Vikan


Vikan - 29.07.1993, Page 6

Vikan - 29.07.1993, Page 6
TEXTI: ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR / MYNDIR: BRAGIÞÓR JÓSEFSSON VIÐTAL VIÐ MAI BENTE BONNEVIE i.Ég fylgi innsæinu," segir mynd- llstar- konan Mai Bente Bonnevie. LITIIRINN ERHáNN STJORNIR að var ekki aðeins að sólin skini utan dyra, heldur var svo mikið sólskin innan dyra að það var ekki annað hægt en að skyggnast bak við tjöldin og fá að vita meira , fá að kynnast málaranum Mai Bente Bonne- vie er sýning hennar, Af jörðu, var haldin í Norræna húsinu á dögunum. Um leið og gestir gengu inn á sýninguna flæddi sólskinið á móti þeim, gulir og rauðgulir tónar flögruðu fyrir augum og tóku völdin. Þetta var ein af þeim sýn- ingum þar sem allir eru boðnir velkomnir á frumsýningu en ekki aðeins fáir útvaldir. Þegar gestir höfðu heilsað listakonunni og skoðað sig um dálitla stund, var sýningin sett formlega og fengu gestir að hlýða á listakonuna segja frá' hugsjóninni á bak við verkin. Hún talaði um gjöfula jörð- ina sem gæfi svo mikið en væri ekki virt. „Ef jörðin væri virt væri ekki svona mikið ofbeldi í heim- inum. Jörðin svarar með sár- um, sulti og stríði, Verk mín játast lífinu í þrjósku. Sorgin yfir rányrkju jarðar og þeim sárum sem hún er stöðugt særð ber uppi starfið. Það má líta á verkefnið sem uppreisn gegn sundrunginni. í samfél- agi markaðsbúskapar er lífs- hlaupið orðið maraþonhlaup, þar sem hver verður að hlaupa sem hraðast. Eigin hrynjandi jarðarinnar hins vegar, tíminn, breyting í ferli-samhengi árstíðanna: Líf - Dauði - Líf er sem áminning og spegill. Ég þekki aftur skyldleikann 6 VIKAN 15.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.