Vikan


Vikan - 25.03.1993, Page 52

Vikan - 25.03.1993, Page 52
STAKKASKIPTI MEÐ MAKE-UP FOREVER BjSk nr se nna Björnsson er 21 árs nemi við , Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem hún er á nýmálabraut. Hún tekur stakkaskiptum í þessari Viku. Það var Linda frá Jóa og félögum sem sá um bláa hárið en Hanna frá Salon Veh um hina hárgreiðsluna fyrir myndatöku hjá Gústaf Guð- mundssyni. Þórunn Högnadóttir tók myndina af Önnu þar sem hún skartar bláum kolli. Til að skerpa litina á augnlokum Önnu notar Þórunn pigment- augnskugga ofan á augnlokin en hann er í duftformi. Hann er sterkari en venjulegir augnskuggar og til þess ætlaður að ná fram skarpari litum. Þá notar Þórunn gerviaugnhár hvort tveggja á efri sem neðri augnhár. í gultóna myndinni eru aðallega notaðir appelsínugulir og gulir litir í augnskuggum og gerviaugnhár að auki. Við vinstra auga Önnu eru settir litlir, gylltir steinar sem setja ótrúlega sterkan svip á myndina og á varirnar gloss-varalitur. Eins og áður þá eru, þótt ótrúlegt megi virðast, allar myndirn- ar af sömu manneskjunni. Þátturinn ber nafn með rentu nú sem fyrr. □ FÖRÐUN: ÞÓRUNN HÖGNAÐÓTTIR, FÖRÐUNARMEISTARANUM BORGARKRINGLUNNI HÁR: LINDA HJÁ JÓA OG FÉLÖGUM OG HANNA FRÁ SALON VEH UÓSM.: GÚSTAF GUÐMUNDSSON OG ÞÓRUNN HÖGNADÓTTIR

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.