímyndaO þér þá niöurlægingu sem ég bý viO meö manninum mínum. Hann er svo greini- lega haldinn kvalalosta. ViO höfum veriö saman i tvö hryllileg ár sjúkra þarfa hans. Hann er sad- isti, held ég, því hann bókstaflega nýtur þess aö kvelja mig meö öllum tiltækum ráöum." Hún heldur áfram og gerir betur grein fyrir því í hverju þessar aflöguðu hneigðir hans og furöuleg hegðun liggur: „Hann kemur vel fyrir út á viö og nýtur þess aö telja öörum trú um aö allt sé í góöu lagi hjá okkur. Hann er ólýsanlega faiskur og siægur." Kötlu virðist, aö því er mér finnst, standa einmitt stuggur af þessu tvennu. „Pegar hann hefur kannski bæöi bundiö mig viö stól, bariö mig og keflaö á hann til aö kveikja í sígarettu og brenna hana á handarbaki mínu eöa jafnvel á háisinum á mér. Eftir svona aögerö nauögar hann mér venjulegast andstyggilega. Hann grætur svo heilmikiö eftir atburöinn yfir því hvaö hann þurfi aö vera haröur viö mig, bara svo ég geri þaö sem mér er sagt. “ KYNFERÐISLEG AFLÖGUN OG ÓRÉTTMÆTAR ÁSAKANIR Lýsingar Kötlu á framferði mannsins eru hreint ótrúlegar. í tilvikum flestra kvennanna er um aö ræöa ömurleg afbrigðilegheit í kynferðismálum, jafnframt grófu ofbeldi. „Hann er sjúklega afbrýöi- samur og allir sem eru karkyns eru keppinautar hans um athygli mina, sem hann kann þó ekki meira en þetta aö meta," segir Katla og vanmátt- urinn leynir sér ekki í skrifum hennar. „Hann ásakar mig um framhjáhald og segir mig algjöra mellu. Hann felur fyrir mér alla MB skapaöa hluti og gerir bara þaö sem honum passar. Ég var í góöri vinnu þegar viö giftum okkur og náttúrlega missti hana. Ég gat ekki mætt nema meö höppum og glöppum vegna þess hvaö ég var oft illa útleikin eftir árásir hans og jafnframt svefnlaus." Katla bendir sorgmædd á þaö tvöfalda siögæöi sem manninum er meira en eðlilegt aö ástunda og bætir viö: „Hann smjaörar fyrir öllum sem reyna aö hafa samband viö mig. Hann lýgur einhverju JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ 26 VIKAN 6. TBL.1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.