Vikan


Vikan - 25.03.1993, Side 31

Vikan - 25.03.1993, Side 31
hlutverkið í Gaukshreiðrinu 1975 og aukahlutverk í Tearms of Endearment 1983, sigrar nú verður hann fyrstur núlifandi leikara til að ná I styttuna eftirsóttu í þriðja sinn. Óskarsverðlaunin eru að þessu sinni tileinkuð konum í kvikmyndagerð en kaldhæðni tíðarandans í Hollywood er á sama tíma sá að sterkum og áberandi kvenhlutverkum hef- ur fækkað stórlega. Markaðs- stjórar í kvikmyndaborginni virðast ekki hafa mikla trú á konum sem vitsmunaverum og hlutverk þeirra eru flest notuð til skrauts í kringum karlleikarana sem þjást ekki af verkefnaskorti. Aðeins tvær þeirra mynda sem kona er til- nefnd fyrir aðalhlutverkið í eru framleiddar í kvikmyndaborg- inni og það er hæpið að flokka aðra þeirra, Love Field, mynd Orion kvikmyndafyrirtækisins sáluga, undir Hollywood-fram- leiðslu. Það er Michelle Pfeif- fer sem krækti sér í sína þriðju tilnefningu með frammi- stöðu sinni í henni en myndin segir frá hvernig leiðir skerast á ferðalagi hvítrar konu og svarts manns í Suðurríkjum Bandaríkjanna eftir morðið á Kennedy forseta. Almannarómur í Los Angel- es segir að tilnefning Pfeiffer sé í raun fyrir hlutverk kattar- konunnar í Batman Returns en það er ólíklegt að hún hafi eitthvað að gera í samkeppni við Susan Sarandon og Emmu Thompson. Sarandon er eini leikarinn sem tilnefndur er í ár og einnig var með í fyrra og túlkun hennar í Lorenzo's Oil, á konu sem á í baráttu við heilbrigðiskerfið fyrir lífi sonar síns, kemur sterklega til greina verðlauna- kvöldið. Það er samt Emma Thompson úr Howards End sem flestir spá sigri því hún hefur þegar hlotið flestar þær viðurkenningar sem gefa til kynna að óskarinn falli við- komandi leikara í skaut. Neöar á blaði eru Mary McDonnel úr Passion Fish og Catherine Deneuve I frönsku myndinni Indochine en hún er tuttugasti leikarinn í sögu óskarsverðlaunanna sem til- nefndur er fyrir hlutverk á öðru tungumáli en ensku. Að- eins tveimur þeirra hafa verð- launin fallið í skaut. Nafn Marisa Tomei var það sem kom flestum mest á óvart þegar tilnefningarnar til ósk- arsverðlaunanna voru til- kynntar. Hún er eina leikkon- an úr kvikmyndum Hollywood- risanna sem nefnd er fyrir aukahlutverk að þessu sinni og þó að hún sé óborganleg sem kærasta Joes Pesci í grínmyndinni My Cousin Vinnie verða möguleikar hennar til verðlauna að teljast litlir. Ekkja Laurence Olivier, Joan Plowright, úr Enchanted Aprii er líklegri ásamt ástr- ölsku leikkonunni Judy Davis úr mynd Woody Allen, Hus- bands and Wifes. Hlutverk Vanessu Redgrave í Howards End er að mínu mati of lítið til að koma til greina en fimmta leikkonan, Miranda Richard- son, er til alls vís. Hún er til- nefnd fyrir hlutverk sitt á móti Jeremy Irons í Damage en að auki lék hún í The Crying Game og Enchanted April á árinu sem leið þannig að hún hefur verið áberandi víða. Plássins vegna veröum við að láta hjá líða að velta vöng- um yfir hvaða myndir verði hlutskarpastar í hinum fjöl- mörgu tæknilegu greinum sem metnar eru til óskars- verðlauna. Búast má við að þær myndir sem þegar hafa verið nefndar skipti þeim á milli sín að mestu en einnig er líklegt að myndin um Drakúla greifa og Death Becomes Her bætist í þann hóp ásamt The Bodyguard. Forleikurinn að kjöri mynda á erlendu máli hefur vakið at- hygli en myndin A Place in the World, sem er fyrsti fulltrúi Ur- uguay í keppninni, var dæmd úr leik því aðstandendur hennar munu teljast heldur argentískir. Eftir standa því einungis myndir frá Rússlandi, Belgíu, Þýskalandi og Frakk- landi. Þetta er í tuttugasta og áttunda sinn sem frönsk mynd er tilnefnd og ef hún sigrar nú, eins og flestir reikna með, jafna Frakkar met ítala sem nlu sinnum hafa hirt verðlaun- in. Fulltrúi íslands, kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, Svo á jörðu sem á himni, komst því miður ekki á blað en þeir meðlimir akademíunnar sem ég talaði við voru sammála um að hún væri falleg en leiknum væri ábótavant ásamt því að það tæki atburðarásina of langan tíma að fara úr startholunum. Það er samt engin ástæða til að leggja árar í bát og við getum verið stolt af frammistöðu okkar f fyrra. Hver veit hvað gerist að ári? Þangað til verðum við að horfa á aðra berjast um bitann en verðlaunaathöfnin, sem enn verður undir stjórn Billy Crystal, fer eins og kunnugt er fram I borg kvikmyndanna mánudagskvöldið 29. mars. VETRARÆVINTÝRI í SKAGAFIRÐI FERÐAÞJÓNUSTA Á BAKKAFLÖT hádeginu kemur síðan hús- freyjan á Bakkaflöt með heitt kaffi, kakó, brauð og kökur til að hressa svangt útivistarfólk- ið. Eftir máltíðina er fólki boð- iö upp á vélsleðaferðir um fjöll og firnindi. Þeir sem vilja geta látið draga sig á vélsleðum með skíði undir fótum eftir svellinu eða upp í fjöllin og rennt sér síðan niður eins og kunnáttan býður. Haldið er heim þegar langt er liðið á daginn, slakað á eftir átök dagsins og látið fara vel um sig í sundlauginni. Um kvöldið er borinn fram hátíðarkvöld- verður og loks skemmtir fólk sér fram eftir kvöldi við söng, leik eða spjall. Eftir morgunverð á sunnu- deginum, sundsprett í lauginni góðu og gönguferð um ná- grennið halda gestir heim á leið, endurnýjaðir á á sál og líkama. Fyrir þá sem áhuga hafa er unnt að skipuleggja heimsókn í hesthúsið á nágrannabæn- um Varmalæk, llta á hinn landsþekkta gæðing Hrímni frá Hrafnagili og sjá glæsta gæðinga svífa um skagfirskar grundir, auk þess sem hús- ráðendur taka jafnvel lagið að skagfirskum sið. Einnig býðst þeim sem vilja að þeysa um á hestasleða eftir ísilögðu Vatnshlíöarvatni. Til vors býðst þessi helgar- pakki á kynningarveröi, kr. 6.800 á mann I tveggja manna herbergjum. Börn yngri en 16 ára í fylgd meö fullorðnum greiða hálft gjald. Ferð af þessu tagi er tilvalin fyrir fjölskyldur, kunningja- hópa eða til dæmis starfs- félaga sem vilja breyta til í frí- stundum sínum og draga sig um stund í hlé frá skarkala heimsins. □ Nesti snætt a vatmnu. Skál og velkomin! Siggi býöur upp á hressingu í laug- inni. Abænum Bakkaflöt í Skagafirði er f vetur boðið upp á skemmti- legan helgarpakka sem er hæfilegt sambland af hvíld, útiveru og vetraríþróttum. Ný- lega fór hópur fólks í helgar- ferð þessa til reynslu og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum heppnaðist ferðin vel og var fólk hæstánægt með þann viðurgjörning sem boðið var upp á. Fólk kemur á staðinn snemma á föstudagskvöld og byrjar á að fá léttan kvöld- verð. Síðan er feröarykið skol- að af í lítilli einkasundlaug heima á bænum. Á milli sund- taka er dreypt á Ijúfum veig- um sem bóndinn kemur með á bakka að sundlaugarbarm- inum. Laugardagurinn er tekinn snemma og byrjað á staðgóð- um morgunverði af hlaðborði. Að því búnu er haldið út í heil- næmt vetrarloftið. Dorgað er í gegnum ís á Vatnshlíðarvatni sem er þarna skammt frá. í 6, TBL, 1993 VIKAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.