Vikan


Vikan - 29.07.1993, Síða 25

Vikan - 29.07.1993, Síða 25
1000 manns þarna norður við ysta haf. Með ólíkindum er hvernig unnt hefur verið að koma fólkinu þar fyrir - en margir munu hafa búið í tjöld- um yfir sumarið þegar flest var. Þarna var því skrautlegt mannlíf frá því vorið 1935 og til ársins 1950 þegar fór að halla verulega undan fæti vegna aflabrests. Það er engu líkara en klukkan hafi stöðvast þegar gengið er um þessa sér- kennilegu byggð með nið fossins Eiðrofa í hlustum. - En Djúpavík er smám saman að öðlast líf á ný. Kvenna- bragginn svokallaði hýsir nú hótel sem Ásbjörn rekur á- samt Evu Sigurbjörnsdóttur, eiginkonu sinni. Þau halda dyrum sinum opnum fyrir gestum allt árið með flestu því sem slíkum rekstri heyrir til. Þau taka vel á móti ferða- löngum sem allir gætu hugs- að sér að dvelja þar lengur eftir að hafa átt stutta við- dvöl. Þau festu kaup á hús- inu og gerðu það upp. Gamla verksmiðjan fylgdi með í kaupunum og sagt er að enginn grásleppukarl á land- inu geti státað af annarri eins aðstöðu og Ásbjörn. □ Gamli „kvenna- bragginn" hefur nú fengið nýtt hlutverk. Þar er nú rekið hótel sem opið er allt árið. Heimilisfólk og hótelhaldarar á Djúpuvík, Ásbjörn Þorgilsson og Eva Sigurbjörns- dóttir ásamt börnum sínum, Arnari Loga og Kristjönu Maríu. ÁAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA / ÆVINTYRI VERULEIKANS TTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTT * g er mest hrædd um að þegar ég dey geti ég ekki ráðið hvaða lög eru spil- uð í jarðaförinni minni. Og það vil ég ekki, ég meina að því vil ég ráða, þótt ekki sé meira. Það fer auðvitað eftir því hvað ég lifi lengi og vel, hvort ég fæ nokkru ráðið. Ef ég er orðin eldgömul og að sama skapi hundleiðinleg verð bara spilaðir þessir venjulegu heldur leiðinlegu sálmar sem ég kann ekki og gæti ekki einu sinni raulað með þar sem ég svifi yfir mannskapnum, þarna í kirkj- unni. Ég vil hafa danska Ijóða- söngva og íslensk dægurlög, hafa dálítið fjör í kirkjunni, þegar allt er orðið of seint, að elska, skrifa og leika sér eins og gengur. Ástæðan fyrir því að ég er að hugsa um þetta er að ég er að koma frá Danmörku og elska að vera þar, horfa á trén og blómin, sóla mig í dönsku sumri, þar sem hægur andvari yljar mér, bæði gestur og heimamaður í senn. Ég hitti konu á götu nýverið og hún virtist undrandi yfir að sjá mig á íslandi, hélt að ég væri flutt til útlanda, með þessi örfáu málverk sem ég ætti í eigu minni. Ég sagði henni að ég viðraði drauma mína og það stundum opin- berlega. þyrfti að komast til annarra landa reglulega til að finna til en síðan sný ég alltaf heim, full af þakklæti og góð- um vonum. Ég á nefnilega satt að segja meira en nokkur málverk. Ég á litla sonardóttur sem er farin að tala við ömmu í alvöru. „Veistu að Guð er dáin, hún er stelpa eins og ég“ og litlu augun glampa í eftirvæntingu. Hún leikur sér í skartgripaskríninu mínu og skreytir sig ótakmarkað. Hún er stóra stelpan hennar ömmu og fær ýmislegt sem Anna litla fær ekki af því að hún er óviti. Ég flyt ekkert í bráð og helst ekki í hinn heiminn, er ekki tilbúin og vona að það verði tekið tillit til þess. En á meðan ég er enn ung, ætla ég að undirbúa tónlistarflutn- inginn í kirkjunni, danskir Ijóðasöngvar og reykvísk dægurlög. Þessu vil ég fá að ráða ásamt svo mörgu öðru. Svona er ég gerð.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.