Vikan


Vikan - 29.07.1993, Page 11

Vikan - 29.07.1993, Page 11
KVENNAFANGELSIÐ I KOPAVOGI Önnur var inni fyrir smygl en hin fyrir að brjóta vínskilyrði. Við skreyttum jólatré í borð- salnum sem og herbergin okkar. Það var ágætismatur á boðstólnum þó ekki væri hann eins og heima hjá mömmu," segir hún. „Þetta var skemmti- legur tími því ég og önnur konan vorum að skjóta okkur í tveimur samföngum okkar. Það var ekki talið æskilegt af fangelsisyfirvöldum. Fanga- verðirnir lásu yfir mönnunum og við fyrsta tækifæri voru þeir sendir í annað fangelsi. Það var engin leið fyrir okkur að eyða nótt með elskunum okkar því allir fangarnir eru læstir inni í herbergjunum sín- um yfir nóttina.” Hún segist aldrei hafa feng- ið eins mikið af jólagjöfum og þessi jól því föngunum bárust til dæmis bækur, treflar, sokk- ar og sælgæti frá Hvítasunnu- söfnuðinum, Hjálpræðishern- um og Vernd. Hún segir jafn- framt .að einu sinni í viku hafi hjón nokkur komið í fangelsið og haldið kristilega söng- skemmtun. Þrátt fyrir að vera ekki trúuð þótti henni gott að sækja hana. Ég spyr hana hvað Ari hafi átt við þegar hann talaði um að meira stúss væri í kring- um kvenfangana en karlfang- ana. Hún verður sposk á svipinn: „Það er fátt annað hægt að hafa fyrir stafni í fangelsum en að punta sig og því var mjög vinsælt að fá að panta hárgreiðsludömu eða fá að strauja fötin sín.” Svo verður hún aftur alvarleg og segir: „Ari kom alltaf á móts við óskir okkar fang- anna en sumir verðirnir áttu það til að setja reglur eftir eigin hentisemi. Ég varð til að mynda mjög reið þegar kærastanum mínum var allt f einu meinað að heimsækja mig án nokkurra skýringa. Hann sótti þá um leyfi í dómsmálaráðuneytinu til að fá að sjá mig og fékk það að lokum.” Oft eiga nágrannar erfitt með að sætta sig við fangelsi í íbúðarhverfi en hún segir það ekki hafa verið uppi á teningnum í Kópavoginum. „Það barst þó eitt sinn kvörtun frá fóstrum á leikskóla rétt hjá fangelsinu. Nokkrir fangar höfðu verið að leika sér með frisby-disk nálægt honum. Fóstrurnar fundu að þessu þvf þær voru hræddar um að þarna væru ofbeldis- menn á meðal þeirra. Þess vegna er föngunum bannað að fara of nálægt barnaheimil- inu núna. Ég held að þetta hafi bara verið fordómar hjá fóstrunum. Auk þess eru of- beldismenn yfirleitt ekki hafðir í Kópavogsfangelsinu," segir hún. Þegar hún losnaði út úr fangelsinu fór hún aftur heim til foreldra sinna og barna. „Ég verð vör við að fólk líti öðruvísi á mig ef ég segist hafa verið í fangelsi. Það er skrýtið því þangað kemur ólík- legasta fólk. Það segist sitja inni fyrir ölvunarakstur en það þarf ekki endilega að vera satt,” segir hún leyndardóms- full. Hún lenti í bílslysi fyrir skömmu og meiddist f axlarlið svo hún hefur ekkert getað unnið að undanförnu en hyggst fá sér að hálfs dags vinnu þegar hún hefur náð sér. „Ég hef Ifka verið að gæla við þá hugmynd að fara aftur í skóla. Ég hef mestan áhuga á að læra gull- og silfursmíði. Ég bjó til dálítið af skartgrip- um í fangelsinu. En eitt sinn fékk ég lím í augað og það tók þrjá tíma á Slysavarðstof- unni að hreinsa það úr. Eftir það fékk ég ekki að nota lím í fangelsinu,” segir hún. Hún hefur nú verið laus við eiturlyfin í rúm tvö ár og segist ekki finna fyrir löngun í þau. Hún umgengst þó enn gamla vini sem eru háðir þeim og finnst sorglegt að sjá hvernig komið er fyrir þeim. „Ég vona að sjálfsögðu að ég þurfi aldrei að fara aftur inn í fangelsi enda finnst mér ég hafa brotið nóg af mér. Ef tím- inn sem ég hef setið inni og peningarnir sem ég hef grætt á afbrotunum væru athugaðir kæmi í Ijós að þetta svaraði ekki kostnaði,” segir hún bros- andi. □ Amerísku rúmin eru komin til að vera. Eigum til alveg ótrúlega mikið úrval af fallegum rúmum í ýmsum stærðum og gerðum frá heimsþekktum og virtum framleiðendum svo sem BROYHILL FURNITURE og SERTA dýnufyrirtækið sem er eitt stærsta dýnufyrirtæki í U.S.A og rómað fyrir vandaðar dýnur þar sem þægindi, stuðningur og ending fara saman. SERTA dýnan er einstök að því leyti að hún er eina breiða rúmdýnan á mark- aðnum sem er bundin í báðar áttir sem þýðir að hjón sem sofa saman á dýnunni verða lítið vör hvort við annað þegar þau bylta sér.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.