Vikan


Vikan - 29.07.1993, Side 26

Vikan - 29.07.1993, Side 26
SONUR MINN ER JÓNA RÚNA SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ < GLAPSTIGUM VONLEYSI OG VONBRIGÐI .Sum bréfin sem ég fæ eru mjög raunaleg og innihald þeirra þannig aö þaö er þyngra en tárum taki aö oröa þaö. Ekki er óalgengt að fólk tjái sig um áhyggjur sínar og erfiðleika vegna barna sinna sem meö einhverjum hætti hafa orðið götunni aö bráö. Við skoðum núna eina af mörgum frásögnum sem hafa borist um einmitt þetta um- kvörtunarefni. „Hvernig sem á því stend- ur þá er engu líkara en ég sé búin aö tapa öllum tengslum við son minn sem er vel undir tuttugu ára og er þegar búinn að valda mér miklum áhyggjum og kvíða. Hann var mjög indæll þar til fyrir um það bil tveim árum, þá lenti hann á glapstig- um,“ segir Tóta, rúmlega fer- tug móöir áðurnefnds drengs. Hún rekur raunir þeirra og samskipti mjög ítarlega í bréf- inu og þaö fer ekkert á milli mála að sonur hennar á í miklum erfiðleikum meö líf sitt. NIÐURLÆGING OG VERGANGUR Hann er hættur í skóla og vinnur ekkert. Hann hefur enga ábyrgðarkennd og bregst mjög illa við allri gagn- rýni. Þegar þetta bréf fær um- fjöllun hefur hann veriö á ein- hvers konar vergangi í hálft annað ár meö hléum og bein- línis búið á götunni. „Mér finnst ömurlegt að hann skuli vera á góöri leiö meö aö eyðileggja líf sitt fullkomlega og sjái það ekki sjálfur. Hann hefur lent í lögreglunni hvað eftir ann- Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dul- nefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík aö og á heilmikið eftir óupp- gert við iögin vegna þjófn- aðarmála og hvers kyns af- brota annarra sem ýmist eru nýtilkomin eöa gömul,“ segir Tóta hrygg vegna ógæfu drengsins. EITURLYF OG AFBROTAKLÍKA Hún segir hann vera í ein- hverri afbrotaklíku sem er nokkuð stórtæk í öllu mögu- legu sem gefur af sér mögu- leika á skjótum auði og illa fengnum náttúrlega. „Það virðast engin takmörk fyrir niðurlægingu hans og þaö er alveg öruggt aö hann er á valdi eiturlyfjaneyslu líka. Ég hef séö greinileg merki um sprautuför og annað á líkama hans, fyrir utan á- fengisneyslu sem er aug- ljós,“ segir Tóta og þaö er greinileg uppgjöf og þreyta i umfjöllun hennar um soninn. Það kemur fram að allt heimilið er á öðrum endanum út af þessu og pabbi hans vill láta loka öllum dyrum á drenginn. Það veldur Tótu auövitað þungum áhyggjum. Hún telur hann ekki geta breytt um háttu á meðan hann skilur ekki að hann er að glata öllu og vel það. ÁSAKANIR OG HEIMTUFREKJA „Hann kemur heim af og til. Þar gerir hann venjulega allt vitlaust, heimtar pen- inga og slær ekki af ásök- unum i garö okkar foreldr- anna. Okkur stendur ekki á sama hvað hann virðist sjá þessi mál sín allt ööruvísi en við. Það eru allir ómögu- legir nema hann,“ segir hún vonsvikin. Það er hreint ekk- ert skrýtið þó hún sé aö bug- ast vegna þessa. Heimilislífið virðist að öðru leyti vera gott. Aldrei hefur verið um óreglu annarra að ræða á heimilinu en drengsins. Hann á þrjú önnur systkini. HEIÐARLEG OG GRANDVÖR Tóta segir að uppeldiö, sem sonur hennar hefur fengið, sé ósköp eölilegt og fátt óvenju- legt á heimilinu nema hann sjálfur. Þau eru ósköp venju- leg fjölskylda sem er grandvör og heiðarleg. Hjónin vinna bæði úti og börnin eru öll að komast á legg enda fædd mjög þétt. Þessi drengur er næstyngstur. „Það er orðið svo slæmt spennuvaldandi andrúmsloft á heimilinu að ég helst varla við innan dyra. Maðurinn minn er orð- inn langþreyttur á öllum þessum erfiðleikum sem tengjast drengnum og vill komast út úr þessum vand- ræöum og það sem allra fyrst. Hann segir mig við- halda ástandinu með því að vorkenna honum sífellt og breiða yfir syndir hans,“ segir Tóta og vonbrigði henn- ar með manninn og viöbrögð hans leyna sér ekki. t HEUARGREIPUM ÓTTANS Áfram heldur hún, eiginlega eyðilögð: „Hann ásakar mig sffellt og segir mig ábyrga fyrir hvernig komið sé fyrir syni okkar - ég hafi brugð- ist með því að draga sífellt hans taum og þaö hafi aldrei mátt aga hann fyrir mér. Hann segir að sér hafi strax verið Ijóst aö dreng- urinn var bæði þver og ó- fyrirleitinn og ekki veitti af að vera harður við hann,“ segir Tóta og tínir til ótrúleg- ustu hluti máli sínu til glöggv- unar. Það fer ekkert á milli mála, eins og hún segir, að þaö er ákaflega erfitt að gera ekki neitt ( þessu máli. Sonur hennar hefur með hegðun sinni haldið fjölskyldunni í heljargreipum óttans. „í ör- væntingu minn sný ég mér til þín, Jóna Rúna. Ég hef lesiö flest sem þú skrifar og haft gagn af. Ég þakka þér innilega fyrir.“ ÓÞEKKJANLEGUR OG Á REFILSTIGUM Vissulega er kvíðvænlegt að vita að barnið manns er á hraðri leið með aö glopra nið- ur öllum lífsmöguleikum sfn- um og hefur sjálft enga tilfinn- ingu fyrir að svo sé. Þar sem sonur Tótu byrjar að feta refil- stigu óráðsíunnar mjög snemma horfir málið kannski ögn öðruvísi við. Hann er ekki orðinn sjálfráða þegar hann vegna veikleika tekur upp á þeim ósið að fara að misnota bæði áfengi og eiturlyf. Sök- um þessa fer hann smám saman að missa niður flesta þræði tilveru sinnar og breyt- ist úr elskulegum dreng í hálf- gerða afskræmingu á eigin eðli. Hann verður með öllu bæði óþekkjanlegur og ó- kunnugur foreldrum sínum og öðrum sem á vegi hans hafa verið eða verða, á meðan svona er ástatt. SEKKUR SÍFELLT DÝPRA Þetta ástand misnotkunar vímuefna hefur svo alvarleg áhrif á hans daglega líf að hann flosnar upp úr skóla og finnst það f lagi. Hann leiðist út í afbrot vegna þess að hon- um tekst ekki vinnulausum að koma höndum yfir fé, nema gerast brotlegur við lögin um leið. Það er ekkert undarlegt þegar svona er komið þó Tótu þyki sem henni hafi mistekist eitthvað í uppeldi drengsins. Hún finnur svo innilega að all- ar hennar athugasemdir og góður vilji honum til • handa missir marks og hann sekkur smátt og smátt dýpra og dýpra. Hún talar um að hún hafi engin eðlileg tengsl við hann vegna þess á hvaða leiðum hann er. Þaö stafar ör- ugglega af því í hvaða vanda hann er. FLÓKNAR OG NIÐUR- LÆGJANDI AÐSTÆÐUR Hann verður samfélagslega að taka afleiðingum afbrota sinna og það er eölileg afleið- ing þess að vera upp á kant við lögin. Frá þeim afleiðing- um getur enginn bjargað hon- um nema hann sjálfur með því aö taka út þá dóma sem fylgja munu í kjölfar þess aö réttlætisins er gætt, sem þetur fer. Auðvitaö lifir hann eins og er lífi niðurlægingar og flótta- leiðin, sem hann hefur kosiö frá skyldum samfélagsins, mun kosta hann ennþá frekari niðurlægingu. Enginn annar 26 VIKAN 15.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.