Vikan - 25.03.1993, Blaðsíða 60
INGA GUNNARSDÓTTIR í HÁRI OG FÖRÐUN
að tileinka sér nýbreytni. Inga
segir karla vera að sækja tölu-
vert í sig veðrið á þessu sviði
sem hingað til hefur einkum
höfðað til kvenna.
„Fólk vill nánast mánaðar-
lega fá nýjar línur í hár og við
þurfum því ávallt að vera með
nýjungar á takteinum. Og það
er farið að bera sífellt meira á
því að karlar vilji breyta til,“
segir Inga en hún hefur nú
starfað sjálfstætt að rekstri
hárgreiðslu- og snyrtistofunn-
ar Hár og förðun í tvö ár eða
síðan hún yfirtók reksturinn.
Og fram kemur í spjallinu við
Ingu að ráðgjafarþátturinn
gerist æ ríkari í starfseminni
enda úr mörgu að velja, bæði
hvað varðar form hárs og
meðferð þess. Efnin eru orðin
fjölmörg og sum hver henta
betur en önnur. Sjálf segist
Inga eingöngu vera með vörur
frá Matrix sem hún noti til alls
og ennfremur hefur hún til
sölu vörur frá Sebastian. Allar
eru vörurnar umhverfisvænar
í takt við tímann.
Tlnga,
fjóróa frá
vinstri,
ásamt
fríöu föru-
neyti við
krýningar-
hátíö
forsíöu-
stúlku
Vikunnar.
í samtali
viö Vikuna
leggur
Inga
áherslu á
aö starfs-
fólk Hárs
og förö-
unar vinni
sem ein
heild.
VIUA REYNA NÝTT
Eins og nafnið gefur til kynna
er farið mjúkum höndum um
fleira en hár viðskiptavina.
Þarna í Faxafeninu númer níu
hefur Kristín Stefáns tekið
upp samstarf við Ingu og vin-
konur hennar og sér Kristín
um förðunina. Sú þjónusta
nýtur mikilla vinsælda og er
rétt að benda væntanlegum
viðskiptavinum á að panta
tímanlega í hárgreiðslu
og/eða förðun þannig að þeir
þurfi vart annað en að
smeygja sér í viðeigandi fatn-
að að meðhöndlun lokinni.
„Konur eru mjög viljugar til að
reyna eitthvað nýtt og þær eru
orðnar meðvitaðar um það
hve gott útlit hefur mikið að
segja í daglegu lífi. Einnig
hafa margar gert sér góða
grein fyrir því að ef þær líta
vel út eykst þeim sjálfsörygg-
ið,“ segir Inga en hún vill ekki
síður líta á ýmislegt í starfinu
sem listsköpun þar sem reynt
er að laða fram alla bestu eig-
inleika og fegurð með hár-
greiðslu og förðun.
Veigamikill þáttur í viðhaldi
á þekkingu og leiðum til fram-
fara í hárgreiðslunni er að þeir
sem starfa í greininni taki virk-
an þátt til dæmis í keppnum
og námskeiðum sem haldin
eru. Inga hefur sjálf tekið þátt í
fjölmörgum keppnum og má
nefna keppni í tískulínu á síð-
astliðnu ári en þá kepptu
reyndar allar sem á stofunni
starfa. Inga hefur einnig unnið
aö uppsetningu sýninga og þá
ekki aðeins í hárgreiðslu held-
ur einnig í fatahönnun svo
dæmi sé tekið en hún sá til
dæmis um sýninguna FAT ‘89.
BETRI LÍÐAN
- BETRA LÍF
Eins og fram hefur komið
gekk Inga inn í rekstur sem
var I fullum gangi fyrir tveim-
ur árum. Hún segist frá upp-
hafi hafa lagt á það meginá-
herslu að starfsfólkið ynni þar
sem ein heild en hún hefur á
sínum snærum fimm útlærð-
ar hárgreiðslukonur og tvo
nema, þessa dagana. Hún
stílar einnig inn á það að fólk
geri sér grein fyrir því að
betra útliti fylgi betri líðan og
þar af leiðandi betra Iff. Þetta
byggir hún meðal annars á
því að hárið sé prýði höfuðs-
ins og því mikil nauðsyn að
hugsa vel um það. Inga seg-
ist hvetja viðskiptavini sína til
þess að breyta til þegar svo
ber undir ásamt því að leggja
áherslu á að viðskiptavinir
hiki ekki við að spyrja í þaula
og leita þannig ráða um með-
ferð hárs og klippingar. Og
punkturinn yfir i-ið er síðan
sá að öll efni eru umhverfis-
væn.
Inga brosir breitt þegar hún
talar um fyrirtæki sitt við
erindreka Vikunnar og hún
segist hafa mjög gaman af því
að starfa við iðnina. „Þetta
hefur verið mjög skemmtilegt.
Við erum allar mjög sælar
með það hvernig okkur hefur
gengið og stefnum að sjálf-
sögðu að því að svo verði
áfrarn." □
60 VIKAN 6.TBL. 1993