Vikan


Vikan - 29.07.1993, Page 14

Vikan - 29.07.1993, Page 14
Flugbeittur hnffur látinn falla á maga Njáls. TakiA eftlr plankanum hægra megin vi6 hann. ( hann stakkst hnífurinn en ekki Njál. Táknræn mynd fyrir svipbrigöi sýningargesta. Eins margir fengu aö standa á Njáli og komust fyrir meöan hann lá á glerbrotum. gaman aö þróa atriði sín og þarna reyndi hann nokkuð sem ekki hefur sést áður. Og tókst! Hann setti straujárnið á brjóstið og þar bara var það. Síðan tók hann band sem bundið var um handfang fötu. í fötunni var dálítið af vatni, einn til tveir lítrar, á að giska. Hann smeygði snærinu um strau- járnið og lyfti fötunni þar sem hún hékk ekki í öðru, veskú! STÓÐU Á SKELFI Glerbrotin voru næst á dag- skrá og yfir þau sprangaði Skelfirinn með tvo farþega svo að brothljóðin undir iljum hans hristu duglega upp í við- stöddum. Eftir það atriði sýndi kynnir sýningarinnar hnff. Hann lét hnífinn detta svo hann stakkst í trékubbinn. Þá lagðist Skelfirinn ofan í gler- brotin og Baldvin Skúlason, aðstoðarmaður hans, mund- aði hnífinn svosem rúman metra fyrir ofan kviðarhol Njáls. Hann lét hnffinn detta. Gestir kvöldsins sátu með öndina í hálsinum og vörpuðu henni í forundran þegar flug- beittur hnífurinn skoppaði eins og bolti af Skelfinum. Og svona rétt á meðan hann lá þarna í glerbrotunum voru fengin eins mörg börn og rúmuðust ofan á karli til að standa þar. Með seinni atriðum Skelfis- ins þetta kvöldið voru síðan tvö atriði sem hann hafði Njáll lætur sér ekki eigin lík- amsþyngd nægja á glerbrotin. aldrei sýnt áður og annað raunar sem hann hafði ekki reynt þegar þar var komið sögu. Um var að ræða kara- tehögg í gegnum tvær gang- stéttarhellur. Annað hvort mölvaði Skelfirinn á sér hönd- ina við þetta eða hann færi í gegn. - Ekki vildi ég fá kjafts- högg frá þessum karli! heyrð- ist ungur drengur muldra í salnum meðan Njáll mundaði hnefann ofan á hellunum. Hann sló f gegn án þess að virðast nokkuð þurfa að hafa fyrir því. Það var eiginlega frekar eins og þetta væru smjörstykki! TÍKALLABEYGIR Að lokum bað Njáll Torfason um hljóð í salnum. Hann sett- ist á stól og bað um smápen- inga. Þá fékk hann. Fyrst fór tíkall í hendurnar á honum. Þegar hann hafði reynt af miklu afli að beygja peninginn svosem eins og brot úr milli- metra lét hann hann frá sér. Blaðamaður Vikunnar og Samúels fann sveigju í pen- ingnum á eftir. Njáli gekk hins vegar lakar með krónupening- inn enda bara með hann í annarri hendi og mun meira átak sem þarf til að ná sveigju í krónuna. Áhorfendur fögnuðu Skelf- inum að sýningunni lokinni mjög vel enda hafði hann framkvæmt fyrir þá ýmislegt sem fram að þvf hafði verið talið til lítilla, mannlegra möguleika. Undraveran þurfti í þetta sinn ekki að fara út í handjárnum. Enda hefði það sennilega verið til Iftils þvf Skelfirinn hefur að eigin sögn komist langt með að rústa slík járn með berum höndum. □ 14VIKAN 15.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.