Vikan


Vikan - 25.03.1993, Page 42

Vikan - 25.03.1993, Page 42
KLUBBUR FYRIR SÆLKERA og alla aSra sem unna góSri matseld Almenna bókafélagiö hefur nú hleypt af stokkunum nýjum mat- ar- og vínklúbbi. Þaö er eng- inn annar en fjölskylduvinurinn Sigurður L. Hall, matarspek- úlant Stöövar 2, sem sér um klúbbinn fyrir AB. í tilkynningu frá klúbbnum segir aö sívax- andi áhuga gæti meðal okkar íslendinga af báöum kynjum á aukinni þekkingu í matargerö- arlist. Og viö erum aö tala um mun víðfeðmari viðfangsefni en súrslátur og hafragraut. Mikil áhersla er lögö á að félagar í klúbbnum spari veru- legar fjárhæöir meö þátttöku sinni í klúbbnum en í hverjum mánuði munu þeir fá senda matreiöslu- eöa vínbók. Þá fylgir hverri bók sérstakt fylgi- rit, Sælkerinn, sem Sigurður ritstýrir. Ýmis fríöindi fylgja klúbbn- um, svo sem safnmappa, Gullkort sælkerans og alls kyns afsláttarmöguleikar, bæði í mat og drykk og má þar nefna námskeiðahald í hvoru tveggja. Þá er ætlunin að farnar veröi sérstakar sæl- keraferöir utan sem innan- lands. Félagar í klúbbnum geta ennfremur haft beint samband viö Sigurð og spurt hann ráöa, endurgjaldslaust. Meöal þess sem farið verö- ur yfir í útgáfu matreiðslu- bókanna eru mexíkóskir réttir, tælensk matseld, ítölsk vín, góögæti fyrir börn, kínverskur matur og spánskur, köku- bakstur, fondú, ostakökur, frönsk rauövín og ítalskir for- réttir svo eitthvað sé nefnt. Og í lokin má geta þess að Vikan hefur hlerað aö Einar Thoroddsen muni veröa Sig- uröi aö einhverju leyti innan handar með kynningar og námskeið í vínsmökkun og -smekk. BRAUÐSTOFA SEM BÝÐUR BETUR Opið manud.-fostud. kl. 9.00-17.00. L ______f„ ■ APGREIÐUM PANTANIR ] GLEYM-MÉR-Elj^ PANTIÐ TIMANLEGA. ■ £ SUNNUDÖGUM. KAFFI - SNITTUR PARTI - SNEIÐAR SEM ERU ALGJÖR NÝJUNG HATUNI 6b - SIMI615355 OG EFTIR LOKUN 43740

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.