Vikan


Vikan - 25.03.1993, Page 79

Vikan - 25.03.1993, Page 79
íslandshönd. Linda Péturs- dóttir hefur líka fengið hana til samstarfs við sig við nýstofn- aða umboðsskrifstofu sína, Wild. Um þessar mundir vinn- ur Kristín með Ijósmyndaran- um Max Bradley sem tekur myndir fyrir nýtt, breskt tísku- blað sem heitir Bite en hann er hér á vegum Lindu Péturs- dóttur. „Ég rétt gef mér tíma til að koma við heima til að gefa hundinum mínum í svanginn en það er átta ára kínverskur pug. Mér finnst gaman að koma víða við og vil ekki festa mig í einhverju einu,“ segir Kristín. „Ég hef verið free lance síðastliðin þrjú ár og kann því vel.“ VIKAN hefur ekki farið var- hluta af handbragði Kristínar en hún hefur farðað margar stúlknanna sem hafa trónaö á forsíðum blaðsins síðustu tvö árin. Þótt kvölda taki er ekki þar með sagt að vinnudegi Krist- ínar sé lokið því þá taka við námskeiö í kjallaranum hjá henni. Þar leiðbeinir hún kon- um um daglega förðun. Nám- skeiðin hafa verið geysivinsæl og segir Kristín færri hafa komist að en vildu. En hvernig hófst þetta allt? „Ég lærði snyrtifræði hjá Maríu Dalberg á Snyrtistofunni Maju. Þá var ekki búið að inn- lima fagið í skólakerfið. Nú er þetta þriggja ára nám í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti." Kristín lét ekki þar viö sitja heldur bætti förðunarnámi við snyrtifræðina, fór í skólann Complexion International í London. Þegar heim kom opnaði hún Snyrtistofuna NN sem hún rak í sex ár en seldi fyrir um það bil þremur árum. Þá hafði hún þegar tryggt sér umboð fyrir No Name og Gale Hayman vörurnar og vinnan sem því fylgdi tók meiri og meiri tíma eftir því sem um- fangið varö meira. í byrjun seldi Kristin þessar vörur ein- ungis sjálf en núna dreifir hún þeim til um það bil þrjátíu út- sölustaða. Myndir af mörgum kunn- ustu fyrirsætum okkar hafa einmitt prýtt auglýsingaspjöld- in frá No Name. Þar ber að nefna Elínu Reynisdóttur, sem var kjörin fyrsta forsíðu- stúlka Samútgáfunnar, Jónu Björk Helgadóttur en Magnús Hjörleifsson tók myndina af henni og hlaut fyrstu verðlaun i Ijósmyndasamkeppni fyrir hana. Þá tóku þær Linda Pét- ursdóttir, Unnur Steinson og Laufey Bjarnadóttir, sem var kjörin forsíðustúlka Vikunnar 1991, við og um þessar mundir er verið að kynna sjöttu stúlkuna. Það er Nanna Guðbergsdóttir sýningarstúlka og þátttakandi í keppninni um titilinn feguröardrottning Reykjavíkur. Þetta veggspjald er með nokkru öðru sniði en hin fyrri. „Já,“ segir Kristín. „Þetta er gjörbreyting og ég ætla að stefna að því aö hafa þetta sem breytilegast héðan í frá.“ Snúum okkur nú að ný- afstaðinni íslandsmeistara- keppni. Hún var haldin á Hótel íslandi 7. mars síðast- liöinn og var keppt í hár- greiðslu, fatahönnun - sem er nýjung - og í förðun. í förðun- inni var keppt í fimm flokkum, þaö er að segja dagförðun, tísku- og samkvæmisförðun, Ijósmyndaförðun, leikhúsförð- un og fantasíuförðun. „Þetta var bráðskemmtileg keppni. Þaö voru um þrjú hundruð keppendur saman- lagt, þar af milli fimmtíu og sextíu sem kepptu í föröun. Ég tók þátt í þremur flokkum." Kristín fór enga erindis- leysu f förðunarkeþþnina þar sem hún sigraðir í tveimur af þeim þremur flokkum sem hún tók þátt f. „Já, ég vann í dagförðun og Ijósmyndaförðun en lenti í öðru sæti í tísku- og sam- kvæmisförðun." Kristín Hlín Pétursdóttir var módel Kristínar í dagföröun. Hún var klædd sem brúöur og hafði reyndar litla brúðarmey, Guðríði Jóhannesdóttur, sér viö hlið og hana farðaði Krist- ín líka. í Ijósmyndaförðuninni var sýningarstúlkan Birna Braga- dóttir verkefni Kristínar en henni var stillt inn í umgjörð sem átti að vera forsíða hins fræga tískublaðs Vogue. Það eru ekki síst hugmyndir sem slíkar sem vekja athygli og undirstrika sjálfa förðunina. Þórey fris Halldórsdóttir var módel fyrir tísku- og sam- kvæmisförðun Kristínar. Keppnin hófst klukkan ellefu að morgni og stóð með hléum til klukkan að ganga sjö um kvöldið. Stöðugur straumur fólks var allan daginn til að fylgjast með handbragði fag- fólksins. Keppendur dreifðu sér um allt húsið en að end- ingu voru sýningar á sviði og svo verðlaunaafhendingar. „Hárgreiðslu- og förðunar- sýningar sem þessar hafa verið haldnar í sex ár og það er Pétur Melsted sem er frum- kvöðullinn," segir Kristín. „Þetta er hins vegar þriðja árið sem keppt er og hefur hróður keppninnar borist víða því keppendur frá Færeyjum, Englandi, Kína og Hong Kong hafa tekið þátt í henni í gegn- um tíðina.“ Þegar hér er komið sögu er Kristin farin að ókyrrast og lít- ur á klukkuna. Hún á að vera mætt í öðrum bæjarhluta eftir A Frá vinstri: Kristín Hlín Pét- ursdóttir, Guðríóur Jóhannes- dóttir, Birna Bragadótt- ir og Þórey íris Hall- dórsdóttir. stutta stund. Þar bíður hvít- þvegið andlit einhverrar fyrir- sætunnar eftir að Kristin laði fram fönguleika heimskon- unnar. Við tefjum Kristínu því ekki lengur og brátt sést undir iljarnar á henni þar sem hún tekur á sprett eftir ganginum með föröunartöskuna undir annarri hendinni og bíllyklana í hinni. □ SUZUKISWIFT 3 DYRA, ÁRGERÐ1993 * * * * * Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu. Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4.0 1. á hundraöið. Framdrif. 5 gíra. Verð kr. 795.000 á götuna, stgr. ^SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 SlMI 685100 SPARNEYTINN BlLLÁVÆGU VERÐI 6. TBL. 1993 VIKAN 79

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.