Vikan


Vikan - 29.07.1993, Síða 24

Vikan - 29.07.1993, Síða 24
TEXTIOG UÓSM.: HJALTIJÓN SVEINSSON Vegurinn á milli Hólma- víkur og Gjögurs á Ströndum er stundum sagður slæmur - en hvaða malarvegur af gömlu gerðinni er það ekki? Ef ekið er með stóískri ró og jákvæðu hugar- fari þennan spöl þá er hann ekki verri en hver annar - og alls ekki langur. Einnig má fljúga til Gjögurs með íslands- flugi og sú ferð tekur ekki nema 40 mínútur. Þaðan má ganga um Strandir og leið flestra sem þangað koma ak- andi, gangandi eða fljúgandi liggur til Djúpuvíkur við Reykjafjörð. Peningalyktina frá síldar- verksmiðjunni þar leggur ekki lengur um fjörð og fjöll. Vélar hennar hafa ekki snúist í fjörutíu ár en árið 1934 hófst þar mikið síldarævintýri. Bygging verskmiðjunnar var ævintýri - þrekvirki við þær aðstæður sem þá voru. Vold- ugar byggingarnar standa enn eftir áratuga veðrun og reiði- leysi en síðustu misserin hafa þær gegnt nýju hlutverki. Ás- björn Þorgilsson, hótelhaldari og trillukarl, gengur þar nú um sali og sýnir þær forvitnum ferðamönnum auk þess sem hann hefur þar aðstöðu fyrir grásleppunet sín og tæki sem heyra til þeim duttlungafulla búskap. Vélarnar standa enn, nema sú sem gefin var Vél- skólanum til kennslu væntan- legra vélstjóra. Á meðan verksmiðjan var enn í byggingu og síldarævin- týrið hafið á Djúpuvík bjuggu Síldar- verk- smiöjan á Djúpuvík malaöi gull á sínum tíma og var sögð hafa borgaö sig upp á skömmum tíma. Nú er hún vett- vangur forvitinna feröa- manna og aðstaöa fyrir trillu- karlinn á staönum, Ásbjörn Þorgils- son. 24 VIKAN 15.TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.