Vikan


Vikan - 25.03.1993, Side 49

Vikan - 25.03.1993, Side 49
þess aö lifa sjálfstæðu lífi og styðja hann í því þannig að hann geti einnig borið ást og virðingu fyrir okkur sjálfum sem sjálfstæðum einstaklingi í stað þess að upplifa að við séum háð sambandinu eða honum. Hins vegar fara alltof mörg sambönd út f samkeppni. Þá verður allt að samkeppni - samkeppni um hvort hefur rétt fyrir sér, samkeppni um styrk, samkeppni um virðingu, sam- keppni um ást og svo fram- vegis. Oft stafar þetta af ósjálfstæði annars hvors eða beggja aðilanna og þörf fyrir sambandið sem slíkt, þörf fyrir að vera háður. Þá verður oft spurningin um ást ofarlega á blaði og tiltölulega óþroskuð viðbrögð eða barnaleg við- brögð láta á sér kræla: „Ef þú hugsar ekki eins og ég þá elskar þú mig ekki og berð enga virðingu fyrir mér.“ „Ef þú elskar mig þá berstu ekki viö mig.“ „Ef þú elskar mig þá kemur þú til móts við mig, jafnvel þótt ég sé illa fyrirkall- aður/kölluð og komi illa fram við þig þess vegna.“ „Ef þú elskar mig áttu að skilja mig.“ Þetta eru nokkur augljós dæmi um viöhorf sem leiða til samkeppni, samkeppni um ást og virðingu makans. Fjárhagserfiðleikar geta einnig ieitt til samkeppni vegna þess að þeir leiða oft til þess að hjónin geta ekki leyft sér það sjálfstæði sem þeim finnst þörf fyrir. Fjárhagserfið- leikar og smábörn á sama tíma leiða enn frekar til upplif- unar af því að vera heftur og nauðbeygöur til að lifa lífi sem fyrst og fremst er eins konar skylda og hefting. Þetta leiðir þá oft til þess að hjónin eru meira eða minna alltaf saman og fara svo að kenna hvort öðru um heftinguna. SAMKEPPNI í RIFRILDUM Þegar um samkeppnissam- band er að ræða verða rifrildi einnig samkeppnisrifrildi. Rifr- ildin einkennast þá af ásökun- um í stóru og smáu. Makan- um er kennt um allt og allt tínt til, bæði gamalt og nýtt. Hin ómeðvitaða hugmynd er þá að „ef þú bara viðurkennir að þú ert alltaf að gera rangt get- ur þú breytt því og þá getur mér farið að líða vel með þér“. Mín vanlíðan stafar af þinni framkomu. Vegna ósjálfstæð- is okkar hættum við að sjá að við sjálf erum þau einu sem getum gert eitthvað í okkar eigin vanlíðan. Við hættum að sjá að það eru okkar eigin við- brögð sem leiða til þess að okkur líður áfram illa. Þó svo að makinn segi eða geri eitt- hvað sem veldur því að okkur líður illa höfum við sjálf ótal möguleika á viðbrögðum, sem ýmist leiða til áframhaldandi vanlíðunar eða leiða smám saman til vellíöunar. Með því að taka þátt í samkeppnisrifr- ildi mun okkur aldrei Kða vel á eftir. Ástæöan er einfaldlega sú að út úr slíkum rifrildum kemur enginn sem sigurveg- ari. Báðir tapa. RIFIST UM AUKAATRIDI Eins og þú nefnir verða þessi rifrildi undantekningarlaust um aukaatriði. Samkeppnin um sigur leiðir til þess að rifrildið færir okkur langan veg frá aðalatriðinu. Með því að hlusta á tilfinningar okkar get- um við haldið okkur við aðal- atriðið og það er eina leiðin til þess að rifrildi leiði til niður- stöðu, sem síðan getur leitt til jákvæðs framhalds. VIRK HLUSTUN OG UMRÆ.ÐA UM SJÁLFAN SIG Reynið að beita því sem kall- að er virk hlustun og ræðið um ykkur sjálf í stað þess að ásaka stöðugt makann. Virk hlustun gengur út á það að hlusta eftir því sem okkur finnst hinn aðilinn vera að koma á framfæri, bæði með orðum og látbragði, og spyrja til baka hvort sú túlkun sé rétt. Tilgangurinn er aö halda sig við aðalatriði umræðunnar. Að ræöa um sjálfan sig er að segja frá eigin líðan, hugsun, túlkun á viðbrögðum hins og svo framvegis í stað þess að segja alltaf „þú gerir", „þú seg- ir“ og svo framvegis. Dæmi: Þegar þú talar svona til mín líöur mér svona, er það það sem þú vilt? Ég fæ á tilfinn- inguna að þú sért að kenna mér um hvernig þér líður. Viltu aö ég geri eitthvað sér- stakt til að þér líði betur? Eftir slíkar spurningar eru meiri lík- ur til þess að þið getið komist að niðurstöðu um hvað hægt sé að gera í málinu í staö þess að ásaka hvort annað og bíða eftir því að hinn aðil- inn skilji hvað hann er vitlaus. Um virka hlustun og ég og þú boð hefur verið ritað í ýms- ar bækur um sjálfsstyrkingu og uppeldi. Það er of langt mál til að fara nánar út í það hér. Lesið ykkur gjarnan til. Með kveðju, Sigtryggur VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: VELKOMINA SNYRTISTOFU ÁRBÆJAR x* | ROFABÆ 39 - SIMI 68 - 93 - 10 | Irn.A ► ANDLITSBÖÐ ► HÚÐHREINSUN SÉRMEÐFERÐ: HULDA ► PLOKKUN ► VAX-MEÐFERÐ ► FÓTSNYRTING ► FÖRÐUN JURTAMASKI: f. bóluhúS, f. háræðaslit, f. eldri húS. HITAMASKI: f. þurra húS, f. óhreina húS, f. vannærSa húS. AUGNMASKI: f. poka og hrukkur. SILKINEGLUR • TRIM FORM • GERUM GÖT í EYRU Erna Guðmundsdóttir Porgerður Pálsdóttir Kristín Kristjánsdóttir HÁ RGREIÐSL US TOFA N CRESÍKA Raudarárstíg 27-29, 2. hæó Sími 22430 HÁRSNYRTISTOFAN GRANDAVEGI 47 <p 62 61 62 RAKARA- db HÁRqœtÐSCMSrDFA HVERFISGÖTU 62 -101 REYKJAVÍK 6.TBL. 1993 VIKAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.